Fimmtán ára handtekinn í tengslum við stunguárásina í Solingen Eiður Þór Árnason skrifar 24. ágúst 2024 13:01 Lögreglubílar í miðborg Solingen snemma í morgun. DPA/Christoph Reichwein Fimmtán ára ungmenni hefur verið handtekið af þýsku lögreglunni í tengslum við hnífaárás í borginni Solingen í gærkvöldi þar sem þrír létust og átta særðust, þar af fjórir mjög alvarlega. Lögreglan segist enn ekki vita hvað lá að baki árásinni og útilokar ekki að hún teljist hryðjuverk. Þetta kom fram á blaðamannafundi í dag en lögreglan vinnur að því að staðfesta hvort einstaklingurinn tengist ódæðinu. Hin látnu eru tveir karlmenn á aldrinum 67 og 57 ára og 56 ára kona en lögreglan segir að fjórir séu enn í lífshættu. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá handtökunni og segir hana hafa átt sér stað í morgun eftir að tvær konur tilkynntu lögreglu að þær hafi heyrt samræður unglingsins við annan einstakling um árásina. Þýski miðilinn DW hefur eftir saksóknara að hann sé talinn hafa rætt við grunaðan árásarmann um mögulegar ástæður fyrir árásinni. Lögreglan kveðst hafa fundið fleiri en einn hníf og reyni nú að meta hvort einn þeirra hafi verið notaður í árásinni. Engin tengsl virðist vera milli árásarmannsins og fórnarlambanna. Umfangsmikil leit hefur staðið yfir að árásarmanninum síðan í gær og náði hún út fyrir borgarmörkin. Lögregla hefur áður greint frá því að skortur á upplýsingum um útlit hans hafi hindrað leitina. Einn er nú í haldi lögreglu vegna málsins en hún er enn sögð reyna að komast að því hver framdi árásina. Reynt að skera háls fólks „Á sama tíma standa yfir ýmsar lögregluaðgerðir, þar á meðal leit á ýmsum stöðum,“ segir í fyrri yfirlýsingu frá lögreglu. Leit að öðrum aðilum sem gætu mögulega átt aðild að árásinni sé enn í gangi sem og rannsókn á því hvað árásarmanninum gekk til. Lögregluyfirvöld höfðu áður gefið út að þau töldu árásarmanninn vera karlmann sem var einn að verki. Þá hafi hann vísvitandi reynt að skera háls fórnarlamba. Árásin varð gerð á Fronhof-torgi í miðbænum á afmælishátíð Solingen í vestanverðu Þýskalandi um klukkan 21:45 að staðartíma í gærkvöldi fyrir framan tónleikasvið. Hátíðin þar sem árásin fór fram er kennd við mannlegan fjölbreytileika og ætlað að fagna 650 ára afmæli borgarinnar með tónlistarviðburðum, kabarett og loftfimleikum. Frekari viðburðum hefur nú verið aflýst. Um 150 þúsund manns búa í Solingen en borgin er staðsett milli Düsseldorf og Köln. Fréttin var uppfærð klukkan 14:26 í kjölfar blaðamannafundar þýsku lögreglunnar.. Þýskaland Erlend sakamál Tengdar fréttir Lögregla veit lítið um stungumanninn sem gengur enn laus Lögregla leitar enn árásarmanns sem stakk þrjá til bana og særði að minnst átta á götuhátíð í þýsku borginni Solingen. Lögregla hefur litlar upplýsingar um brotamanninn sem talið er að hafi stungið fólk af handahófi. 24. ágúst 2024 09:22 Fólk stungið til bana á borgarhátíð í Þýskalandi Þrír eru látnir og fjórir alvarlega særðir eftir að maður stakk fólk handahófskennt á borgarhátíð í Solingen í Þýskalandi í kvöld. Árásarmaðurinn er óþekktur og gengur enn laus. 23. ágúst 2024 22:02 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Lögreglan segist enn ekki vita hvað lá að baki árásinni og útilokar ekki að hún teljist hryðjuverk. Þetta kom fram á blaðamannafundi í dag en lögreglan vinnur að því að staðfesta hvort einstaklingurinn tengist ódæðinu. Hin látnu eru tveir karlmenn á aldrinum 67 og 57 ára og 56 ára kona en lögreglan segir að fjórir séu enn í lífshættu. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá handtökunni og segir hana hafa átt sér stað í morgun eftir að tvær konur tilkynntu lögreglu að þær hafi heyrt samræður unglingsins við annan einstakling um árásina. Þýski miðilinn DW hefur eftir saksóknara að hann sé talinn hafa rætt við grunaðan árásarmann um mögulegar ástæður fyrir árásinni. Lögreglan kveðst hafa fundið fleiri en einn hníf og reyni nú að meta hvort einn þeirra hafi verið notaður í árásinni. Engin tengsl virðist vera milli árásarmannsins og fórnarlambanna. Umfangsmikil leit hefur staðið yfir að árásarmanninum síðan í gær og náði hún út fyrir borgarmörkin. Lögregla hefur áður greint frá því að skortur á upplýsingum um útlit hans hafi hindrað leitina. Einn er nú í haldi lögreglu vegna málsins en hún er enn sögð reyna að komast að því hver framdi árásina. Reynt að skera háls fólks „Á sama tíma standa yfir ýmsar lögregluaðgerðir, þar á meðal leit á ýmsum stöðum,“ segir í fyrri yfirlýsingu frá lögreglu. Leit að öðrum aðilum sem gætu mögulega átt aðild að árásinni sé enn í gangi sem og rannsókn á því hvað árásarmanninum gekk til. Lögregluyfirvöld höfðu áður gefið út að þau töldu árásarmanninn vera karlmann sem var einn að verki. Þá hafi hann vísvitandi reynt að skera háls fórnarlamba. Árásin varð gerð á Fronhof-torgi í miðbænum á afmælishátíð Solingen í vestanverðu Þýskalandi um klukkan 21:45 að staðartíma í gærkvöldi fyrir framan tónleikasvið. Hátíðin þar sem árásin fór fram er kennd við mannlegan fjölbreytileika og ætlað að fagna 650 ára afmæli borgarinnar með tónlistarviðburðum, kabarett og loftfimleikum. Frekari viðburðum hefur nú verið aflýst. Um 150 þúsund manns búa í Solingen en borgin er staðsett milli Düsseldorf og Köln. Fréttin var uppfærð klukkan 14:26 í kjölfar blaðamannafundar þýsku lögreglunnar..
Þýskaland Erlend sakamál Tengdar fréttir Lögregla veit lítið um stungumanninn sem gengur enn laus Lögregla leitar enn árásarmanns sem stakk þrjá til bana og særði að minnst átta á götuhátíð í þýsku borginni Solingen. Lögregla hefur litlar upplýsingar um brotamanninn sem talið er að hafi stungið fólk af handahófi. 24. ágúst 2024 09:22 Fólk stungið til bana á borgarhátíð í Þýskalandi Þrír eru látnir og fjórir alvarlega særðir eftir að maður stakk fólk handahófskennt á borgarhátíð í Solingen í Þýskalandi í kvöld. Árásarmaðurinn er óþekktur og gengur enn laus. 23. ágúst 2024 22:02 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Lögregla veit lítið um stungumanninn sem gengur enn laus Lögregla leitar enn árásarmanns sem stakk þrjá til bana og særði að minnst átta á götuhátíð í þýsku borginni Solingen. Lögregla hefur litlar upplýsingar um brotamanninn sem talið er að hafi stungið fólk af handahófi. 24. ágúst 2024 09:22
Fólk stungið til bana á borgarhátíð í Þýskalandi Þrír eru látnir og fjórir alvarlega særðir eftir að maður stakk fólk handahófskennt á borgarhátíð í Solingen í Þýskalandi í kvöld. Árásarmaðurinn er óþekktur og gengur enn laus. 23. ágúst 2024 22:02
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent