Hænuskrefi frá hálfum milljarði og gæfu fyrir íslenskan fótbolta Sindri Sverrisson skrifar 16. ágúst 2024 07:00 Víkingar unnu afar verðmætan sigur í kvöld og eru einu einvígi frá sjálfri riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. vísir/Diego Sigur Víkinga gegn Flora Tallinn í Eistlandi í gær var gríðarlega mikilvægur fyrir félagið og gæti einnig skipt sköpum fyrir önnur íslensk knattspyrnufélög. Víkingar unnu leikinn 2-1 og einvígi liðanna þar með 3-2, og komu sér þar með í umspilið um sæti í hinni nýju aðalkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Og Víkingar höfðu svo sannarlega heppnina með sér þegar dregið var í umspilið því þeir mæta þar Santa Coloma frá Andorra, sem tapaði einvígi sínu í undankeppni Evrópudeildarinnar 9-0 gegn lettneska liðinu Rigas FS. Blikar unnu andorrska liðið 5-1 fyrir tveimur árum. Með sigrinum í dag juku Víkingar verðlaunafé sitt úr Evrópuævintýri sumarsins um rúmlega 30 milljónir íslenskra króna. Heildarverðlaunafé þeirra er þar með komið í 256,5 milljónir, ef miðað er við að gengi evru sé 150 krónur. Þeir fá nefnilega 175.000 evrur fyrir hverja umferð sem þeir spila í (alls fjórar í undankeppnum) og 750.000 evrur ef þeir falla út í umspilinu gegn andorrska liðinu. Við það bætast 260.000 evrur til landsmeistara sem falla út fyrir riðlakeppni. Hálfur milljarður og leikir fram að jólum En ef Víkingur slær út Santa Coloma og kemst í aðalkeppni Sambandsdeildarinnar þá fær félagið að lágmarki 2.940.000 evrur í sinn hlut, til viðbótar við 700.000 evrurnar fyrir fjórar umferðir í undankeppni. Þar með myndi félagið hafa tryggt sér jafnvirði rúmlega 555 milljóna króna. Við þetta gætu svo bæst 500.000 evrur (um 75 milljónir) fyrir hvern sigur í riðlakeppninni eða 166.00 evrur (tæpar 25 milljónir) fyrir hvert jafntefli. Víkingar þyrftu þá að gera betur en Blikar sem ekki fengu stig í riðlakeppninni í fyrra. Komist Víkingar í hina nýju aðalkeppni Sambandsdeildarinnar munu þeir samtals spila sex leiki þar, við sex ólíka andstæðinga, og þar af þrjá á heimavelli. Leikið verður fram til 19. desember. Gætu komið íslensku liði í Evrópudeild Það að komast í aðalkeppnina gæti einnig reynst afar dýrmætt fyrir íslenskan fótbolta því Ísland er ansi nálægt því að komast upp um flokk á styrkleikalista UEFA. Á þetta bendir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, á Twitter. Það eru gríðarlega mikilvægir leikir sem Víkingar eiga framundan. Þurfa helst að vinna þá báða. Koma sér í riðlakeppnina og ná í einhver stig þar, kannski bara eitt jafntefli til að við komumst fyrir ofan línu. Gríðarlega háar upphæðir undir fyrir ísl knattspyrnu. pic.twitter.com/kpy9GIKMN3— saevar petursson (@saevarp) August 15, 2024 Eins og staðan er í dag fær Ísland ár hvert eitt sæti í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu, og þrjú sæti í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar sem er þriðja sterkasta Evrópukeppnin. En ef Víkingar ná að safna fleiri stigum er möguleiki á að Ísland fari upp um flokk. Þar með fengju bikarmeistarar næsta árs til að mynda sæti í undankeppni Evrópudeildar, næstbestu Evrópukeppninnar, í stað eins sætanna í Sambandsdeildinni, og liðið í 2. sæti Bestu deildarinnar að sitja hjá í 1. umferð Sambandsdeildarinnar. Allt þetta bætir svo enn möguleikana á að ná lengra í Evrópukeppnunum á komandi árum. Greinin hefur verið uppfærð. Nú fást 175.000 evrur fyrir hverja umferð í stað 100.000 evra í fyrra. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu mörkin sem komu Víkingi áfram og hvernig Aron slasaðist Aðra umferðina í röð unnu Víkingar útisigur í dag og tryggðu sér þar með áfram í umspil Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta, með því að vinna Flora í Eistlandi 2-1. Mörkin úr leiknum má nú sjá á Vísi. 15. ágúst 2024 18:52 Umfjöllun: Flora - Víkingur 1-2 | Valdimar frábær er Víkingur tryggði sig í umspilið Víkingur vann 2-1 sigur gegn Flora í Tallinn í dag og tryggði sér þar með sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Fyrri leikurinn í Víkinni endaði 1-1. 15. ágúst 2024 15:15 Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - Stjarnan | Hörkuleikur í Boganum Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Sjá meira
Víkingar unnu leikinn 2-1 og einvígi liðanna þar með 3-2, og komu sér þar með í umspilið um sæti í hinni nýju aðalkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Og Víkingar höfðu svo sannarlega heppnina með sér þegar dregið var í umspilið því þeir mæta þar Santa Coloma frá Andorra, sem tapaði einvígi sínu í undankeppni Evrópudeildarinnar 9-0 gegn lettneska liðinu Rigas FS. Blikar unnu andorrska liðið 5-1 fyrir tveimur árum. Með sigrinum í dag juku Víkingar verðlaunafé sitt úr Evrópuævintýri sumarsins um rúmlega 30 milljónir íslenskra króna. Heildarverðlaunafé þeirra er þar með komið í 256,5 milljónir, ef miðað er við að gengi evru sé 150 krónur. Þeir fá nefnilega 175.000 evrur fyrir hverja umferð sem þeir spila í (alls fjórar í undankeppnum) og 750.000 evrur ef þeir falla út í umspilinu gegn andorrska liðinu. Við það bætast 260.000 evrur til landsmeistara sem falla út fyrir riðlakeppni. Hálfur milljarður og leikir fram að jólum En ef Víkingur slær út Santa Coloma og kemst í aðalkeppni Sambandsdeildarinnar þá fær félagið að lágmarki 2.940.000 evrur í sinn hlut, til viðbótar við 700.000 evrurnar fyrir fjórar umferðir í undankeppni. Þar með myndi félagið hafa tryggt sér jafnvirði rúmlega 555 milljóna króna. Við þetta gætu svo bæst 500.000 evrur (um 75 milljónir) fyrir hvern sigur í riðlakeppninni eða 166.00 evrur (tæpar 25 milljónir) fyrir hvert jafntefli. Víkingar þyrftu þá að gera betur en Blikar sem ekki fengu stig í riðlakeppninni í fyrra. Komist Víkingar í hina nýju aðalkeppni Sambandsdeildarinnar munu þeir samtals spila sex leiki þar, við sex ólíka andstæðinga, og þar af þrjá á heimavelli. Leikið verður fram til 19. desember. Gætu komið íslensku liði í Evrópudeild Það að komast í aðalkeppnina gæti einnig reynst afar dýrmætt fyrir íslenskan fótbolta því Ísland er ansi nálægt því að komast upp um flokk á styrkleikalista UEFA. Á þetta bendir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, á Twitter. Það eru gríðarlega mikilvægir leikir sem Víkingar eiga framundan. Þurfa helst að vinna þá báða. Koma sér í riðlakeppnina og ná í einhver stig þar, kannski bara eitt jafntefli til að við komumst fyrir ofan línu. Gríðarlega háar upphæðir undir fyrir ísl knattspyrnu. pic.twitter.com/kpy9GIKMN3— saevar petursson (@saevarp) August 15, 2024 Eins og staðan er í dag fær Ísland ár hvert eitt sæti í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu, og þrjú sæti í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar sem er þriðja sterkasta Evrópukeppnin. En ef Víkingar ná að safna fleiri stigum er möguleiki á að Ísland fari upp um flokk. Þar með fengju bikarmeistarar næsta árs til að mynda sæti í undankeppni Evrópudeildar, næstbestu Evrópukeppninnar, í stað eins sætanna í Sambandsdeildinni, og liðið í 2. sæti Bestu deildarinnar að sitja hjá í 1. umferð Sambandsdeildarinnar. Allt þetta bætir svo enn möguleikana á að ná lengra í Evrópukeppnunum á komandi árum. Greinin hefur verið uppfærð. Nú fást 175.000 evrur fyrir hverja umferð í stað 100.000 evra í fyrra.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu mörkin sem komu Víkingi áfram og hvernig Aron slasaðist Aðra umferðina í röð unnu Víkingar útisigur í dag og tryggðu sér þar með áfram í umspil Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta, með því að vinna Flora í Eistlandi 2-1. Mörkin úr leiknum má nú sjá á Vísi. 15. ágúst 2024 18:52 Umfjöllun: Flora - Víkingur 1-2 | Valdimar frábær er Víkingur tryggði sig í umspilið Víkingur vann 2-1 sigur gegn Flora í Tallinn í dag og tryggði sér þar með sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Fyrri leikurinn í Víkinni endaði 1-1. 15. ágúst 2024 15:15 Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - Stjarnan | Hörkuleikur í Boganum Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Sjá meira
Sjáðu mörkin sem komu Víkingi áfram og hvernig Aron slasaðist Aðra umferðina í röð unnu Víkingar útisigur í dag og tryggðu sér þar með áfram í umspil Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta, með því að vinna Flora í Eistlandi 2-1. Mörkin úr leiknum má nú sjá á Vísi. 15. ágúst 2024 18:52
Umfjöllun: Flora - Víkingur 1-2 | Valdimar frábær er Víkingur tryggði sig í umspilið Víkingur vann 2-1 sigur gegn Flora í Tallinn í dag og tryggði sér þar með sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Fyrri leikurinn í Víkinni endaði 1-1. 15. ágúst 2024 15:15