Heimilið algjörlega í rúst þegar þau komu heim eftir Þjóðhátíð Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. ágúst 2024 21:49 Aðkoman var ekki góð þegar Skæringur kom heim til sín eftir Þjóðhátíð. Vísir Skæringur Óli Þórarinsson lenti vægast sagt illa í því þegar hann leigði heimilið sitt í Vestmannaeyjum út yfir Þjóðhátíðarhelgina, en þegar hann kom heim á mánudeginum var heimilið gjörsamlega í rúst. Hann segist ekki hafa átt orð þegar hann kom heim til sín. „Ég ákvað að taka sénsinn og leigði hóp af tíu strákum sem ég þekkti ekkert heimili mitt og minnar fjölskyldu. Mér þótti auglýsingin þeirra koma vel fyrir og öll mín samskipti við þá báru þess merki að þetta væru fínustu strákar sem langaði að koma skemmta sér á Þjóðhátið,“ segir Skæringur. Um var að ræða hóp fólks sem samanstóð af hljómsveitinni HúbbaBúbba og aðstandendum þeirra. Allt brotið og bramlað Þegar Skæringur kom til baka var ljóst að ýmislegt hafði gengið á í húsinu hans. „Svona til að stikla á stóru var búið að brjóta nokkra myndaramma, veggklukku, einhver glös, rúðu í útidyrahurðinni, ljóskúpul, kertastjakar rifnir af veggjum, plata í einum eldhússkápnum brotin, öll gólf og gluggakistur undirlagðar af notuðum nikótínpokum, tuggðum tyggjóklessum, glerbrotum og almennu rusli,“ segir Skæringur. Hann segist þekkja fólk sem hefur leigt fólki sem bendlað er við undirheimana, og aðkoman eftir þá hafi verið mun snyrtilegri en hjá honum. Í myndbandinu hér að neðan má sjá hvernig aðkoman var að húsinu mánudaginn eftir Þjóðhátíð. Hann er ekki búinn að gera við allt sem þarf að gera við, en hann þurfti að fá utanaðkomandi fólk til að þrífa íbúðina, fimm manns. „Það tók sex klukkutíma að þrífa og ganga frá hér og við erum ennþá að rekast á glerbrot hér og þar annað slagið,“ segir Skæringur. Það sé ekki heppilegt að vera með sjö mánaða gamalt barn við þessar aðstæður. Hann segir að tjónið hafi verið upp á minnst 200.000 krónur, en strákarnir hafi prúttað sig niður í 150.000. „En það sem mér þótti mesta óvirðingin í þessu var að þeir sáu sér ekki sómann í því að biðjast afsökunar fyrr en búið var að fallast á þetta. Þá kom ein svona skítleg afsökunarbeiðni í blálokin,“ segir Skæringur. „Maður getur ekki ábyrgst það sem félagar manns gera á Þjóðhátíð“ Eyþór Aron Wöhler, leikmaður KR í knattspyrnu og einn af lykilfólkinu í samfélagsmiðlateymi forsetaframboðs Höllu Tómasdóttur, er meðlimur í hljómsveitinni HúbbaBúbba. Hann segir að málið sé misskilningur. „Ég þekki nú strákana sem voru að gista þarna en ég var ekki þarna. Þetta er leiðindamál og leiðinlegt að vera dreginn inn í þetta,“ segir Eyþór. Hann segist þekkja strákana og segir að hann hafi „rétt þeim tyggjó þarna á föstudaginn.“ Ekki fylgdu frekari útskýringar á þessum tyggjóummælum, en hljómsveit hans heitir eftir tyggjói og nýjasta lag hennar heitir „Miklu meira en bara tyggjó.“ „En þetta er náttúrulega bara misskilningur og málflutningur ekki réttur,“ segir Eyþór. Hann segist ekki geta tekið ábyrgð á því sem félagar hans gera á Þjóðhátíð, en það sé auðvitað leiðinlegt hvernig fór. Athygli Vísis hefur verið vakin á því eftir samtalið við Eyþór að á TikTok reikningi hljómsveitarinnar sést hann annars vegar hoppa niður af vegg fyrir utan húsið og í hinum sprengja konfettísprengju í innkeyrslunni. Umdeilt kosningamyndband Eyþór komst í fréttirnar fyrr í sumar vegna umtalaðs myndbands, þar sem hann kastar bíllyklum í unga konu og hrindir annarri. Hann var lykilmaður í samfélagsmiðlateymi forsetaframboðs Höllu Tómasdóttur og bjó til ótal myndbönd sem birtust á TikTok. Eyþór sagði að ekkert væri á bak við umrætt myndband annað en húmor og léttleiki. „Ekki einhver djúp pæling,“ sagði hann. Grínið hafi bara verið til að fá fólk til að kjósa. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
„Ég ákvað að taka sénsinn og leigði hóp af tíu strákum sem ég þekkti ekkert heimili mitt og minnar fjölskyldu. Mér þótti auglýsingin þeirra koma vel fyrir og öll mín samskipti við þá báru þess merki að þetta væru fínustu strákar sem langaði að koma skemmta sér á Þjóðhátið,“ segir Skæringur. Um var að ræða hóp fólks sem samanstóð af hljómsveitinni HúbbaBúbba og aðstandendum þeirra. Allt brotið og bramlað Þegar Skæringur kom til baka var ljóst að ýmislegt hafði gengið á í húsinu hans. „Svona til að stikla á stóru var búið að brjóta nokkra myndaramma, veggklukku, einhver glös, rúðu í útidyrahurðinni, ljóskúpul, kertastjakar rifnir af veggjum, plata í einum eldhússkápnum brotin, öll gólf og gluggakistur undirlagðar af notuðum nikótínpokum, tuggðum tyggjóklessum, glerbrotum og almennu rusli,“ segir Skæringur. Hann segist þekkja fólk sem hefur leigt fólki sem bendlað er við undirheimana, og aðkoman eftir þá hafi verið mun snyrtilegri en hjá honum. Í myndbandinu hér að neðan má sjá hvernig aðkoman var að húsinu mánudaginn eftir Þjóðhátíð. Hann er ekki búinn að gera við allt sem þarf að gera við, en hann þurfti að fá utanaðkomandi fólk til að þrífa íbúðina, fimm manns. „Það tók sex klukkutíma að þrífa og ganga frá hér og við erum ennþá að rekast á glerbrot hér og þar annað slagið,“ segir Skæringur. Það sé ekki heppilegt að vera með sjö mánaða gamalt barn við þessar aðstæður. Hann segir að tjónið hafi verið upp á minnst 200.000 krónur, en strákarnir hafi prúttað sig niður í 150.000. „En það sem mér þótti mesta óvirðingin í þessu var að þeir sáu sér ekki sómann í því að biðjast afsökunar fyrr en búið var að fallast á þetta. Þá kom ein svona skítleg afsökunarbeiðni í blálokin,“ segir Skæringur. „Maður getur ekki ábyrgst það sem félagar manns gera á Þjóðhátíð“ Eyþór Aron Wöhler, leikmaður KR í knattspyrnu og einn af lykilfólkinu í samfélagsmiðlateymi forsetaframboðs Höllu Tómasdóttur, er meðlimur í hljómsveitinni HúbbaBúbba. Hann segir að málið sé misskilningur. „Ég þekki nú strákana sem voru að gista þarna en ég var ekki þarna. Þetta er leiðindamál og leiðinlegt að vera dreginn inn í þetta,“ segir Eyþór. Hann segist þekkja strákana og segir að hann hafi „rétt þeim tyggjó þarna á föstudaginn.“ Ekki fylgdu frekari útskýringar á þessum tyggjóummælum, en hljómsveit hans heitir eftir tyggjói og nýjasta lag hennar heitir „Miklu meira en bara tyggjó.“ „En þetta er náttúrulega bara misskilningur og málflutningur ekki réttur,“ segir Eyþór. Hann segist ekki geta tekið ábyrgð á því sem félagar hans gera á Þjóðhátíð, en það sé auðvitað leiðinlegt hvernig fór. Athygli Vísis hefur verið vakin á því eftir samtalið við Eyþór að á TikTok reikningi hljómsveitarinnar sést hann annars vegar hoppa niður af vegg fyrir utan húsið og í hinum sprengja konfettísprengju í innkeyrslunni. Umdeilt kosningamyndband Eyþór komst í fréttirnar fyrr í sumar vegna umtalaðs myndbands, þar sem hann kastar bíllyklum í unga konu og hrindir annarri. Hann var lykilmaður í samfélagsmiðlateymi forsetaframboðs Höllu Tómasdóttur og bjó til ótal myndbönd sem birtust á TikTok. Eyþór sagði að ekkert væri á bak við umrætt myndband annað en húmor og léttleiki. „Ekki einhver djúp pæling,“ sagði hann. Grínið hafi bara verið til að fá fólk til að kjósa.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira