„Ég hef aldrei séð annan eins viðbjóð“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 16. ágúst 2024 23:41 Strákarnir sem leigðu af Sæbjörgu héldu risastórt partí í bakgarðinum. Vísir Sæbjörg Snædal Logadóttir situr eftir með tjón upp á 530.000 krónur eftir að tíu strákar og vinir þeirra gengu berserksgang í húsi hennar á Þjóðhátíð. Öll garðhúsgögn hennar voru brotin, gólfið á baðherberginu bólgnað upp vegna bleytu, og óhreinar nærbuxur og sokkar voru úti um allt. „Ég er oft búin að leigja einhverjum yfir Þjóðhátíð, og ég vissi alveg að ég þyrfti að skúra og skipta um á rúmum sko, en þetta var bara eitthvað annað. Heimilið var bara ógeðslegt,“ segir Sæbjörg. Hún greinir frá því að bjórpollar hafi verið á víð og dreif um húsið, eldhúsplatan væri skemmd vegna bleytu sem og gólfið inni á baði, gardína ónýt, þakið væri beyglað og rusl, lummur, dósir væru á víð og dreif um húsið. Þá væru óhreinir sokkar og nærbuxur á hverju strái. Hún kveðst aldrei hafa lent í öðru eins. „Ég hugsaði bara vá mig langar bara að kveikja í húsinu.“ Óhreinir sokkar og nærbuxur voru um allt gólf.Vísir Dósir og bjórpollar út um allt.Vísir Fyrir viku síðan var greint frá því að hópur fólk sem samanstóð af hljómsveitinni Húbbabúbba og aðstandendum þeirra, hefði lagt heimili Skærings, sem þeir leigðu yfir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í rúst. Búið var að brjóta myndaramma og rúður, og heimilið undirlagt rusli og viðbjóði. Hann sagði að mesta óvirðingin hefði verið að þeir hafi ekki séð sóma sinn í að biðjast afsökunar. Húbbabúbba tróðu upp í risapartíi í garðinum Þeir sem leigðu hjá Sæbjörgu voru ekki þeir sömu og hjá Skæringi, en á myndum og myndböndum á samfélagsmiðlum má sjá Húbbabúbbamenn í partíi í húsinu hennar, þar sem þeir héldu tónleika. Sæbjörg segir að hún hafi leigt tíu strákum húsið, ekki þrjú hundruð. Einnig hafi húsið ekki verið leigt sem skemmtistaður.Vísir Á myndbandi má sjá risastórt garðpartí sem haldið var í garði Sæbjargar. Þar héldu Húbbabúbbamenn tónleika, sem og Prettyboitjokko. Vilja ekki borga allt tjónið Sæbjörg segir að tjónið hljóði upp á 530.000 krónur, en strákarnir vilji ekki borga meira en 216.000 krónur. Hún segir að samskipti við þá hafi gengið brösulega síðustu vikur. Þakið á kofa í garðinum er beyglað eftir partíið.Vísir Stólarnir brotnir og pallurinn þakinn klessum og viðbjóði.Vísir „Ég er búin að vera í viðræðum við þá, að láta þá borga. Þeir fara bara neðar og neðar,“ segir hún. Hún segist hafa talað við lögfræðing og að næsta skref sé að senda innheimtu beint í heimabankann hjá þeim hún hefur verið í samskiptum við. „Fyrir utan það er ég ekki einu sinni búin að fá afsökunarbeiðni,“ segir hún. Gólfið á baðinu bólgnaði upp vegna vatnsskemmda.Vísir Borðplatan í eldhúsinu skemmdist.Vísir Ætlar að senda þeim nærbuxurnar í pósti Sæbjörg segir hún hafi verið í heila viku að þrífa húsið. „Ég var að skúra í níunda skiptið eftir þetta í dag,“ segir hún. „Ég gat ekki boðið börnum mínum að vera hérna fyrst um sinn. Yngsti strákurinn minn var hjá pabba sínum, ég hefði aldrei getað boðið honum að vera hérna,“ segir hún, en yngsti sonur hennar er fjögurra ára. Hún kveðst aldrei hafa séð annan eins viðbjóð og þegar hún kom heim eftir hátíðina. „Ég er að tína upp naríur eftir einhvern annan, mér finnst það bara ógeðslegt. Ég tók þær upp og setti þær í ruslið. En ég ætla að taka þær aftur upp og senda þeim þær í pósti,“ segir hún. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
„Ég er oft búin að leigja einhverjum yfir Þjóðhátíð, og ég vissi alveg að ég þyrfti að skúra og skipta um á rúmum sko, en þetta var bara eitthvað annað. Heimilið var bara ógeðslegt,“ segir Sæbjörg. Hún greinir frá því að bjórpollar hafi verið á víð og dreif um húsið, eldhúsplatan væri skemmd vegna bleytu sem og gólfið inni á baði, gardína ónýt, þakið væri beyglað og rusl, lummur, dósir væru á víð og dreif um húsið. Þá væru óhreinir sokkar og nærbuxur á hverju strái. Hún kveðst aldrei hafa lent í öðru eins. „Ég hugsaði bara vá mig langar bara að kveikja í húsinu.“ Óhreinir sokkar og nærbuxur voru um allt gólf.Vísir Dósir og bjórpollar út um allt.Vísir Fyrir viku síðan var greint frá því að hópur fólk sem samanstóð af hljómsveitinni Húbbabúbba og aðstandendum þeirra, hefði lagt heimili Skærings, sem þeir leigðu yfir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í rúst. Búið var að brjóta myndaramma og rúður, og heimilið undirlagt rusli og viðbjóði. Hann sagði að mesta óvirðingin hefði verið að þeir hafi ekki séð sóma sinn í að biðjast afsökunar. Húbbabúbba tróðu upp í risapartíi í garðinum Þeir sem leigðu hjá Sæbjörgu voru ekki þeir sömu og hjá Skæringi, en á myndum og myndböndum á samfélagsmiðlum má sjá Húbbabúbbamenn í partíi í húsinu hennar, þar sem þeir héldu tónleika. Sæbjörg segir að hún hafi leigt tíu strákum húsið, ekki þrjú hundruð. Einnig hafi húsið ekki verið leigt sem skemmtistaður.Vísir Á myndbandi má sjá risastórt garðpartí sem haldið var í garði Sæbjargar. Þar héldu Húbbabúbbamenn tónleika, sem og Prettyboitjokko. Vilja ekki borga allt tjónið Sæbjörg segir að tjónið hljóði upp á 530.000 krónur, en strákarnir vilji ekki borga meira en 216.000 krónur. Hún segir að samskipti við þá hafi gengið brösulega síðustu vikur. Þakið á kofa í garðinum er beyglað eftir partíið.Vísir Stólarnir brotnir og pallurinn þakinn klessum og viðbjóði.Vísir „Ég er búin að vera í viðræðum við þá, að láta þá borga. Þeir fara bara neðar og neðar,“ segir hún. Hún segist hafa talað við lögfræðing og að næsta skref sé að senda innheimtu beint í heimabankann hjá þeim hún hefur verið í samskiptum við. „Fyrir utan það er ég ekki einu sinni búin að fá afsökunarbeiðni,“ segir hún. Gólfið á baðinu bólgnaði upp vegna vatnsskemmda.Vísir Borðplatan í eldhúsinu skemmdist.Vísir Ætlar að senda þeim nærbuxurnar í pósti Sæbjörg segir hún hafi verið í heila viku að þrífa húsið. „Ég var að skúra í níunda skiptið eftir þetta í dag,“ segir hún. „Ég gat ekki boðið börnum mínum að vera hérna fyrst um sinn. Yngsti strákurinn minn var hjá pabba sínum, ég hefði aldrei getað boðið honum að vera hérna,“ segir hún, en yngsti sonur hennar er fjögurra ára. Hún kveðst aldrei hafa séð annan eins viðbjóð og þegar hún kom heim eftir hátíðina. „Ég er að tína upp naríur eftir einhvern annan, mér finnst það bara ógeðslegt. Ég tók þær upp og setti þær í ruslið. En ég ætla að taka þær aftur upp og senda þeim þær í pósti,“ segir hún.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira