Varaforseti Bush yngri ætlar að kjósa Harris Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2024 23:12 Liz og Dick Cheney á kjörstað í forvali repúblikana í Wyoming árið 2022. Nær óhugsandi hefði verið fyrir nokkrum árum að fyrrverandi varaforseti repúblikana greiddi frambjóðanda demókrata til forseta atkvæði sitt. AP/Jabin Botsford/Washington Post Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og repúblikani, ætlar að greiða Kamölu Harris, frambjóðanda demókrata, atkvæði sitt í forsetakosningunum í nóvember. Hann segir að aldrei megi fela Donald Trump völd aftur. Dóttir Cheney, Liz Cheney, greindi frá því að faðir hennar ætlaði að kjósa Harris þrátt fyrir að hann hefði verið repúblikani alla sína tíð á viðburði í Texas í dag. Cheney staðfesti það sjálfur í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kjölfarið. „Það má aldrei treysta honum fyrir völdum aftur. Hvert okkar sem borgarar hefur skyldu til þess að setja landið ofar flokkshagsmunum til þess að verja stjórnarskrána. Þess vegna ætla ég að greiða Kamölu Harris varaforseta atkvæði mitt,“ sagði í yfirlýsingunni frá Cheney sem var varaforseti George W. Bush frá 2001 til 2009. Talsmaður forsetaframboðs Trump brást við fyrirspurn AP-fréttastofunnar um stuðningsyfirlýsingu Cheney-feðginanna við Harris með því að spyrja á móti: „Hver er Liz Cheney?“ Sett út af sakramentinu fyrir að gagnrýna Trump Feðginin studdu bæði Trump í kosningunum árið 2016. Þó byrjaði að anda köldu á milli þeirra eftir að Liz Cheney, sem þá var fulltrúadeildarþingmaður repúblikana í Wyoming, gagnrýndi utanríkisstefnu Trump. Forsetinn gagnrýndi á móti stríðsrekstur sem Dick Cheney átti frumkvæði að í Afganistan og Írak. Þannig héldu feðginin sig til hlés í forsetakosningunum árið 2020. Eftir að Liz Cheney greiddi atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið árið 2021 varð hún hornreka í flokknum sem úthýsti henni á endanum úr forystusveit sinni. Það jók ekki vinsældir Cheney á meðal flokkssystkina hennar að hún sat í þingnefnd sem rannsakaði árásina á þinghúsið. Hún náði ekki endurkjöri í síðustu þingkosningum. Í kosningaauglýsingu fyrir Liz Cheney árið 2022 kallaði Dick Cheney Trump „bleyðu“ fyrir að reyna að stela forsetakosningunum með lygum og ofbeldi eftir að kjósendur höfnuðu honum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Liz Cheney hafnað af Repúblikönum í Wyoming Bandarísku þingkonunni Liz Cheney var hafnað í forkosningum Repúblikana í Wyoming í gær vegna þingkosninganna sem fram fara í Bandaríkjunum í nóvember. Cheney, sem hefur átt sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá 2017, hefur verið einn helsti andstæðingur Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, innan Repúblikanaflokksins. 17. ágúst 2022 07:40 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Dóttir Cheney, Liz Cheney, greindi frá því að faðir hennar ætlaði að kjósa Harris þrátt fyrir að hann hefði verið repúblikani alla sína tíð á viðburði í Texas í dag. Cheney staðfesti það sjálfur í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kjölfarið. „Það má aldrei treysta honum fyrir völdum aftur. Hvert okkar sem borgarar hefur skyldu til þess að setja landið ofar flokkshagsmunum til þess að verja stjórnarskrána. Þess vegna ætla ég að greiða Kamölu Harris varaforseta atkvæði mitt,“ sagði í yfirlýsingunni frá Cheney sem var varaforseti George W. Bush frá 2001 til 2009. Talsmaður forsetaframboðs Trump brást við fyrirspurn AP-fréttastofunnar um stuðningsyfirlýsingu Cheney-feðginanna við Harris með því að spyrja á móti: „Hver er Liz Cheney?“ Sett út af sakramentinu fyrir að gagnrýna Trump Feðginin studdu bæði Trump í kosningunum árið 2016. Þó byrjaði að anda köldu á milli þeirra eftir að Liz Cheney, sem þá var fulltrúadeildarþingmaður repúblikana í Wyoming, gagnrýndi utanríkisstefnu Trump. Forsetinn gagnrýndi á móti stríðsrekstur sem Dick Cheney átti frumkvæði að í Afganistan og Írak. Þannig héldu feðginin sig til hlés í forsetakosningunum árið 2020. Eftir að Liz Cheney greiddi atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið árið 2021 varð hún hornreka í flokknum sem úthýsti henni á endanum úr forystusveit sinni. Það jók ekki vinsældir Cheney á meðal flokkssystkina hennar að hún sat í þingnefnd sem rannsakaði árásina á þinghúsið. Hún náði ekki endurkjöri í síðustu þingkosningum. Í kosningaauglýsingu fyrir Liz Cheney árið 2022 kallaði Dick Cheney Trump „bleyðu“ fyrir að reyna að stela forsetakosningunum með lygum og ofbeldi eftir að kjósendur höfnuðu honum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Liz Cheney hafnað af Repúblikönum í Wyoming Bandarísku þingkonunni Liz Cheney var hafnað í forkosningum Repúblikana í Wyoming í gær vegna þingkosninganna sem fram fara í Bandaríkjunum í nóvember. Cheney, sem hefur átt sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá 2017, hefur verið einn helsti andstæðingur Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, innan Repúblikanaflokksins. 17. ágúst 2022 07:40 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Liz Cheney hafnað af Repúblikönum í Wyoming Bandarísku þingkonunni Liz Cheney var hafnað í forkosningum Repúblikana í Wyoming í gær vegna þingkosninganna sem fram fara í Bandaríkjunum í nóvember. Cheney, sem hefur átt sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá 2017, hefur verið einn helsti andstæðingur Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, innan Repúblikanaflokksins. 17. ágúst 2022 07:40