„Ekki verið neitt sérstakt mál“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. ágúst 2024 12:02 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR. Vísir/Arnar Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, segir leikmenn liðsins hafa leitt hjá sér reikistefnu í kringum leik kvöldsins við HK í Bestu deild karla. Leikurinn fer fram eftir endanlega niðurstöðu áfrýjunardómstóls KSÍ í morgun. Leikurinn átti upprunalega að fara fram fyrir tveimur vikum síðan en aðstæður í Kórnum buðu ekki upp á það. Úr varð mikið mál og KR-ingar kröfðust 3-0 sigurs sökum þess að HK, sem framkvæmdaraðili leiks, gat ekki boðið upp á leikhæfan völl. Kæru KR hefur nú verið hafnað af bæði aga- og úrskurðarnefnd KSÍ sem og áfrýjunardómstóli sambandsins. Leikurinn fer því fram í Kórnum klukkan 20:00 í kvöld. Óskar segir leikmenn og þjálfara ekki hafa látið málið trufla sig. „Það hefur ekki verið neitt sérstakt mál, við höfum svo sem bara einbeitt okkur að þessum leik sem fram fer í kvöld. Við höfum látið þá sem eru að vinna í þessu máli fá frið til að vinna í því. Það hefur ekki verið neitt vesen,“ segir Óskar. Þetta hefur engin áhrif haft á undirbúning? „Bara alls ekki, ekki á nokkurn hátt.“ Ástbjörn og Birgir snúa aftur KR-ingar töpuðu fyrsta leik undir stjórn Óskars Hrafns sem aðalþjálfara fyrir Vestra í botnbaráttuslag á Ísafirði síðustu helgi. Þar fór Gyrðir Hrafn Guðbrandsson meiddur af velli í hálfleik og þurfti að leita á sjúkrahúsið á Ísafirði vegna ótta um fótbrot. Það fór betur en áhorfðist en hann er þó frá, líkt og þeir Stefán Árni Geirsson og Guðmundur Andri Tryggvason. Ástbjörn Þórðarson og Birgir Steinn Styrmisson, sem hafa verið frá að undanförnu, koma hins vegar inn í leikmannahóp KR í kvöld. „Staðan á hópnum er bara fín. Gyrðir er allur að koma til en er ekki klár. Það er eitthvað aðeins í Guðmund Andra og Stefán Árna. Annars eru allir klárir. ÁStbjörn er að verða klár og Birgir Steinn er að koma til baka eftir heilahristing. Þeir verða báðir í hóp í kvöld,“ segir Óskar Hrafn. Mikilvægt að ná í úrslit Eftir tap síðustu helgar, og sigur Fylkis á HK, jafnaðist staðan á botninum til muna. KR er með 18 stig í níunda sæti, Vestri með 17 í því tíunda, Fylkir fór upp í það ellefta með 16 stig en HK er með 14 á botninum. Engum dylst því mikilvægi leiks kvöldsins. „Hann er auðvitað mikilvægur fyrir tvær sakir. Ég hef sagt það áður og sagði eftir leikinn á móti Vestra að stóru leyti var sá leikur flottur af okkar hálfu. Margir mjög góðir hlutir sem við sáum þar og við þurfum að halda áfram að bæta okkur í því sem við erum að gera,“ segir Óskar Hrafn. „En það er ekkert hægt að draga fjöður yfir það að það er mikilvægt að ná í góð úrslit. En fyrst og fremst þurfum við að einbeita okkur að því sem við höfum stjórnað. Sem er frammistaðan okkar inni á vellinum, bæði með bolta og án hans,“ „Það verður það mikilvægasta. Það eru margir hlutir sem geta haft áhrif á úrslit og við höfum ekki stjórn á þeim öllum. Við höfum stjórn frammistöðunni og ég held að það sé það sem við þurfum að einblína á í þeim leikjum sem eftir eru,“ segir Óskar Hrafn. Leikur HK og KR er klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Besta deild karla KR HK Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Sjá meira
Leikurinn átti upprunalega að fara fram fyrir tveimur vikum síðan en aðstæður í Kórnum buðu ekki upp á það. Úr varð mikið mál og KR-ingar kröfðust 3-0 sigurs sökum þess að HK, sem framkvæmdaraðili leiks, gat ekki boðið upp á leikhæfan völl. Kæru KR hefur nú verið hafnað af bæði aga- og úrskurðarnefnd KSÍ sem og áfrýjunardómstóli sambandsins. Leikurinn fer því fram í Kórnum klukkan 20:00 í kvöld. Óskar segir leikmenn og þjálfara ekki hafa látið málið trufla sig. „Það hefur ekki verið neitt sérstakt mál, við höfum svo sem bara einbeitt okkur að þessum leik sem fram fer í kvöld. Við höfum látið þá sem eru að vinna í þessu máli fá frið til að vinna í því. Það hefur ekki verið neitt vesen,“ segir Óskar. Þetta hefur engin áhrif haft á undirbúning? „Bara alls ekki, ekki á nokkurn hátt.“ Ástbjörn og Birgir snúa aftur KR-ingar töpuðu fyrsta leik undir stjórn Óskars Hrafns sem aðalþjálfara fyrir Vestra í botnbaráttuslag á Ísafirði síðustu helgi. Þar fór Gyrðir Hrafn Guðbrandsson meiddur af velli í hálfleik og þurfti að leita á sjúkrahúsið á Ísafirði vegna ótta um fótbrot. Það fór betur en áhorfðist en hann er þó frá, líkt og þeir Stefán Árni Geirsson og Guðmundur Andri Tryggvason. Ástbjörn Þórðarson og Birgir Steinn Styrmisson, sem hafa verið frá að undanförnu, koma hins vegar inn í leikmannahóp KR í kvöld. „Staðan á hópnum er bara fín. Gyrðir er allur að koma til en er ekki klár. Það er eitthvað aðeins í Guðmund Andra og Stefán Árna. Annars eru allir klárir. ÁStbjörn er að verða klár og Birgir Steinn er að koma til baka eftir heilahristing. Þeir verða báðir í hóp í kvöld,“ segir Óskar Hrafn. Mikilvægt að ná í úrslit Eftir tap síðustu helgar, og sigur Fylkis á HK, jafnaðist staðan á botninum til muna. KR er með 18 stig í níunda sæti, Vestri með 17 í því tíunda, Fylkir fór upp í það ellefta með 16 stig en HK er með 14 á botninum. Engum dylst því mikilvægi leiks kvöldsins. „Hann er auðvitað mikilvægur fyrir tvær sakir. Ég hef sagt það áður og sagði eftir leikinn á móti Vestra að stóru leyti var sá leikur flottur af okkar hálfu. Margir mjög góðir hlutir sem við sáum þar og við þurfum að halda áfram að bæta okkur í því sem við erum að gera,“ segir Óskar Hrafn. „En það er ekkert hægt að draga fjöður yfir það að það er mikilvægt að ná í góð úrslit. En fyrst og fremst þurfum við að einbeita okkur að því sem við höfum stjórnað. Sem er frammistaðan okkar inni á vellinum, bæði með bolta og án hans,“ „Það verður það mikilvægasta. Það eru margir hlutir sem geta haft áhrif á úrslit og við höfum ekki stjórn á þeim öllum. Við höfum stjórn frammistöðunni og ég held að það sé það sem við þurfum að einblína á í þeim leikjum sem eftir eru,“ segir Óskar Hrafn. Leikur HK og KR er klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5.
Besta deild karla KR HK Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Sjá meira