Hænuskrefi frá hálfum milljarði og gæfu fyrir íslenskan fótbolta Sindri Sverrisson skrifar 16. ágúst 2024 07:00 Víkingar unnu afar verðmætan sigur í kvöld og eru einu einvígi frá sjálfri riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. vísir/Diego Sigur Víkinga gegn Flora Tallinn í Eistlandi í gær var gríðarlega mikilvægur fyrir félagið og gæti einnig skipt sköpum fyrir önnur íslensk knattspyrnufélög. Víkingar unnu leikinn 2-1 og einvígi liðanna þar með 3-2, og komu sér þar með í umspilið um sæti í hinni nýju aðalkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Og Víkingar höfðu svo sannarlega heppnina með sér þegar dregið var í umspilið því þeir mæta þar Santa Coloma frá Andorra, sem tapaði einvígi sínu í undankeppni Evrópudeildarinnar 9-0 gegn lettneska liðinu Rigas FS. Blikar unnu andorrska liðið 5-1 fyrir tveimur árum. Með sigrinum í dag juku Víkingar verðlaunafé sitt úr Evrópuævintýri sumarsins um rúmlega 30 milljónir íslenskra króna. Heildarverðlaunafé þeirra er þar með komið í 256,5 milljónir, ef miðað er við að gengi evru sé 150 krónur. Þeir fá nefnilega 175.000 evrur fyrir hverja umferð sem þeir spila í (alls fjórar í undankeppnum) og 750.000 evrur ef þeir falla út í umspilinu gegn andorrska liðinu. Við það bætast 260.000 evrur til landsmeistara sem falla út fyrir riðlakeppni. Hálfur milljarður og leikir fram að jólum En ef Víkingur slær út Santa Coloma og kemst í aðalkeppni Sambandsdeildarinnar þá fær félagið að lágmarki 2.940.000 evrur í sinn hlut, til viðbótar við 700.000 evrurnar fyrir fjórar umferðir í undankeppni. Þar með myndi félagið hafa tryggt sér jafnvirði rúmlega 555 milljóna króna. Við þetta gætu svo bæst 500.000 evrur (um 75 milljónir) fyrir hvern sigur í riðlakeppninni eða 166.00 evrur (tæpar 25 milljónir) fyrir hvert jafntefli. Víkingar þyrftu þá að gera betur en Blikar sem ekki fengu stig í riðlakeppninni í fyrra. Komist Víkingar í hina nýju aðalkeppni Sambandsdeildarinnar munu þeir samtals spila sex leiki þar, við sex ólíka andstæðinga, og þar af þrjá á heimavelli. Leikið verður fram til 19. desember. Gætu komið íslensku liði í Evrópudeild Það að komast í aðalkeppnina gæti einnig reynst afar dýrmætt fyrir íslenskan fótbolta því Ísland er ansi nálægt því að komast upp um flokk á styrkleikalista UEFA. Á þetta bendir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, á Twitter. Það eru gríðarlega mikilvægir leikir sem Víkingar eiga framundan. Þurfa helst að vinna þá báða. Koma sér í riðlakeppnina og ná í einhver stig þar, kannski bara eitt jafntefli til að við komumst fyrir ofan línu. Gríðarlega háar upphæðir undir fyrir ísl knattspyrnu. pic.twitter.com/kpy9GIKMN3— saevar petursson (@saevarp) August 15, 2024 Eins og staðan er í dag fær Ísland ár hvert eitt sæti í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu, og þrjú sæti í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar sem er þriðja sterkasta Evrópukeppnin. En ef Víkingar ná að safna fleiri stigum er möguleiki á að Ísland fari upp um flokk. Þar með fengju bikarmeistarar næsta árs til að mynda sæti í undankeppni Evrópudeildar, næstbestu Evrópukeppninnar, í stað eins sætanna í Sambandsdeildinni, og liðið í 2. sæti Bestu deildarinnar að sitja hjá í 1. umferð Sambandsdeildarinnar. Allt þetta bætir svo enn möguleikana á að ná lengra í Evrópukeppnunum á komandi árum. Greinin hefur verið uppfærð. Nú fást 175.000 evrur fyrir hverja umferð í stað 100.000 evra í fyrra. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu mörkin sem komu Víkingi áfram og hvernig Aron slasaðist Aðra umferðina í röð unnu Víkingar útisigur í dag og tryggðu sér þar með áfram í umspil Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta, með því að vinna Flora í Eistlandi 2-1. Mörkin úr leiknum má nú sjá á Vísi. 15. ágúst 2024 18:52 Umfjöllun: Flora - Víkingur 1-2 | Valdimar frábær er Víkingur tryggði sig í umspilið Víkingur vann 2-1 sigur gegn Flora í Tallinn í dag og tryggði sér þar með sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Fyrri leikurinn í Víkinni endaði 1-1. 15. ágúst 2024 15:15 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Sjá meira
Víkingar unnu leikinn 2-1 og einvígi liðanna þar með 3-2, og komu sér þar með í umspilið um sæti í hinni nýju aðalkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Og Víkingar höfðu svo sannarlega heppnina með sér þegar dregið var í umspilið því þeir mæta þar Santa Coloma frá Andorra, sem tapaði einvígi sínu í undankeppni Evrópudeildarinnar 9-0 gegn lettneska liðinu Rigas FS. Blikar unnu andorrska liðið 5-1 fyrir tveimur árum. Með sigrinum í dag juku Víkingar verðlaunafé sitt úr Evrópuævintýri sumarsins um rúmlega 30 milljónir íslenskra króna. Heildarverðlaunafé þeirra er þar með komið í 256,5 milljónir, ef miðað er við að gengi evru sé 150 krónur. Þeir fá nefnilega 175.000 evrur fyrir hverja umferð sem þeir spila í (alls fjórar í undankeppnum) og 750.000 evrur ef þeir falla út í umspilinu gegn andorrska liðinu. Við það bætast 260.000 evrur til landsmeistara sem falla út fyrir riðlakeppni. Hálfur milljarður og leikir fram að jólum En ef Víkingur slær út Santa Coloma og kemst í aðalkeppni Sambandsdeildarinnar þá fær félagið að lágmarki 2.940.000 evrur í sinn hlut, til viðbótar við 700.000 evrurnar fyrir fjórar umferðir í undankeppni. Þar með myndi félagið hafa tryggt sér jafnvirði rúmlega 555 milljóna króna. Við þetta gætu svo bæst 500.000 evrur (um 75 milljónir) fyrir hvern sigur í riðlakeppninni eða 166.00 evrur (tæpar 25 milljónir) fyrir hvert jafntefli. Víkingar þyrftu þá að gera betur en Blikar sem ekki fengu stig í riðlakeppninni í fyrra. Komist Víkingar í hina nýju aðalkeppni Sambandsdeildarinnar munu þeir samtals spila sex leiki þar, við sex ólíka andstæðinga, og þar af þrjá á heimavelli. Leikið verður fram til 19. desember. Gætu komið íslensku liði í Evrópudeild Það að komast í aðalkeppnina gæti einnig reynst afar dýrmætt fyrir íslenskan fótbolta því Ísland er ansi nálægt því að komast upp um flokk á styrkleikalista UEFA. Á þetta bendir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, á Twitter. Það eru gríðarlega mikilvægir leikir sem Víkingar eiga framundan. Þurfa helst að vinna þá báða. Koma sér í riðlakeppnina og ná í einhver stig þar, kannski bara eitt jafntefli til að við komumst fyrir ofan línu. Gríðarlega háar upphæðir undir fyrir ísl knattspyrnu. pic.twitter.com/kpy9GIKMN3— saevar petursson (@saevarp) August 15, 2024 Eins og staðan er í dag fær Ísland ár hvert eitt sæti í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu, og þrjú sæti í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar sem er þriðja sterkasta Evrópukeppnin. En ef Víkingar ná að safna fleiri stigum er möguleiki á að Ísland fari upp um flokk. Þar með fengju bikarmeistarar næsta árs til að mynda sæti í undankeppni Evrópudeildar, næstbestu Evrópukeppninnar, í stað eins sætanna í Sambandsdeildinni, og liðið í 2. sæti Bestu deildarinnar að sitja hjá í 1. umferð Sambandsdeildarinnar. Allt þetta bætir svo enn möguleikana á að ná lengra í Evrópukeppnunum á komandi árum. Greinin hefur verið uppfærð. Nú fást 175.000 evrur fyrir hverja umferð í stað 100.000 evra í fyrra.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu mörkin sem komu Víkingi áfram og hvernig Aron slasaðist Aðra umferðina í röð unnu Víkingar útisigur í dag og tryggðu sér þar með áfram í umspil Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta, með því að vinna Flora í Eistlandi 2-1. Mörkin úr leiknum má nú sjá á Vísi. 15. ágúst 2024 18:52 Umfjöllun: Flora - Víkingur 1-2 | Valdimar frábær er Víkingur tryggði sig í umspilið Víkingur vann 2-1 sigur gegn Flora í Tallinn í dag og tryggði sér þar með sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Fyrri leikurinn í Víkinni endaði 1-1. 15. ágúst 2024 15:15 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Sjá meira
Sjáðu mörkin sem komu Víkingi áfram og hvernig Aron slasaðist Aðra umferðina í röð unnu Víkingar útisigur í dag og tryggðu sér þar með áfram í umspil Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta, með því að vinna Flora í Eistlandi 2-1. Mörkin úr leiknum má nú sjá á Vísi. 15. ágúst 2024 18:52
Umfjöllun: Flora - Víkingur 1-2 | Valdimar frábær er Víkingur tryggði sig í umspilið Víkingur vann 2-1 sigur gegn Flora í Tallinn í dag og tryggði sér þar með sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Fyrri leikurinn í Víkinni endaði 1-1. 15. ágúst 2024 15:15