Skandall og ósanngjarnt gagnvart stelpum í fótbolta Aron Guðmundsson skrifar 9. september 2024 15:03 Frá leik Breiðabliks og Þór/KA í Bestu deildinni í sumar Vísir/Pawel Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfari kvennaliðs FHL í fótbolta, segir það ósanngjarnt gagnvart stelpum í fótbolta að ekki skuli vera sami fjöldi liða í Bestu deildum karla og kvenna. Kollegi hans í kvennaboltanum er sammála og segir það algjöran skandal að það séu aðeins tíu lið sem skipa Bestu deild kvenna. Björgvin Karl, þjálfari FHL og Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, voru gestir í nýkasta þætti Bestu markanna á Stöð 2 Sport á laugardaginn síðastliðinn. Báðir stýrðu þeir liðum sínum upp úr Lengjudeildinni og mæta því til leiks í Bestu deild kvenna á næsta tímabili. Mergur málsins. Rót umræðnanna sem sköpuðust í Bestu mörkunum, sem eru í umsjón Helenu Ólafsdóttur og Mistar Eiríksdóttur, felst í misræminu í fjölda liða í Bestu deildum karla og kvenna. Á meðan að tólf lið skipa Bestu deild karla eru aðeins tíu lið sem skipa Bestu deild kvenna. Helena spurði þá Björgvin og Óskar Smára að því hvort þeir væru hlynntir því að liðum yrði fjölgað í Bestu deild kvenna. „Ég er búinn að vera talsmaður þess mjög lengi,“ svaraði Björgvin Karl. „Það er ósanngjarnt gagnvart stelpum í fótbolta að það skuli ekki vera sama fyrirkomulag karla og kvenna megin. Það hefur verið einhver hópur, á vegum KSÍ hreinlega, sem vill frekar fækka liðum og á sama tíma búa til sterkari lið. Ég vil fjölga liðunum í Bestu deild kvenna, þannig að það sé jafnrétti í Bestu deildinni. Því það er alveg ömurlegt að sjá dæmi um lið sem þarf að leika í neðri hluta deildarinnar, eftir skiptinguna í kjölfar hinnar hefðbundnu deildarkeppni, og fær aðeins þrjá leiki. Fjölgum í deildinni sem fyrst. Helst á morgun. Óskar Smári, þjálfari Fram, tók undir með kollega sínum. „Að það séu tíu lið í þessari deild er bara algjör skandall. Það eiga að vera tólf lið í þessari deild. Við eigum að fá fleiri leiki. Við værum betri í fótbolta á landsvísu með því að vera með tólf lið í deildinni.“ Umræðuna, sem myndaðist um fjölgun liða í Bestu deild kvenna, í Bestu mörkunum má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: „Bara algjör skandall“ Besta deild kvenna Íslenski boltinn KSÍ Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Björgvin Karl, þjálfari FHL og Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, voru gestir í nýkasta þætti Bestu markanna á Stöð 2 Sport á laugardaginn síðastliðinn. Báðir stýrðu þeir liðum sínum upp úr Lengjudeildinni og mæta því til leiks í Bestu deild kvenna á næsta tímabili. Mergur málsins. Rót umræðnanna sem sköpuðust í Bestu mörkunum, sem eru í umsjón Helenu Ólafsdóttur og Mistar Eiríksdóttur, felst í misræminu í fjölda liða í Bestu deildum karla og kvenna. Á meðan að tólf lið skipa Bestu deild karla eru aðeins tíu lið sem skipa Bestu deild kvenna. Helena spurði þá Björgvin og Óskar Smára að því hvort þeir væru hlynntir því að liðum yrði fjölgað í Bestu deild kvenna. „Ég er búinn að vera talsmaður þess mjög lengi,“ svaraði Björgvin Karl. „Það er ósanngjarnt gagnvart stelpum í fótbolta að það skuli ekki vera sama fyrirkomulag karla og kvenna megin. Það hefur verið einhver hópur, á vegum KSÍ hreinlega, sem vill frekar fækka liðum og á sama tíma búa til sterkari lið. Ég vil fjölga liðunum í Bestu deild kvenna, þannig að það sé jafnrétti í Bestu deildinni. Því það er alveg ömurlegt að sjá dæmi um lið sem þarf að leika í neðri hluta deildarinnar, eftir skiptinguna í kjölfar hinnar hefðbundnu deildarkeppni, og fær aðeins þrjá leiki. Fjölgum í deildinni sem fyrst. Helst á morgun. Óskar Smári, þjálfari Fram, tók undir með kollega sínum. „Að það séu tíu lið í þessari deild er bara algjör skandall. Það eiga að vera tólf lið í þessari deild. Við eigum að fá fleiri leiki. Við værum betri í fótbolta á landsvísu með því að vera með tólf lið í deildinni.“ Umræðuna, sem myndaðist um fjölgun liða í Bestu deild kvenna, í Bestu mörkunum má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: „Bara algjör skandall“
Besta deild kvenna Íslenski boltinn KSÍ Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira