Húseigendur og leigjendur vilja nýja löggjöf og kalla eftir samráði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. september 2024 21:00 Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Samtaka leigjenda og Hildur Ýr Viðarsdóttir lögmaður og formaður Húseigendafélagsins eru afar óánægð með breytingar á húsaleigulöggjöf. Þau kalla eftir nýrri löggjöf. Vísir/Sigurjón Leigjendur og húseigendur lýsa yfir mikilli óánægju með breytingu á húsaleigulögum. Forsvarsfólk þeirra segir að lítið sem ekkert samráð hafi verið haft við þau meðan lögin voru í smíðum. Kallað er eftir nýrri húsaleigulöggjöf. Ný húsaleigulög tóku gildi í gær og er ætlað að bæta réttarstöðu leigjenda og auka húsnæðisöryggi. Það er hins vegar lítil ánægja með þessi lög. Leigjendur gagnrýna til dæmis að nú geti leigusali hækkað leigu þegar rekstrarkostnaður hækkar eða ef hann vill samræma leiguverð við markaðsverð. Á sama tíma eru húseigendur ósáttir við að þrengt sé að hækkunum á leiguverði með nýjum ákvæðum. Hildur Ýr Viðarsdóttir lögmaður og formaður Húseigendafélagsins segir að breytingarnar geti haft neikvæð áhrif á framboð á leiguhúsnæði. „Við lýsum yfir óánægju með að það sé verið að leggja of miklar skyldur á leigusala. Við höfum bent á að leigusalar eru að mestu leyti einstaklingar. Ef það er verið að leggja of miklar skyldur á þá getur það leitt til þess að einstaklingar vilja ekki leigja út eignirnar sínar og þar með er hætta á að framboð dragist saman. Samandregið eru með nýjum lögum lagðar verulegar skyldur á leigusala, sem varða fjárhæð leiguverðs, forgangsrétt og uppsögn á ótímabundnum samningum,“ segir Hildur. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Samtaka leigjenda segir lögin mikil vonbrigði. „Við hefðum viljað sjá að það hefði verið tekið hart á hækkunum á húsaleigu. Leiguverð yrði jafnvel leiðrétt. Það yrðu teknar upp útreikningsreglur um hvað er sanngjörn húsaleiga. En ekki að okurleiga yrði lögfest eins og í þessum lögum,“ segir Guðmundur. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Samtaka leigjenda og Hildur Ýr Viðarsdóttir lögmaðru og formaður Húseigendafélagsins.Vísir/Sigurjón Lítið sem ekkert samráð Þau Hildur og Guðmundur segja bæði að ekki hafi verið tillit til umsagna þeirra hagsmunasamtaka við undirbúning laganna og lítið sem ekkert samráð hafi verið haft í ferlinu. Þau segja nauðsynlegt að gjörbylta húsaleigulöggjöfinni. „Það er kominn tími á heildarendurskoðun þessara laga. Ekki vera að gera smá breytingar fram og til baka,“ segir Hildur. Það þurfi að efla samtal og samráð og fá hagsmunaaðila að borðinu við lagasmíðina. „Það þarf að hafa lögin og regluverkið skýrt. Það þjónar hagsmunum allra. Þá þarf að hlusta á mismunandi hagsmunahópa,“ segir Hildur. Guðmundur tekur undir þetta. „Hver vill búa í samfélagi þar sem fjörutíu þúsund heimili eru rekin út á Guð og gaddinn í sífelldu húsnæðisóöryggi? Ég hef ekki nokkra trú á því að félagar í húseigendafélaginu vilji búa í samfélagi þar sem svona mörg heimili búa við slíkt óöryggi,“ segir Guðmundur. Húsnæðismál Leigumarkaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Sjá meira
Ný húsaleigulög tóku gildi í gær og er ætlað að bæta réttarstöðu leigjenda og auka húsnæðisöryggi. Það er hins vegar lítil ánægja með þessi lög. Leigjendur gagnrýna til dæmis að nú geti leigusali hækkað leigu þegar rekstrarkostnaður hækkar eða ef hann vill samræma leiguverð við markaðsverð. Á sama tíma eru húseigendur ósáttir við að þrengt sé að hækkunum á leiguverði með nýjum ákvæðum. Hildur Ýr Viðarsdóttir lögmaður og formaður Húseigendafélagsins segir að breytingarnar geti haft neikvæð áhrif á framboð á leiguhúsnæði. „Við lýsum yfir óánægju með að það sé verið að leggja of miklar skyldur á leigusala. Við höfum bent á að leigusalar eru að mestu leyti einstaklingar. Ef það er verið að leggja of miklar skyldur á þá getur það leitt til þess að einstaklingar vilja ekki leigja út eignirnar sínar og þar með er hætta á að framboð dragist saman. Samandregið eru með nýjum lögum lagðar verulegar skyldur á leigusala, sem varða fjárhæð leiguverðs, forgangsrétt og uppsögn á ótímabundnum samningum,“ segir Hildur. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Samtaka leigjenda segir lögin mikil vonbrigði. „Við hefðum viljað sjá að það hefði verið tekið hart á hækkunum á húsaleigu. Leiguverð yrði jafnvel leiðrétt. Það yrðu teknar upp útreikningsreglur um hvað er sanngjörn húsaleiga. En ekki að okurleiga yrði lögfest eins og í þessum lögum,“ segir Guðmundur. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Samtaka leigjenda og Hildur Ýr Viðarsdóttir lögmaðru og formaður Húseigendafélagsins.Vísir/Sigurjón Lítið sem ekkert samráð Þau Hildur og Guðmundur segja bæði að ekki hafi verið tillit til umsagna þeirra hagsmunasamtaka við undirbúning laganna og lítið sem ekkert samráð hafi verið haft í ferlinu. Þau segja nauðsynlegt að gjörbylta húsaleigulöggjöfinni. „Það er kominn tími á heildarendurskoðun þessara laga. Ekki vera að gera smá breytingar fram og til baka,“ segir Hildur. Það þurfi að efla samtal og samráð og fá hagsmunaaðila að borðinu við lagasmíðina. „Það þarf að hafa lögin og regluverkið skýrt. Það þjónar hagsmunum allra. Þá þarf að hlusta á mismunandi hagsmunahópa,“ segir Hildur. Guðmundur tekur undir þetta. „Hver vill búa í samfélagi þar sem fjörutíu þúsund heimili eru rekin út á Guð og gaddinn í sífelldu húsnæðisóöryggi? Ég hef ekki nokkra trú á því að félagar í húseigendafélaginu vilji búa í samfélagi þar sem svona mörg heimili búa við slíkt óöryggi,“ segir Guðmundur.
Húsnæðismál Leigumarkaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent