„Betra að segja sem minnst“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 1. september 2024 22:51 Tufa var afar svekktur í leikslok. Vísir/Pawel Valur er ellefu stigum frá toppsætinu í Bestu deildinni eftir að 21. umferð lauk í kvöld. Liðið tapaði 3-2 gegn Víkingum í tíðindamiklum leik.Srdjan Tufagdzic þjálfari Vals var til tals eftir tapið á Stöð 2 eftir leik og var gríðarlega ósáttur með tapið. „Það er betra að segja sem minnst.“ sagði Túfa er hann var inntur eftir fyrstu viðbrögðum og bætti við: „Þetta er ljót og leiðinleg tilfinning. Leikur sem við erum með í höndunum og algjöra stjórn. Komnir í 2-0 stöðu og einum manni fleiri. Að missa það í tap er með ólíkindum.“ Valur komst 2-0 yfir í fyrri hálfleik og voru einum manni fleiri eftir að Aron Elís Þrándarson leikmaður Víkings var rekinn útaf. Allt snerist á hvolf í seinni hálfleik og unnu Víkingar 3-2 í ævintýralegri endurkomu. „Við erum að fara í óþarfa panic. Í hvert skipti sem það gerist eitthvað í leiknum sem Víkingur gerir vel eða við gerum mistök þá förum í panic. Við endum fyrri hálfleikinn ekki vel, einum fleiri og tveimur mörkum yfir. Löguðum það aðeins í byrjun seinni hálfleiks áður en Hólmar fær rautt spjald. Þá erum við með stjórn á leiknum og þá finnst mér bara spurning um hvenær við skorum þriðja markið. Eftir rauða spjaldið þá missum við leikinn algjörlega úr okkar höndum og förum í algjör örvæntingu. Hleyptum bara lífi í Víking.“ sagði Túfa og bætti við um rauða spjaldið hans Hólmars. „Erfitt að segja, á eftir að sjá þetta aftur. Mér finnst hann svona aðeins of fljótur að lyfta rauða spjaldinu. En ég þarf að sjá þetta betur, mér finnst svona svolítið grimmt að gefa beint rautt fyrir eina tæklingu þar sem hann fer bæði í boltann og leikmann.“ Valur vildi fá tvö víti með einnar mínútu millibili í fyrri hálfleik en fengu ekkert, Túfa vildi lítið gagnrýna dómarann eftir leik. „Eftir svona leik er ekkert hægt að tala um atvik hjá dómaranum. Við vorum með leikinn og þrjú stig í höndunum og við bara köstum því frá okkur.“ Hrunið var algjört hjá Val eftir rauða spjaldið hjá Hólmari en Túfa virtist hafa fá svör um hvað gerðist. „Þetta er mjög erfitt að rýna í. Þetta gerist líka um daginn í Kaplakrika, við erum með leikinn í okkar höndum en töpum honum í jafntefli. Þetta sýnir okkur að við verðum að líta í eigin barm og vera fljótir að vinna í þessum málum. Þetta er ekki nógu gott.“ sagði Túfa og bætti við: „Ég bara á ekki til orð að við töpum þessum leik í dag. Framhaldið er að reyna að jafna sig eftir þennan leik. Ég þekki sjálfan mig vel og veit að það er erfitt að facea þetta daginn eftir leik. Nú eru bara tvær vikur framundan fyrir okkur sem við verðum að líta í eigin barm og leggja vinnu á okkur sjálfa. Verðum að setja meiri kröfur á okkur sjálfa.“ „Ég sé leikmenn Víkinga vera að henda sér fyrir alla bolta og leggja sig alla fram. Þetta er eitthvað sem við verðum að koma í okkar lið líka sem fyrst. Við ætlum að vinna í því.“ sagði Srdjan að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
„Það er betra að segja sem minnst.“ sagði Túfa er hann var inntur eftir fyrstu viðbrögðum og bætti við: „Þetta er ljót og leiðinleg tilfinning. Leikur sem við erum með í höndunum og algjöra stjórn. Komnir í 2-0 stöðu og einum manni fleiri. Að missa það í tap er með ólíkindum.“ Valur komst 2-0 yfir í fyrri hálfleik og voru einum manni fleiri eftir að Aron Elís Þrándarson leikmaður Víkings var rekinn útaf. Allt snerist á hvolf í seinni hálfleik og unnu Víkingar 3-2 í ævintýralegri endurkomu. „Við erum að fara í óþarfa panic. Í hvert skipti sem það gerist eitthvað í leiknum sem Víkingur gerir vel eða við gerum mistök þá förum í panic. Við endum fyrri hálfleikinn ekki vel, einum fleiri og tveimur mörkum yfir. Löguðum það aðeins í byrjun seinni hálfleiks áður en Hólmar fær rautt spjald. Þá erum við með stjórn á leiknum og þá finnst mér bara spurning um hvenær við skorum þriðja markið. Eftir rauða spjaldið þá missum við leikinn algjörlega úr okkar höndum og förum í algjör örvæntingu. Hleyptum bara lífi í Víking.“ sagði Túfa og bætti við um rauða spjaldið hans Hólmars. „Erfitt að segja, á eftir að sjá þetta aftur. Mér finnst hann svona aðeins of fljótur að lyfta rauða spjaldinu. En ég þarf að sjá þetta betur, mér finnst svona svolítið grimmt að gefa beint rautt fyrir eina tæklingu þar sem hann fer bæði í boltann og leikmann.“ Valur vildi fá tvö víti með einnar mínútu millibili í fyrri hálfleik en fengu ekkert, Túfa vildi lítið gagnrýna dómarann eftir leik. „Eftir svona leik er ekkert hægt að tala um atvik hjá dómaranum. Við vorum með leikinn og þrjú stig í höndunum og við bara köstum því frá okkur.“ Hrunið var algjört hjá Val eftir rauða spjaldið hjá Hólmari en Túfa virtist hafa fá svör um hvað gerðist. „Þetta er mjög erfitt að rýna í. Þetta gerist líka um daginn í Kaplakrika, við erum með leikinn í okkar höndum en töpum honum í jafntefli. Þetta sýnir okkur að við verðum að líta í eigin barm og vera fljótir að vinna í þessum málum. Þetta er ekki nógu gott.“ sagði Túfa og bætti við: „Ég bara á ekki til orð að við töpum þessum leik í dag. Framhaldið er að reyna að jafna sig eftir þennan leik. Ég þekki sjálfan mig vel og veit að það er erfitt að facea þetta daginn eftir leik. Nú eru bara tvær vikur framundan fyrir okkur sem við verðum að líta í eigin barm og leggja vinnu á okkur sjálfa. Verðum að setja meiri kröfur á okkur sjálfa.“ „Ég sé leikmenn Víkinga vera að henda sér fyrir alla bolta og leggja sig alla fram. Þetta er eitthvað sem við verðum að koma í okkar lið líka sem fyrst. Við ætlum að vinna í því.“ sagði Srdjan að lokum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti