„Fannst við aldrei bogna“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 1. september 2024 22:09 Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum í leiknum. Vísir/Pawel Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum í kvöld í fjarveru Arnars Gunnlaugssonar sem tekur út leikbann. Víkingur vann ótrúlegan endurkomusigur 3-2 gegn Val eftir að hafa lent 0-2 undir í fyrri hálfleik. Vísir ræddi við Sölva stuttu eftir að dómarinn flautaði leikinn af og var hálforðlaus. „Þvílík frammistaða hjá okkur Víkingum. Byrjuðum að fullum krafti en fengum rauða spjaldið tiltölulega snemma í leiknum en hvernig leikmenn brugðust við, ég á ekki til orð yfir það. Krafturinn sem við höfðum, við fengum tvö mörk á okkur með litlu millibili en mér fannst við aldrei bogna eftir þetta. Við héldum áfram að halda boltanum, vera yfirvegaðir og ef eitthvað var fannst mér við bara vera betri í fyrri hálfleiknum þrátt fyrir að vera manni færri.“ .“ sagði Sölvi um frammistöðu sinna manna og bætti við: „Töluðum um það í hálfleik að við skildum hafa trú á verkefninu. Það er ekkert auðvelt að selja mönnum það einum manni færri og tveimur mörkum undir að við getum komið til baka. Strákarnir höfðu svo sannarlega trú á verkefninu og þú fannst það svo eftir fyrri hálfleik að við vorum með þá. Það hjálpar svo til að þeir missa mann útaf og við skorum snemma. Þá gengum við á lagið og gengum frá þessum leik“ Eins og áður sagði var holan sem Víkingur gróf sér í fyrri hálfleik djúp en Sölvi hrósaði sínum mönnum á hástert fyrir andann og viljann. „Karakterinn og viljinn til að vinna leiki er ótrúlegur. Ég hef aldrei séð þetta áður. Ég hef á mínum ferli sjálfur sem fótboltamaður hef ég aldrei séð svona mikinn karakter. Það er alltaf trú á verkefninu.“ Framundan er landsleikjahlé og spilar Víkingur ekki aftur fyrr en eftir 13 daga. Sölvi tók undir að þessi leikur gæfi liðinu mikið fyrir lokasprettinn. „Þetta kennir okkur að leikurinn er aldrei búinn fyrr en dómarinn flautar í flautuna. Við förum inní landsleikjahléið með gott bragð í munninum.“ sagði Sölvi og bætti við: „Ég vill líka benda á stuðninginn okkar í stúkunni í kvöld. Hann var geggjaður. Þetta gefur okkur svo mikið að hafa þetta fólk á bakvið okkur. Við finnum það þegar við erum að skora fyrsta markið. Þá kviknar í stúkunni og við fáum orku með þessu. Það gefur okkur extra 10-15 prósent til aðkeyra þetta í gegn. Þetta er Víkingsliðsheild sem skóp þetta.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Valur Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Vísir ræddi við Sölva stuttu eftir að dómarinn flautaði leikinn af og var hálforðlaus. „Þvílík frammistaða hjá okkur Víkingum. Byrjuðum að fullum krafti en fengum rauða spjaldið tiltölulega snemma í leiknum en hvernig leikmenn brugðust við, ég á ekki til orð yfir það. Krafturinn sem við höfðum, við fengum tvö mörk á okkur með litlu millibili en mér fannst við aldrei bogna eftir þetta. Við héldum áfram að halda boltanum, vera yfirvegaðir og ef eitthvað var fannst mér við bara vera betri í fyrri hálfleiknum þrátt fyrir að vera manni færri.“ .“ sagði Sölvi um frammistöðu sinna manna og bætti við: „Töluðum um það í hálfleik að við skildum hafa trú á verkefninu. Það er ekkert auðvelt að selja mönnum það einum manni færri og tveimur mörkum undir að við getum komið til baka. Strákarnir höfðu svo sannarlega trú á verkefninu og þú fannst það svo eftir fyrri hálfleik að við vorum með þá. Það hjálpar svo til að þeir missa mann útaf og við skorum snemma. Þá gengum við á lagið og gengum frá þessum leik“ Eins og áður sagði var holan sem Víkingur gróf sér í fyrri hálfleik djúp en Sölvi hrósaði sínum mönnum á hástert fyrir andann og viljann. „Karakterinn og viljinn til að vinna leiki er ótrúlegur. Ég hef aldrei séð þetta áður. Ég hef á mínum ferli sjálfur sem fótboltamaður hef ég aldrei séð svona mikinn karakter. Það er alltaf trú á verkefninu.“ Framundan er landsleikjahlé og spilar Víkingur ekki aftur fyrr en eftir 13 daga. Sölvi tók undir að þessi leikur gæfi liðinu mikið fyrir lokasprettinn. „Þetta kennir okkur að leikurinn er aldrei búinn fyrr en dómarinn flautar í flautuna. Við förum inní landsleikjahléið með gott bragð í munninum.“ sagði Sölvi og bætti við: „Ég vill líka benda á stuðninginn okkar í stúkunni í kvöld. Hann var geggjaður. Þetta gefur okkur svo mikið að hafa þetta fólk á bakvið okkur. Við finnum það þegar við erum að skora fyrsta markið. Þá kviknar í stúkunni og við fáum orku með þessu. Það gefur okkur extra 10-15 prósent til aðkeyra þetta í gegn. Þetta er Víkingsliðsheild sem skóp þetta.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Valur Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira