„Þetta er næsta skref“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. ágúst 2024 20:43 John Andrews, þjálfari Víkings, tók fullt af jákvæðum hlutum út úr 4-0 tapi sinna kvenna gegn Breiðablik. Vísir/Diego „Ég verð að segja að ég sé stoltur. Þetta var erfiður leikur síðasta sunnudag, við komumst aldrei nálægt þeim þá og höfðum engin áhrif á leikinn. Mér fannst við mun nær þeim í öllum aðgerðum í kvöld,“ sagði John Andrews, þjálfari Víkings, þegar hann var búinn að fara yfir málin inni í búningsherbergi eftir 4-0 tap gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli í kvöld. Þetta er í annað sinn í vikunni se liðin mætast og niðurstaðan sú sama í bæði skipti. Víkingar voru undir nær allan leikinn í kvöld en héldu áfram að sækja og reyna uppspil sem Breiðablik virtist löngu búið að lesa. „Það er bara karakterinn í okkar liði að reyna alltaf að skora. Við skildum eftir opnanir baka til en ég er ótrúlega stoltur af stelpunum. Tvær fjórtán ára [Anika Jóna Jónsdóttir og Arna Ísold Stefánsdóttir] líka sem koma inn á og standa sig með prýði, frábært að geta gefið þeim mínútur í Bestu deildinni.“ Næsta skrefið John hélt áfram að tala um hvað hann væri stoltur af liðinu fyrir að halda sig við leikplanið og reyna að sækja. „Við hvetjum leikmenn til að spila boltanum. Við gáfum mörk með tveimur slökum sendingum, en leikmennirnir sem gáfu þessar sendingar sýndu líka frábæran varnarleik. Við erum alltaf að tala um að taka næsta skref og svo framvegis. Þetta er næsta skref, að læra að spila í vindinum, taka réttar ákvarðanir, hægja á leiknum. Við hefðum vel getað sloppið inn í hálfleik einu marki undir og sett pressu í seinni hálfleik með vindinn í bakið. Það eru bara smáatriði sem við þurfum að bæta og ungu leikmennirnir skilja það, þess vegna er ég svo stoltur af þeim. Þær kvarta aldrei eða kveina og keyra bara áfram af fullum krafti.“ Fjórir leikir framundan Fjórir leikir eru framundan og engar líkur á titli en tækifæri fyrir liðið að láta reyna enn betur á leikplanið. Hvaða markmið hefur þjálfarinn sett fyrir lokahnykkinn? „Frábær spurning. Við vitum að við sækjum alltaf einhver stig og gætum jafnvel skotið stóru stelpunum skelk í bringu. Reyna bara að ná sem mestu út úr þessum leikjum, prófa nýja hluti og gefa leikmönnum góðan endi á tímabilinu svo þær geti gengið stoltar frá með bros á vör,“ sagði John að lokum. Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira
Þetta er í annað sinn í vikunni se liðin mætast og niðurstaðan sú sama í bæði skipti. Víkingar voru undir nær allan leikinn í kvöld en héldu áfram að sækja og reyna uppspil sem Breiðablik virtist löngu búið að lesa. „Það er bara karakterinn í okkar liði að reyna alltaf að skora. Við skildum eftir opnanir baka til en ég er ótrúlega stoltur af stelpunum. Tvær fjórtán ára [Anika Jóna Jónsdóttir og Arna Ísold Stefánsdóttir] líka sem koma inn á og standa sig með prýði, frábært að geta gefið þeim mínútur í Bestu deildinni.“ Næsta skrefið John hélt áfram að tala um hvað hann væri stoltur af liðinu fyrir að halda sig við leikplanið og reyna að sækja. „Við hvetjum leikmenn til að spila boltanum. Við gáfum mörk með tveimur slökum sendingum, en leikmennirnir sem gáfu þessar sendingar sýndu líka frábæran varnarleik. Við erum alltaf að tala um að taka næsta skref og svo framvegis. Þetta er næsta skref, að læra að spila í vindinum, taka réttar ákvarðanir, hægja á leiknum. Við hefðum vel getað sloppið inn í hálfleik einu marki undir og sett pressu í seinni hálfleik með vindinn í bakið. Það eru bara smáatriði sem við þurfum að bæta og ungu leikmennirnir skilja það, þess vegna er ég svo stoltur af þeim. Þær kvarta aldrei eða kveina og keyra bara áfram af fullum krafti.“ Fjórir leikir framundan Fjórir leikir eru framundan og engar líkur á titli en tækifæri fyrir liðið að láta reyna enn betur á leikplanið. Hvaða markmið hefur þjálfarinn sett fyrir lokahnykkinn? „Frábær spurning. Við vitum að við sækjum alltaf einhver stig og gætum jafnvel skotið stóru stelpunum skelk í bringu. Reyna bara að ná sem mestu út úr þessum leikjum, prófa nýja hluti og gefa leikmönnum góðan endi á tímabilinu svo þær geti gengið stoltar frá með bros á vör,“ sagði John að lokum.
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira