Kennedy íhugar að hætta og styðja Trump í staðinn Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2024 11:35 Robert F. Kennedy yngri var lengi þekktur fyrir baráttu sína fyrir umhverfismálum. Í seinni tíð er hann aðallega þekktur fyrir samsæriskenningar um bóluefni. AP/Hans Pennink Varaforsetaefni Roberts F. Kennedy yngri, óháðs frambjóðanda til forseta Bandaríkjanna, segir að hann íhugi að draga framboð sitt til baka og lýsa yfir stuðningi við Donald Trump. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá Kennedy að undanförnu. Nicole Shanahan, varaforsetaefni Kennedy, sagði að viðtali sem birtist í gær að hætta væri á að þau Kennedy tækju atkvæði frá Trump og færðu Kamölu Harris, frambjóðanda demókrata, sigurinn í kosningunum í nóvember. „Eða við hættum núna og göngum til liðs við Donald Trump,“ sagði Shanahan. Kennedy, sem er bróðursonur Johns F. Kennedy heitins, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, bauð sig upphaflega fram í forvali demókrata en gerðist síðan óháður frambjóðandi. Hann mældist framan af með þokkanlegan stuðning í könnunum fyrir óháðan frambjóðanda. Verulega hefur fjarað undan honum, ekki síst eftir að Harris varð frambjóðandi demókrata í stað Joes Biden forseta. Falast eftir áhrifastöðum hjá báðum frambjóðendum Undanfarið hafa borist fréttir af því að Kennedy hafi sóst eftir ráðherra- eða áhrifastöðum í ríkisstjórn bæði Trump og Harris. Framboð Harris vísaði honum frá. Trump sagði aftur á móti CNN-sjónvarpsstöðinni í gær að hann væri opinn fyrir því að fá Kennedy hlutverk í ríkisstjórn lýsti hann stuðningi við sig. „Hann er bráðsnjall náungi. Hann er mjög gáfaður gaur. Ég hef þekkt hann mjög lengi. Ég vissi ekki að hann væri að hugsa um að hætta en ef hann er að hugsa um að hætta væri æeg sannarlega opinn fyrir því,“ sagði Trump. Kennedy sagðist tilbúinn að ræða við leiðtoga hvors flokksins sem er til þess að koma stefnumálum hans á framfæri. Frambjóðandinn hefur átt erfitt með að komast á kjörseðilinn alls staðar. Hann gæti þó náð í nógu mörg atkvæði til þess að hafa áhrif á úrslit forsetakosninganna í lykilríkjum þar sem mjótt er á munum á milli Trump og Harris. Hvert furðumálið hefur rekið annað hjá Kennedy í kosningabaráttunni. Hann hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni sem hann hefur ekki neitað. Sjálfur upplýsti hann að ormar hefðu fundist í heila hans. Þá var greint frá því á dögunum að Kennedy hefði skilið eftir bjarnarhræ í Miðgarði í New York og reynt að láta líta út eins og hjólreiðamaður hefði rekist á bjarnarhún þar árið 2014. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Kennedy-fjölskyldan lýsir yfir stuðningi við Biden Að minnsta kosti fimmtán manns úr Kennedy-fjölskyldunni lýstu yfir stuðningi við Joe Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í dag. Það gerðu þeir þrátt fyrir að Robert F. Kennedy yngri sé í framboði. 18. apríl 2024 23:51 Kennedy biðst afsökunar á Super Bowl-auglýsingu Robert F. Kennedy yngri hefur beðið fjölskyldu sína afsökunar á auglýsingu tengdri framboði hans til forseta Bandaríkjanna. Hluti af auglýsingu hans fór í að sýna andlit frænda hans heitins, John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. 12. febrúar 2024 16:10 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Nicole Shanahan, varaforsetaefni Kennedy, sagði að viðtali sem birtist í gær að hætta væri á að þau Kennedy tækju atkvæði frá Trump og færðu Kamölu Harris, frambjóðanda demókrata, sigurinn í kosningunum í nóvember. „Eða við hættum núna og göngum til liðs við Donald Trump,“ sagði Shanahan. Kennedy, sem er bróðursonur Johns F. Kennedy heitins, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, bauð sig upphaflega fram í forvali demókrata en gerðist síðan óháður frambjóðandi. Hann mældist framan af með þokkanlegan stuðning í könnunum fyrir óháðan frambjóðanda. Verulega hefur fjarað undan honum, ekki síst eftir að Harris varð frambjóðandi demókrata í stað Joes Biden forseta. Falast eftir áhrifastöðum hjá báðum frambjóðendum Undanfarið hafa borist fréttir af því að Kennedy hafi sóst eftir ráðherra- eða áhrifastöðum í ríkisstjórn bæði Trump og Harris. Framboð Harris vísaði honum frá. Trump sagði aftur á móti CNN-sjónvarpsstöðinni í gær að hann væri opinn fyrir því að fá Kennedy hlutverk í ríkisstjórn lýsti hann stuðningi við sig. „Hann er bráðsnjall náungi. Hann er mjög gáfaður gaur. Ég hef þekkt hann mjög lengi. Ég vissi ekki að hann væri að hugsa um að hætta en ef hann er að hugsa um að hætta væri æeg sannarlega opinn fyrir því,“ sagði Trump. Kennedy sagðist tilbúinn að ræða við leiðtoga hvors flokksins sem er til þess að koma stefnumálum hans á framfæri. Frambjóðandinn hefur átt erfitt með að komast á kjörseðilinn alls staðar. Hann gæti þó náð í nógu mörg atkvæði til þess að hafa áhrif á úrslit forsetakosninganna í lykilríkjum þar sem mjótt er á munum á milli Trump og Harris. Hvert furðumálið hefur rekið annað hjá Kennedy í kosningabaráttunni. Hann hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni sem hann hefur ekki neitað. Sjálfur upplýsti hann að ormar hefðu fundist í heila hans. Þá var greint frá því á dögunum að Kennedy hefði skilið eftir bjarnarhræ í Miðgarði í New York og reynt að láta líta út eins og hjólreiðamaður hefði rekist á bjarnarhún þar árið 2014.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Kennedy-fjölskyldan lýsir yfir stuðningi við Biden Að minnsta kosti fimmtán manns úr Kennedy-fjölskyldunni lýstu yfir stuðningi við Joe Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í dag. Það gerðu þeir þrátt fyrir að Robert F. Kennedy yngri sé í framboði. 18. apríl 2024 23:51 Kennedy biðst afsökunar á Super Bowl-auglýsingu Robert F. Kennedy yngri hefur beðið fjölskyldu sína afsökunar á auglýsingu tengdri framboði hans til forseta Bandaríkjanna. Hluti af auglýsingu hans fór í að sýna andlit frænda hans heitins, John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. 12. febrúar 2024 16:10 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Kennedy-fjölskyldan lýsir yfir stuðningi við Biden Að minnsta kosti fimmtán manns úr Kennedy-fjölskyldunni lýstu yfir stuðningi við Joe Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í dag. Það gerðu þeir þrátt fyrir að Robert F. Kennedy yngri sé í framboði. 18. apríl 2024 23:51
Kennedy biðst afsökunar á Super Bowl-auglýsingu Robert F. Kennedy yngri hefur beðið fjölskyldu sína afsökunar á auglýsingu tengdri framboði hans til forseta Bandaríkjanna. Hluti af auglýsingu hans fór í að sýna andlit frænda hans heitins, John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. 12. febrúar 2024 16:10