Eiginkonan kom Casemiro til varnar eftir martröðina í gær Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2024 07:31 Anna Mariana Casemiro styður sinn mann sem átti afar erfitt uppdráttar í stórleiknum gegn Liverpool í gær. Instagram/Getty Anna Mariana, eiginkona Casemiro, tók til varna fyrir sinn mann á Instagram eftir að Brasilíumaðurinn sætti harkalegri gagnrýni fyrir frammistöðu sína með Manchester United gegn Liverpool í gær, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Casemiro átti sannkallaðan martraðarleik því tvær misheppnaðar sendingar hans í fyrri hálfleik leiddu til marka Liverpool sem vann leikinn að lokum 3-0. Svo slæm var frammistaða hins 32 ára gamla Casemiro að stuðningsmenn United bauluðu á hann og knattspyrnustjórinn Erik ten Hag kippti honum af velli í hálfleik, og lét hinn tvítuga Toby Collyer spila sinn fyrsta deildarleik við ansi erfiðar aðstæður. Stuðningsyfirlýsing frá stjóranum Ten Hag kom þó Casemiro til varnar í viðtölum eftir leik og sagði meðal annars: „Casemiro hefur sýnt það svo oft hve frábær karakter hann er. Við höfum öll séð stórkostlegar stundir hjá honum. Hann mun eiga þær aftur og svara fyrir sig. Hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna á sínum ferli. Hann mun halda áfram að leggja sitt að mörkum fyrir liðið. Hann er alltaf sigurvegari.“ Segja má að Anna Mariana hafi tekið í sama streng því hún birti á Instagram mynd af bikarasafni Casemiro, sem er ansi stórt. Casemiro hefur unnið mikinn fjölda titla á sínum ferli og þar standa upp úr fimm Evrópumeistaratitlar.Instagram/@annamarianacasemiro Casemiro hefur unnið titla bæði árin sín með United, fyrst deildabikarmeistaratitil og svo bikarmeistaratitilinn síðasta vor. Áður var hann afar sigursæll með Real Madrid og vann til að mynda Meistaradeild Evrópu fimm sinnum og Spánarmeistaratitilinn þrisvar. Þá vann hann Copa América með brasilíska landsliðinu árið 2019. Það breytir því ekki að mikill fjöldi stuðningsmanna United hefur kallað eftir því á samfélagsmiðlum að Casemiro láti gott heita – verði seldur eða hreinlega leggi skóna á hilluna. Hann var orðaður við félög í Sádi-Arabíu í sumar en félagaskiptaglugginn þar lokast í dag. Enski boltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Sjá meira
Casemiro átti sannkallaðan martraðarleik því tvær misheppnaðar sendingar hans í fyrri hálfleik leiddu til marka Liverpool sem vann leikinn að lokum 3-0. Svo slæm var frammistaða hins 32 ára gamla Casemiro að stuðningsmenn United bauluðu á hann og knattspyrnustjórinn Erik ten Hag kippti honum af velli í hálfleik, og lét hinn tvítuga Toby Collyer spila sinn fyrsta deildarleik við ansi erfiðar aðstæður. Stuðningsyfirlýsing frá stjóranum Ten Hag kom þó Casemiro til varnar í viðtölum eftir leik og sagði meðal annars: „Casemiro hefur sýnt það svo oft hve frábær karakter hann er. Við höfum öll séð stórkostlegar stundir hjá honum. Hann mun eiga þær aftur og svara fyrir sig. Hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna á sínum ferli. Hann mun halda áfram að leggja sitt að mörkum fyrir liðið. Hann er alltaf sigurvegari.“ Segja má að Anna Mariana hafi tekið í sama streng því hún birti á Instagram mynd af bikarasafni Casemiro, sem er ansi stórt. Casemiro hefur unnið mikinn fjölda titla á sínum ferli og þar standa upp úr fimm Evrópumeistaratitlar.Instagram/@annamarianacasemiro Casemiro hefur unnið titla bæði árin sín með United, fyrst deildabikarmeistaratitil og svo bikarmeistaratitilinn síðasta vor. Áður var hann afar sigursæll með Real Madrid og vann til að mynda Meistaradeild Evrópu fimm sinnum og Spánarmeistaratitilinn þrisvar. Þá vann hann Copa América með brasilíska landsliðinu árið 2019. Það breytir því ekki að mikill fjöldi stuðningsmanna United hefur kallað eftir því á samfélagsmiðlum að Casemiro láti gott heita – verði seldur eða hreinlega leggi skóna á hilluna. Hann var orðaður við félög í Sádi-Arabíu í sumar en félagaskiptaglugginn þar lokast í dag.
Enski boltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Sjá meira