Stúkan ræddi kæru KR-inga: „Mér finnst hún skandall og ekkert annað“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2024 10:01 KR og HK eru í harðri fallbaráttu og þurfa nauðsynlega stigin úr leiknum. Vísir/Diego KR og HK töpuðu bæði leikjum sínum í Bestu deild karla í fótbolta um helgina og eiga síðan að mætast á fimmtudagskvöldið. Svo gæti farið að sá leikur fari þó aldrei fram. Stúkan ræddi fallslaginn sem verður kannski aldrei spilaður. KR-ingar vilja að þeim verði dæmdur 3-0 sigur eftir að leikurinn gat ekki farið fram í Kórnum þótt að bæði liðin væru klár í slaginn. Ástæðan var brotið mark og að ekki tókst að finna nýtt mark í staðinn. Vildi frá viðbrögð „KR og HK eiga fjóra leiki eftir en það er stórt mál í gangi sem aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tekur fyrir á morgun [í dag],“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Stúkunnar, og vildi fá viðbrögð frá sérfræðingum sínum. „Ég held að allir séu sammála um það, fyrir utan KR-inga, að ef maður tekur tilfinningalegu hliðina á þetta þá vill maður bara sjá þá spila leikinn,“ sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar. „Vera bara menn, stíga upp og ekkert vera að kæra þetta. Mér finnst þetta vera hálfgert rugl að þeir séu að kæra. Spilum leikinn,“ sagði Baldur en hélt áfram: Þá skipta tilfinningar engu máli „Við erum með dómstóla af ástæðu. Í rauninni er staðan bara þannig: Það er bara verið að meta þetta út frá einhverjum lögum og þá skipta tilfinningar engu máli,“ sagði Baldur. „Ef hann kemst að því að það, að þeir hafi ekki leikhæft mark eða leikhæfan völl, þýði það að þeir eigi að tapa leiknum, þá er það bara þannig og er bara klúður hjá HK. Ég vona innilega að niðurstaðan verði sú að við fáum þennan leik. Þetta er frábær leikur og mikilvægasti leikur sumarsins fyrir bæði lið,“ sagði Baldur. Stolt KR bíður hnekki Atli Viðar Björnsson var enn harðorðari um kröfu KR-inga. „Mér finnst hún skandall og ekkert annað,“ sagði sérfræðingur Stúkunnar. „Þú segir að við séum með dómstóla til að skera út um svona sem er vissulega rétt. Dómstólarnir eru eru ekki kallaðir til nema af því að KR tekur þá ákvörðun að kæra. Fyrir mér bíður stolt KR pínulitla hnekki við þá ákvörðun að kæra þetta,“ sagði Atli en það má sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Umræða Stúkunnar um frestaðan leik HK og KR Besta deild karla Stúkan KR HK Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Sjá meira
KR-ingar vilja að þeim verði dæmdur 3-0 sigur eftir að leikurinn gat ekki farið fram í Kórnum þótt að bæði liðin væru klár í slaginn. Ástæðan var brotið mark og að ekki tókst að finna nýtt mark í staðinn. Vildi frá viðbrögð „KR og HK eiga fjóra leiki eftir en það er stórt mál í gangi sem aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tekur fyrir á morgun [í dag],“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Stúkunnar, og vildi fá viðbrögð frá sérfræðingum sínum. „Ég held að allir séu sammála um það, fyrir utan KR-inga, að ef maður tekur tilfinningalegu hliðina á þetta þá vill maður bara sjá þá spila leikinn,“ sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar. „Vera bara menn, stíga upp og ekkert vera að kæra þetta. Mér finnst þetta vera hálfgert rugl að þeir séu að kæra. Spilum leikinn,“ sagði Baldur en hélt áfram: Þá skipta tilfinningar engu máli „Við erum með dómstóla af ástæðu. Í rauninni er staðan bara þannig: Það er bara verið að meta þetta út frá einhverjum lögum og þá skipta tilfinningar engu máli,“ sagði Baldur. „Ef hann kemst að því að það, að þeir hafi ekki leikhæft mark eða leikhæfan völl, þýði það að þeir eigi að tapa leiknum, þá er það bara þannig og er bara klúður hjá HK. Ég vona innilega að niðurstaðan verði sú að við fáum þennan leik. Þetta er frábær leikur og mikilvægasti leikur sumarsins fyrir bæði lið,“ sagði Baldur. Stolt KR bíður hnekki Atli Viðar Björnsson var enn harðorðari um kröfu KR-inga. „Mér finnst hún skandall og ekkert annað,“ sagði sérfræðingur Stúkunnar. „Þú segir að við séum með dómstóla til að skera út um svona sem er vissulega rétt. Dómstólarnir eru eru ekki kallaðir til nema af því að KR tekur þá ákvörðun að kæra. Fyrir mér bíður stolt KR pínulitla hnekki við þá ákvörðun að kæra þetta,“ sagði Atli en það má sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Umræða Stúkunnar um frestaðan leik HK og KR
Besta deild karla Stúkan KR HK Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Sjá meira