„Þetta er aðför að veikum rétti leigjenda“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. september 2024 13:55 Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Samtaka leigjenda segir breytingar á húsaleigulögum aðför að leigjendum. Vísir/Vilhelm Formaður samtaka leigjenda gagnrýnir harðlega breytingu á húsaleigulögum sem tók gildi nú um mánaðarmótin. Um sé að ræða aðför að leigjendum þar sem staða leigusalans sé fyrst og fremst styrkt. Ekki hafi verið tekið tillit til krafna samtakanna við breytingu laganna heldur þvert á móti. Breytingar á húsaleigulögum tóku gildi í gær sem eru samkvæmt HMS ætlað er að bæta réttarstöðu leigjenda og auka húsnæðisöryggi. Fram kemur að helstu breytingarnar séu að nú er óheimilt að vísitölutengja styttri samninga en tólf mánaða auk þess sem leigusölum verður óheimilt að segja upp ótímabundnum samningum án ástæðu. Leigjendur og leigusalar mega fara fram á breytingu á leigufjárhæð að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður samtaka leigjenda segir rangt að með þessu sé verið að bæta réttarstöðu leigjenda. „Mér líst ekkert á þessi lög, leigjendur hafa ekki beðið um þetta og ekki heldur leigusalar. Með þessum lögum er verið að styrkja stöðu leigusala gagnvart leigjendum enda eru öll viðmið í lögunum út frá hagsmunum leigusalans. Það á til að mynda við um ákvæðin um hækkun á leigu og uppsögn á húsaleigusamningi. Þetta styrkir ekki stöðu leigjenda heldur veikir. Það að þetta eigi að bæta réttarstöðu leigjenda er bara orðskrípi. Þvert á móti, þetta er aðför að veikum rétti leigjenda,“ segir Guðmundur. Leigusalar hafi fleiri leiðir en áður til að hækka leigu Guðmundur er afar ósáttur við nýtt ákvæði um að leigusali geti hækkað leigu ef rekstrarkostnaður hans hækkar. „Við hefðum kosið að við ákvörðun um húsaleigu yrði tekið tillit til sanngirnissjónarmiða. Í eldri lögum kom fram að húsaleiga skyldi vera eðlileg og sanngjörn gagnvart leigutaka og leigusala. Nú er ákveðið að taka mið af rekstrarkostnaði sem leigusali getur í raun og veru valið sér sjálfur. Hann getur núna valið að kaupa sér fasteignir á dýrustu lánunum til styttri tíma og hefur þá rétt á að velta þeim kostnaði yfir á leigjandann. Þetta er ekki sanngjarnt. Með því að festa þetta í lög er verið að brjóta á rétti leigjenda,“ segir Guðmundur. Stjórnvöld hafi farið þveröfuga leið Guðmundur segir að samtökin hafi reynt að hafa áhrif á húsaleigulögin en án árangurs. „Við sendum inn umsagnir þegar frumvarpið var í vinnslu, skrifuðum greinar og héldum fundi til að lýsa yfir kröfum okkar og áhyggjum. Það sem hefur hins vegar verið meginstefið í viðbrögðum stjórnvalda við þessum áhyggjum okkar, þá sér í lagi Sigurðar Inga Jóhannssonar fyrrverandi innviðaráðherra, er að hann nýtti sér þau atriði sem við bentum á sem ganga gegn rétti leigjenda til að styrkja enn frekar rétt leigusalans,“ segir hann. Aðspurður um hvort það sé ekkert gott í nýjum lögum svara Guðmundur: „Tilkynningaskylda leigusalans er góð en það eru hins vegar réttindi sem leigjendur höfðu fyrir.“ Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Breytingar á húsaleigulögum tóku gildi í gær sem eru samkvæmt HMS ætlað er að bæta réttarstöðu leigjenda og auka húsnæðisöryggi. Fram kemur að helstu breytingarnar séu að nú er óheimilt að vísitölutengja styttri samninga en tólf mánaða auk þess sem leigusölum verður óheimilt að segja upp ótímabundnum samningum án ástæðu. Leigjendur og leigusalar mega fara fram á breytingu á leigufjárhæð að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður samtaka leigjenda segir rangt að með þessu sé verið að bæta réttarstöðu leigjenda. „Mér líst ekkert á þessi lög, leigjendur hafa ekki beðið um þetta og ekki heldur leigusalar. Með þessum lögum er verið að styrkja stöðu leigusala gagnvart leigjendum enda eru öll viðmið í lögunum út frá hagsmunum leigusalans. Það á til að mynda við um ákvæðin um hækkun á leigu og uppsögn á húsaleigusamningi. Þetta styrkir ekki stöðu leigjenda heldur veikir. Það að þetta eigi að bæta réttarstöðu leigjenda er bara orðskrípi. Þvert á móti, þetta er aðför að veikum rétti leigjenda,“ segir Guðmundur. Leigusalar hafi fleiri leiðir en áður til að hækka leigu Guðmundur er afar ósáttur við nýtt ákvæði um að leigusali geti hækkað leigu ef rekstrarkostnaður hans hækkar. „Við hefðum kosið að við ákvörðun um húsaleigu yrði tekið tillit til sanngirnissjónarmiða. Í eldri lögum kom fram að húsaleiga skyldi vera eðlileg og sanngjörn gagnvart leigutaka og leigusala. Nú er ákveðið að taka mið af rekstrarkostnaði sem leigusali getur í raun og veru valið sér sjálfur. Hann getur núna valið að kaupa sér fasteignir á dýrustu lánunum til styttri tíma og hefur þá rétt á að velta þeim kostnaði yfir á leigjandann. Þetta er ekki sanngjarnt. Með því að festa þetta í lög er verið að brjóta á rétti leigjenda,“ segir Guðmundur. Stjórnvöld hafi farið þveröfuga leið Guðmundur segir að samtökin hafi reynt að hafa áhrif á húsaleigulögin en án árangurs. „Við sendum inn umsagnir þegar frumvarpið var í vinnslu, skrifuðum greinar og héldum fundi til að lýsa yfir kröfum okkar og áhyggjum. Það sem hefur hins vegar verið meginstefið í viðbrögðum stjórnvalda við þessum áhyggjum okkar, þá sér í lagi Sigurðar Inga Jóhannssonar fyrrverandi innviðaráðherra, er að hann nýtti sér þau atriði sem við bentum á sem ganga gegn rétti leigjenda til að styrkja enn frekar rétt leigusalans,“ segir hann. Aðspurður um hvort það sé ekkert gott í nýjum lögum svara Guðmundur: „Tilkynningaskylda leigusalans er góð en það eru hins vegar réttindi sem leigjendur höfðu fyrir.“
Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira