Stjörnunni ekki refsað vegna leikskýrslu Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2024 12:02 Örvar Logi Örvarsson og Emil Atlason voru ekki í byrjunarliði Stjörnunnar á leikskýrslu sem birtist á vef KSÍ klukkutíma fyrir leik við Breiðablik, en voru í liðinu á skýrslu sem barst dómara tímanlega fyrir leik. vísir/Diego Knattspyrnudeild Stjörnunnar verður ekki refsað vegna framferðis síns við skráningu leikskýrslu, samkvæmt úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Jörundur Áki Sveinsson, sem starfandi framkvæmdastjóri KSÍ, kærði Stjörnumenn vegna mögulegra brota á reglum um útfyllingu leikskýrslu, eftir leik Stjörnunnar og Breiðabliks í Bestu deild karla í fótbolta þann 11. ágúst. Eins og fram hefur komið, og var gagnrýnt í pistli Sæbjörns Steinke blaðamanns Fótbolta.net, þá birtist leikskýrsla á vef KSÍ klukkutíma fyrir leik, venju samkvæmt, sem var kolröng hvað byrjunarlið Stjörnunnar snertir. Kynni að vera gert til að villa um fyrir mótherja Samkvæmt upphaflegri skráningu á leikskýrslu voru þeir Heiðar Ægisson, Daníel Laxdal, Emil Atlason, Örvar Logi Örvarsson og Róbert Frosti Þorkelsson allir skráðir á meðal varamanna Stjörnunnar. Út frá þessu unnu fjölmiðlar til að byrja með, líkt og venja er á öðrum leikjum. Eftir breytingu á leikskýrslunni voru umræddir leikmenn hins vegar allir skráðir í byrjunarlið Stjörnunnar í leiknum. Þá kom Sigurður Gunnar Jónsson einnig inn í leikmannahóp Stjörnunnar og var skráður á meðal varamanna í stað Baldurs Loga Guðlaugssonar. Í úrskurði aganefndar segir að vinnulag þetta við skráningu á leikskýrslu kunni, að mati framkvæmdastjóra, að hafa verið viðhaft vísvitandi af hálfu þjálfara/forystumanna Stjörnunnar til þess eins að villa um fyrir andstæðingi og/eða almenningi í aðdraganda leiksins. Dómarinn fékk rétta skýrslu tímanlega Þessar breytingar á leikskýrslu höfðu hins vegar verið gerðar þegar dómari leiksins, Sigurður Hjörtur Þrastarson, fékk hana útfyllta og undirritaða um 50-60 mínútum fyrir leik, en það segir dómarinn í sínum framburði. Niðurstaða aganefndar er sú að í leikjahandbók KSÍ sé eina krafan sú að rétt útfyllt leikskýrsla sé afhent dómara eigi síðar en 45 mínútum fyrir leik, eða korteri eftir að hún birtist fyrst á vef KSÍ. Í leikjahandbókinni segir: „[…] þegar bæði lið hafa fyllt út leikskýrsluna er hún prentuð út, undirrituð af fulltrúum beggja félaga og afhent dómara leiksins, eigi síðar en 45 mínútum fyrir leik. Bæði félög geta fyllt út skýrsluna með góðum fyrirvara, þess vegna daginn áður. Sú skráning er aðeins aðgengileg viðkomandi félagi og birtist ekki á vef KSÍ fyrr en klukkustund fyrir skráðan leiktíma. Skýrslan er hins vegar ekki aðgengileg til útprentunar fyrr en klukkustund fyrir upphaflegan leiktíma.“ Í þessu ljósi telur aganefndin ekki að Stjarnan hafi brotið reglur 36.3 eða 36.4 í reglugerð KSÍ um Íslandsmót, þar sem segir að sé leikskýrsla vísvitandi ranglega fyllt út skuli viðkomandi liði dæmt tap, og að þjálfari eða forystumaður skuli sæta banni. Reglurnar má lesa hér að neðan. Ef leikskýrsla er vísvitandi ranglega fyllt út, t.d. með því að falsa nafn eða kennitölu þátttakanda, skal liðið sem í hlut á tapa leiknum með markatölunni 0-3 nema tap hafi verið stærra, þá skal sú markatala ráða. Félag sem fyllir ranglega út leikskýrslu getur sætt sekt að upphæð allt að kr. 50.000 í meistaraflokki en 25.000 í öðrum flokkum. Sé um vísvitandi brot að ræða skal sektin vera allt að kr. 100.000 í meistaraflokki en 50.000 í öðrum flokkum. Þjálfari eða forystumaður sem stuðlar að því að nafn eða kennitala er fölsuð á leikskýrslu skal sæta leikbanni eða banni frá stjórnunarstörfum í knattspyrnu í allt að eitt ár. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Sagan endalausa hjá Åge: „Þetta er frekar sjokkerandi“ Fótbolti Bellamy skammaði blaðamenn eftir leik Fótbolti Kári sagði Kolbein steinsofandi: Það versta er að þeir vissu þetta Fótbolti Pabbi Son dæmdur fyrir brot gegn börnum Enski boltinn Stefnir í stríð á milli tveggja af stærstu handboltafélögum heims Handbolti Hareide kallar Sævar Atla inn Fótbolti Æfir hjá gamla félagi föður síns Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 28-22 | Ekkert hik á Valskonum Handbolti Einkunnir Íslands gegn Wales: Varamaðurinn Logi maður leiksins eftir ótrúlega innkomu Fótbolti Albert verður ekki kallaður inn í íslenska hópinn Fótbolti Fleiri fréttir „Andlega lúinn“ Jón Daði færist nær Bestu deildinni Berglindi sagt upp í síma: „Kom mér mjög á óvart“ „Annað hvort væri ég ólétt eða að hætta“ Jón Þór framlengir til þriggja ára Stúkan: Stórkostleg afgreiðsla nema litli fuglinn hafi rétt fyrir sér „Röð tilviljana að HK sé ekki búið að fá víti í sumar“ Stjarnan fær akureyskan markvörð frá Grindavík Sakar stjórn Fylkis um óheiðarleika Svona mark sést bara á nokkurra ára fresti: „Algjörlega einstakt“ Handrit Ástu Eirar fékk fullkomin endalok Mældu tímann í Kórnum: „Mér finnst þetta alveg galið“ Varði mark botnliðsins en bar samt af Gylfi Þór ekki í hóp Vals í gær en á landsliðsæfingu í dag Tárvot Ásta sátt í hjarta sínu með ákvörðunina Katrín ekki með slitið krossband „Átti þetta tækifæri skilið“ Þekkti þjálfarann og fékk því himnasendingu frá Reyðarfirði Bergrós besti dómari Bestu deildar kvenna Mörkin úr Bestu: Sjáðu sturlað mark Emils frá miðju og Davíð bjarga stigi Sjáðu atvikið: Reiður Rúnar sá rautt „Þú ert skilgreindur af nútíðinni“ Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-2 | Óskar Örn bjargaði stigi fyrir Víking Uppgjörið: HK - Fylkir 2-2 | Brynjar Snær felldi Fylki Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-2 | Óbreytt staða á toppnum eftir jafntefli á Kópavogsvelli „Ég verð bara að setja fleiri í vegginn næst og standa í nærhorninu“ Uppgjörið: KA - KR 0-4 | Gott gengi KR heldur áfram Uppgjörið: ÍA - FH 4-1 | Skagamenn blanda sér í baráttuna um þriðja sætið Fyrirliði Íslandsmeistaranna hætt Sjáðu vandræðalegt vítaklúður Viðars Vaknar Árbærinn aftur? Sjá meira
Jörundur Áki Sveinsson, sem starfandi framkvæmdastjóri KSÍ, kærði Stjörnumenn vegna mögulegra brota á reglum um útfyllingu leikskýrslu, eftir leik Stjörnunnar og Breiðabliks í Bestu deild karla í fótbolta þann 11. ágúst. Eins og fram hefur komið, og var gagnrýnt í pistli Sæbjörns Steinke blaðamanns Fótbolta.net, þá birtist leikskýrsla á vef KSÍ klukkutíma fyrir leik, venju samkvæmt, sem var kolröng hvað byrjunarlið Stjörnunnar snertir. Kynni að vera gert til að villa um fyrir mótherja Samkvæmt upphaflegri skráningu á leikskýrslu voru þeir Heiðar Ægisson, Daníel Laxdal, Emil Atlason, Örvar Logi Örvarsson og Róbert Frosti Þorkelsson allir skráðir á meðal varamanna Stjörnunnar. Út frá þessu unnu fjölmiðlar til að byrja með, líkt og venja er á öðrum leikjum. Eftir breytingu á leikskýrslunni voru umræddir leikmenn hins vegar allir skráðir í byrjunarlið Stjörnunnar í leiknum. Þá kom Sigurður Gunnar Jónsson einnig inn í leikmannahóp Stjörnunnar og var skráður á meðal varamanna í stað Baldurs Loga Guðlaugssonar. Í úrskurði aganefndar segir að vinnulag þetta við skráningu á leikskýrslu kunni, að mati framkvæmdastjóra, að hafa verið viðhaft vísvitandi af hálfu þjálfara/forystumanna Stjörnunnar til þess eins að villa um fyrir andstæðingi og/eða almenningi í aðdraganda leiksins. Dómarinn fékk rétta skýrslu tímanlega Þessar breytingar á leikskýrslu höfðu hins vegar verið gerðar þegar dómari leiksins, Sigurður Hjörtur Þrastarson, fékk hana útfyllta og undirritaða um 50-60 mínútum fyrir leik, en það segir dómarinn í sínum framburði. Niðurstaða aganefndar er sú að í leikjahandbók KSÍ sé eina krafan sú að rétt útfyllt leikskýrsla sé afhent dómara eigi síðar en 45 mínútum fyrir leik, eða korteri eftir að hún birtist fyrst á vef KSÍ. Í leikjahandbókinni segir: „[…] þegar bæði lið hafa fyllt út leikskýrsluna er hún prentuð út, undirrituð af fulltrúum beggja félaga og afhent dómara leiksins, eigi síðar en 45 mínútum fyrir leik. Bæði félög geta fyllt út skýrsluna með góðum fyrirvara, þess vegna daginn áður. Sú skráning er aðeins aðgengileg viðkomandi félagi og birtist ekki á vef KSÍ fyrr en klukkustund fyrir skráðan leiktíma. Skýrslan er hins vegar ekki aðgengileg til útprentunar fyrr en klukkustund fyrir upphaflegan leiktíma.“ Í þessu ljósi telur aganefndin ekki að Stjarnan hafi brotið reglur 36.3 eða 36.4 í reglugerð KSÍ um Íslandsmót, þar sem segir að sé leikskýrsla vísvitandi ranglega fyllt út skuli viðkomandi liði dæmt tap, og að þjálfari eða forystumaður skuli sæta banni. Reglurnar má lesa hér að neðan. Ef leikskýrsla er vísvitandi ranglega fyllt út, t.d. með því að falsa nafn eða kennitölu þátttakanda, skal liðið sem í hlut á tapa leiknum með markatölunni 0-3 nema tap hafi verið stærra, þá skal sú markatala ráða. Félag sem fyllir ranglega út leikskýrslu getur sætt sekt að upphæð allt að kr. 50.000 í meistaraflokki en 25.000 í öðrum flokkum. Sé um vísvitandi brot að ræða skal sektin vera allt að kr. 100.000 í meistaraflokki en 50.000 í öðrum flokkum. Þjálfari eða forystumaður sem stuðlar að því að nafn eða kennitala er fölsuð á leikskýrslu skal sæta leikbanni eða banni frá stjórnunarstörfum í knattspyrnu í allt að eitt ár.
