„Á erfitt með að sjá og skilja lætin í kringum þetta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. ágúst 2024 12:08 Jökull Elísabetarson ásamt þjálfarateymi sínu. vísir/diego Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, vildi lítið tjá sig um skýrslumálið svokallaða þegar eftir því var leitað. Hann á þó erfitt með skilja umfjöllunina í kringum það. Forsaga málsins er sú að leikskýrslan sem Stjarnan skilaði inn fyrir leikinn gegn Breiðabliki í Bestu deild karla tók talsverðum breytingum frá því hún var fyrst birt klukkutíma fyrir leik. Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, blaðamaður Fótbolta.net, skrifaði viðhorfspistil á síðuna á mánudaginn: „Jökull, nenniru plís að hætta þessu.“ Þar segir hann þjálfara Stjörnunnar gera þetta reglulega; að breyta skýrslum skömmu fyrir leik til að rugla í mótherjum sínum. „Ég er ekki í þessu, þannig ég get lítið tjáð mig um það,“ sagði Jökull í samtali við Vísi í dag, aðspurður af hverju upphaflega skýrslan hafi verið frábrugðin þeirri sem síðan var notast við. Á sunnudaginn sagði hann við Fótbolta.net að skýrsluhringlið hefði orsakast af því að liðsstjóri Stjörnunnar væri í útlöndum. „Eina sem ég veit er að það var ekkert gert rangt. Við uppfylltum öll skilyrði KSÍ varðandi skýrslugerð. Ég á því erfitt með að sjá og skilja lætin í kringum þetta,“ sagði Jökull. Klukkutíma fyrir hvern leik birtist leikskýrsla á heimasíðu KSÍ. Samkvæmt reglum KSÍ, í Handbók leikja, stendur hins vegar að þegar leikskýrslan hefur verið fyllt út af báðum liðum sé hún prentuð út, undirrituð af fulltrúum beggja félaga og afhent dómara leiksins ekki seinna en 45 mínútum fyrir leik. Ef breytingar verða á byrjunarliði frá þeirri skýrslu má leikmaðurinn sem gat ekki byrjað leikinn ekki sitja á varamannabekknum í leiknum. „Það er það sem er farið fram á,“ sagði Jökull. „Sem betur fer náðist að afgreiða það á góðum tíma. Það er voða lítið annað að segja.“ En hvað segir Jökull um ásakanir um að Stjarnan geri þetta það að leik að breyta skýrslum og geri það reglulega? „Ég veit að fólk út um allt land hefur lent í vandræðum með skýrslugerð. Ég held að þetta sé allt í góðu. Svona hlutir gerast. Það eru önnur og stærri mál sem ég leyfi mér að hafa áhyggjur af en þetta,“ sagði Jökull. Í samtali við Fótbolta.net sagði Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, að hægt sé að beita sektum þegar leikskýrslur séu rangt útfylltar, en einnig mun alvarlegri ákvæðum sé um vísvitandi fölsun að ræða. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Forsaga málsins er sú að leikskýrslan sem Stjarnan skilaði inn fyrir leikinn gegn Breiðabliki í Bestu deild karla tók talsverðum breytingum frá því hún var fyrst birt klukkutíma fyrir leik. Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, blaðamaður Fótbolta.net, skrifaði viðhorfspistil á síðuna á mánudaginn: „Jökull, nenniru plís að hætta þessu.“ Þar segir hann þjálfara Stjörnunnar gera þetta reglulega; að breyta skýrslum skömmu fyrir leik til að rugla í mótherjum sínum. „Ég er ekki í þessu, þannig ég get lítið tjáð mig um það,“ sagði Jökull í samtali við Vísi í dag, aðspurður af hverju upphaflega skýrslan hafi verið frábrugðin þeirri sem síðan var notast við. Á sunnudaginn sagði hann við Fótbolta.net að skýrsluhringlið hefði orsakast af því að liðsstjóri Stjörnunnar væri í útlöndum. „Eina sem ég veit er að það var ekkert gert rangt. Við uppfylltum öll skilyrði KSÍ varðandi skýrslugerð. Ég á því erfitt með að sjá og skilja lætin í kringum þetta,“ sagði Jökull. Klukkutíma fyrir hvern leik birtist leikskýrsla á heimasíðu KSÍ. Samkvæmt reglum KSÍ, í Handbók leikja, stendur hins vegar að þegar leikskýrslan hefur verið fyllt út af báðum liðum sé hún prentuð út, undirrituð af fulltrúum beggja félaga og afhent dómara leiksins ekki seinna en 45 mínútum fyrir leik. Ef breytingar verða á byrjunarliði frá þeirri skýrslu má leikmaðurinn sem gat ekki byrjað leikinn ekki sitja á varamannabekknum í leiknum. „Það er það sem er farið fram á,“ sagði Jökull. „Sem betur fer náðist að afgreiða það á góðum tíma. Það er voða lítið annað að segja.“ En hvað segir Jökull um ásakanir um að Stjarnan geri þetta það að leik að breyta skýrslum og geri það reglulega? „Ég veit að fólk út um allt land hefur lent í vandræðum með skýrslugerð. Ég held að þetta sé allt í góðu. Svona hlutir gerast. Það eru önnur og stærri mál sem ég leyfi mér að hafa áhyggjur af en þetta,“ sagði Jökull. Í samtali við Fótbolta.net sagði Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, að hægt sé að beita sektum þegar leikskýrslur séu rangt útfylltar, en einnig mun alvarlegri ákvæðum sé um vísvitandi fölsun að ræða.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira