Kennedy yngri losaði sig við bjarnarhúnshræ í Central Park Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. ágúst 2024 19:22 Robert F. Kennedy yngri. getty Bandaríski forsetaframbjóðandinn Robert F. Kennedy yngri viðurkennir í myndbandi á X að hafa losað sig við bjarnarhúnshræ í almenningsgarðinum Central Park í New York fyrir tíu árum síðan. Atvikið vakti mikla athygli og furðu á sínum tíma. Kennedy virðist hafa birt umrætt myndband til þess að vera á undan fjölmiðlinum New Yorker til að greina frá málinu. New Yorker birti frétt um málið í dag þar sem haft er eftir ónefndum heimildamanni að Kennedy hafi staðið að verknaðinum. Í grein New Yorker birtist sömuleiðis mynd af Kennedy þar sem hann lætur eins og bjarnarhúnninn hafi bitið hönd hans. Looking forward to seeing how you spin this one, @NewYorker… pic.twitter.com/G13taEGzba— Robert F. Kennedy Jr (@RobertKennedyJr) August 4, 2024 Bæði Kennedy og New Yorker ber saman um forsögu málsins. Kennedy hafi verið að keyra á eftir konu sem keyrði óvart á bjarnarhún, á vegi skammt undan New York. Hann hafi fengið að geyma dýrið í skottinu með það í hyggju að húðfletta það og borða kjötið. Kennedy hafi haldið í samkvæmi lengra frá borginni og ekki komist heim með dýrið í tæka tíð. Þegar hann loks sneri aftur til New York hafi hann þurft að koma sér í flug og því þurft að losa sig við hræið. Þá hafi honum dottið í hug, vegna fjölda hjólaslysa í borginni árið 2014, að láta líta út fyrir að hjólreiðamaður hafi keyrt niður björninn. „Þannig við gerðum það og héldum að það yrði fyndið fyrir hvern þann sem myndi finna það, eða eitthvað. Næsta dag var þetta á hverri einustu sjónvarpsstöð. Þetta var á hverri forsíðu og þegar ég kveiki á sjónvarpinu er allt út í gulum borðum og tuttugu lögreglubílar, þyrlur á lofti og ég hugsa með mér, „guð minn góður, hvað hef ég gert?“ Sá sem fann bjarnarhræið var kona í göngu með hund sinn. Samkvæmt frétt NY Times um málið frá árinu 2014 hafði það verið skilið eftir undir runna ásamt yfirgefnu reiðhjóli. Blaðamaður NY Times, sem skrifaði fréttina Tatiana Schlossberg, er barnabarn John F Kennedy fyrrverandi Bandaríkjaforseta og því tengd Robert fjölskylduböndum. Hún hefur ekki svarað fyrirspurn Breska ríkisútvarpsins um málið. „Verður neikvæð frétt“ Í myndbandinu minnist Kennedy á að blaðamaður frá New Yorker hafi haft samband við sig, sem virðist einnig ástæða þess að hann greinir fyrst frá atvikinu. „Sem betur fer dó fréttin eftir smá, og hún var dauð í um áratug. New Yorker komst einhvern veginn að þessu og munu gera stóra frétt úr þessu. Þeir spurðu mig út í þetta. Þetta verður neikvæð frétt,“ sagði Kennedy hlæjandi í myndbandinu. Framboð Kennedy mátti ekki við neikvæðum fréttum í ljósi þess að honum hefur gengið verr í skoðanakönnunum frá því að Kamala Harris bauð sig fram fyrir Demókrataflokkinn. Þá hefur áheitum farið fækkandi. Hann býður sig fram sem óháður frambjóðandi og virðist samt sem áður hvergi af baki dottinn. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Nær dauða en lífi á bráðamóttökunni Innlent Stal verðmætum fyrir 6,3 milljónir á tveimur árum Innlent Efast um núverandi forystusveit Sjálfstæðisflokksins Innlent Sáu skefti sem reyndist vera af gasskammbyssu Innlent „Faðir þinn byrlaði mér til að nauðga mér með ókunnugum“ Erlent Varaforseti Bush yngri ætlar að kjósa Harris Erlent Þrjár líkamsárásir á Ljósanótt Innlent Söluhagnaður af ólöglegri sjónvarpssölu eldsneyti glæpahópa Innlent Dæmi um að börn komi heim með vopn úr sólarlandaferðum Innlent Aukinn úrtölutónn í umræðum um loftslagsvá Innlent Fleiri fréttir „Faðir þinn byrlaði mér til að nauðga mér með ókunnugum“ Varaforseti Bush yngri ætlar að kjósa Harris Skutu bandarískan aðgerðasinna til bana á Vesturbakkanum Refsing Trump í þagnargreiðslumáli ákveðin eftir kosningar Bæjaryfirvöld á Ítalíu í stríði við íbúa frá Bangladess Sumarið það hlýjasta frá upphafi Ljóst hverjir verða á nýjum dönskum peningaseðlum Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ Stjórnvöld í Kína banna ættleiðingar frá landinu Gaf syni sínum byssu þrátt fyrir hótanir um skotárás Fjöldi grunnskólabarna lést í eldsvoða Hunter Biden breytir afstöðu í skattsvikamáli Danska lögreglan má nú nota andlitsgreiningu Rúmar fimmtíu milljónir á mánuði fyrir Rússaáróður Barnier nýr forsætisráðherra Frakklands „Þeir komu fram við mig eins og tuskudúkku“ Skutu vopnaðan mann til bana í München Enn ein „lokatilraun“: Samkomulag sagt stranda á tveimur atriðum Segja yfirburði Bandaríkjanna ógn við stöðugleika í heiminum Samfélagið í sjokki en lífið gengur samt sinn vanagang Utanríkismálin meira áberandi og Pennsylvanía í brennidepli Minnst fjórir látnir eftir skotárás í menntaskóla Utanríkisráðherra Svíþjóðar hættir Skipstjóri rekinn eftir vandræðalega myndatöku Segja Hvaldimír hafa verið skotinn Óheiðarlegum verktaka og stefnuleysi stjórnvalda um að kenna Stærsta aðgerð gegn ISIS í Írak í nokkur ár Játar að hafa leyft tugum karla að nauðga konu sinni Ákæra leiðtoga Hamas vegna árásanna 7. október Sjö látnir í árásum Rússa á Lviv og utanríkisráðherrann að hætta Sjá meira
Kennedy virðist hafa birt umrætt myndband til þess að vera á undan fjölmiðlinum New Yorker til að greina frá málinu. New Yorker birti frétt um málið í dag þar sem haft er eftir ónefndum heimildamanni að Kennedy hafi staðið að verknaðinum. Í grein New Yorker birtist sömuleiðis mynd af Kennedy þar sem hann lætur eins og bjarnarhúnninn hafi bitið hönd hans. Looking forward to seeing how you spin this one, @NewYorker… pic.twitter.com/G13taEGzba— Robert F. Kennedy Jr (@RobertKennedyJr) August 4, 2024 Bæði Kennedy og New Yorker ber saman um forsögu málsins. Kennedy hafi verið að keyra á eftir konu sem keyrði óvart á bjarnarhún, á vegi skammt undan New York. Hann hafi fengið að geyma dýrið í skottinu með það í hyggju að húðfletta það og borða kjötið. Kennedy hafi haldið í samkvæmi lengra frá borginni og ekki komist heim með dýrið í tæka tíð. Þegar hann loks sneri aftur til New York hafi hann þurft að koma sér í flug og því þurft að losa sig við hræið. Þá hafi honum dottið í hug, vegna fjölda hjólaslysa í borginni árið 2014, að láta líta út fyrir að hjólreiðamaður hafi keyrt niður björninn. „Þannig við gerðum það og héldum að það yrði fyndið fyrir hvern þann sem myndi finna það, eða eitthvað. Næsta dag var þetta á hverri einustu sjónvarpsstöð. Þetta var á hverri forsíðu og þegar ég kveiki á sjónvarpinu er allt út í gulum borðum og tuttugu lögreglubílar, þyrlur á lofti og ég hugsa með mér, „guð minn góður, hvað hef ég gert?“ Sá sem fann bjarnarhræið var kona í göngu með hund sinn. Samkvæmt frétt NY Times um málið frá árinu 2014 hafði það verið skilið eftir undir runna ásamt yfirgefnu reiðhjóli. Blaðamaður NY Times, sem skrifaði fréttina Tatiana Schlossberg, er barnabarn John F Kennedy fyrrverandi Bandaríkjaforseta og því tengd Robert fjölskylduböndum. Hún hefur ekki svarað fyrirspurn Breska ríkisútvarpsins um málið. „Verður neikvæð frétt“ Í myndbandinu minnist Kennedy á að blaðamaður frá New Yorker hafi haft samband við sig, sem virðist einnig ástæða þess að hann greinir fyrst frá atvikinu. „Sem betur fer dó fréttin eftir smá, og hún var dauð í um áratug. New Yorker komst einhvern veginn að þessu og munu gera stóra frétt úr þessu. Þeir spurðu mig út í þetta. Þetta verður neikvæð frétt,“ sagði Kennedy hlæjandi í myndbandinu. Framboð Kennedy mátti ekki við neikvæðum fréttum í ljósi þess að honum hefur gengið verr í skoðanakönnunum frá því að Kamala Harris bauð sig fram fyrir Demókrataflokkinn. Þá hefur áheitum farið fækkandi. Hann býður sig fram sem óháður frambjóðandi og virðist samt sem áður hvergi af baki dottinn.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Nær dauða en lífi á bráðamóttökunni Innlent Stal verðmætum fyrir 6,3 milljónir á tveimur árum Innlent Efast um núverandi forystusveit Sjálfstæðisflokksins Innlent Sáu skefti sem reyndist vera af gasskammbyssu Innlent „Faðir þinn byrlaði mér til að nauðga mér með ókunnugum“ Erlent Varaforseti Bush yngri ætlar að kjósa Harris Erlent Þrjár líkamsárásir á Ljósanótt Innlent Söluhagnaður af ólöglegri sjónvarpssölu eldsneyti glæpahópa Innlent Dæmi um að börn komi heim með vopn úr sólarlandaferðum Innlent Aukinn úrtölutónn í umræðum um loftslagsvá Innlent Fleiri fréttir „Faðir þinn byrlaði mér til að nauðga mér með ókunnugum“ Varaforseti Bush yngri ætlar að kjósa Harris Skutu bandarískan aðgerðasinna til bana á Vesturbakkanum Refsing Trump í þagnargreiðslumáli ákveðin eftir kosningar Bæjaryfirvöld á Ítalíu í stríði við íbúa frá Bangladess Sumarið það hlýjasta frá upphafi Ljóst hverjir verða á nýjum dönskum peningaseðlum Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ Stjórnvöld í Kína banna ættleiðingar frá landinu Gaf syni sínum byssu þrátt fyrir hótanir um skotárás Fjöldi grunnskólabarna lést í eldsvoða Hunter Biden breytir afstöðu í skattsvikamáli Danska lögreglan má nú nota andlitsgreiningu Rúmar fimmtíu milljónir á mánuði fyrir Rússaáróður Barnier nýr forsætisráðherra Frakklands „Þeir komu fram við mig eins og tuskudúkku“ Skutu vopnaðan mann til bana í München Enn ein „lokatilraun“: Samkomulag sagt stranda á tveimur atriðum Segja yfirburði Bandaríkjanna ógn við stöðugleika í heiminum Samfélagið í sjokki en lífið gengur samt sinn vanagang Utanríkismálin meira áberandi og Pennsylvanía í brennidepli Minnst fjórir látnir eftir skotárás í menntaskóla Utanríkisráðherra Svíþjóðar hættir Skipstjóri rekinn eftir vandræðalega myndatöku Segja Hvaldimír hafa verið skotinn Óheiðarlegum verktaka og stefnuleysi stjórnvalda um að kenna Stærsta aðgerð gegn ISIS í Írak í nokkur ár Játar að hafa leyft tugum karla að nauðga konu sinni Ákæra leiðtoga Hamas vegna árásanna 7. október Sjö látnir í árásum Rússa á Lviv og utanríkisráðherrann að hætta Sjá meira