„[…] þegar bæði lið hafa fyllt út leikskýrsluna er hún prentuð út, undirrituð af fulltrúum beggja félaga og afhent dómara leiksins, eigi síðar en 45 mínútum fyrir leik. Bæði félög geta fyllt út skýrsluna með góðum fyrirvara, þess vegna daginn áður. Sú skráning er aðeins aðgengileg viðkomandi félagi og birtist ekki á vef KSÍ fyrr en klukkustund fyrir skráðan leiktíma. Skýrslan er hins vegar ekki aðgengileg til útprentunar fyrr en klukkustund fyrir upphaflegan leiktíma.“
Ef leikskýrsla er vísvitandi ranglega fyllt út, t.d. með því að falsa nafn eða kennitölu þátttakanda, skal liðið sem í hlut á tapa leiknum með markatölunni 0-3 nema tap hafi verið stærra, þá skal sú markatala ráða. Félag sem fyllir ranglega út leikskýrslu getur sætt sekt að upphæð allt að kr. 50.000 í meistaraflokki en 25.000 í öðrum flokkum. Sé um vísvitandi brot að ræða skal sektin vera allt að kr. 100.000 í meistaraflokki en 50.000 í öðrum flokkum. Þjálfari eða forystumaður sem stuðlar að því að nafn eða kennitala er fölsuð á leikskýrslu skal sæta leikbanni eða banni frá stjórnunarstörfum í knattspyrnu í allt að eitt ár.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Sagan endalausa hjá Åge: „Þetta er frekar sjokkerandi“ Fótbolti Bellamy skammaði blaðamenn eftir leik Fótbolti Kári sagði Kolbein steinsofandi: Það versta er að þeir vissu þetta Fótbolti Pabbi Son dæmdur fyrir brot gegn börnum Enski boltinn Stefnir í stríð á milli tveggja af stærstu handboltafélögum heims Handbolti Hareide kallar Sævar Atla inn Fótbolti Æfir hjá gamla félagi föður síns Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 28-22 | Ekkert hik á Valskonum Handbolti Einkunnir Íslands gegn Wales: Varamaðurinn Logi maður leiksins eftir ótrúlega innkomu Fótbolti Albert verður ekki kallaður inn í íslenska hópinn Fótbolti Fleiri fréttir „Andlega lúinn“ Jón Daði færist nær Bestu deildinni Berglindi sagt upp í síma: „Kom mér mjög á óvart“ „Annað hvort væri ég ólétt eða að hætta“ Jón Þór framlengir til þriggja ára Stúkan: Stórkostleg afgreiðsla nema litli fuglinn hafi rétt fyrir sér „Röð tilviljana að HK sé ekki búið að fá víti í sumar“ Stjarnan fær akureyskan markvörð frá Grindavík Sakar stjórn Fylkis um óheiðarleika Svona mark sést bara á nokkurra ára fresti: „Algjörlega einstakt“ Handrit Ástu Eirar fékk fullkomin endalok Mældu tímann í Kórnum: „Mér finnst þetta alveg galið“ Varði mark botnliðsins en bar samt af Gylfi Þór ekki í hóp Vals í gær en á landsliðsæfingu í dag Tárvot Ásta sátt í hjarta sínu með ákvörðunina Katrín ekki með slitið krossband „Átti þetta tækifæri skilið“ Þekkti þjálfarann og fékk því himnasendingu frá Reyðarfirði Bergrós besti dómari Bestu deildar kvenna Mörkin úr Bestu: Sjáðu sturlað mark Emils frá miðju og Davíð bjarga stigi Sjáðu atvikið: Reiður Rúnar sá rautt „Þú ert skilgreindur af nútíðinni“ Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-2 | Óskar Örn bjargaði stigi fyrir Víking Uppgjörið: HK - Fylkir 2-2 | Brynjar Snær felldi Fylki Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-2 | Óbreytt staða á toppnum eftir jafntefli á Kópavogsvelli „Ég verð bara að setja fleiri í vegginn næst og standa í nærhorninu“ Uppgjörið: KA - KR 0-4 | Gott gengi KR heldur áfram Uppgjörið: ÍA - FH 4-1 | Skagamenn blanda sér í baráttuna um þriðja sætið Fyrirliði Íslandsmeistaranna hætt Sjáðu vandræðalegt vítaklúður Viðars Vaknar Árbærinn aftur? Sjá meira