Svakaleg dramatík þegar ÍBV kastaði frá sér stigum í toppbaráttunni Sindri Sverrisson skrifar 14. ágúst 2024 20:04 Tómas Bent Magnússon skoraði fyrra mark ÍBV í kvöld. Facebook/@IBVKnattspyrna Þrátt fyrir að vera manni fleiri og 2-0 yfir þegar tíu mínútur voru eftir urðu Eyjamenn að sætta sig við að fá aðeins eitt stig gegn ÍR, í hádramatískum leik á Hásteinsvelli í kvöld. Þeir misstu því af dýrmætum stigum í baráttunni um toppsæti deildarinnar. Liðin gerðu á endanum 2-2 jafntefli og það þrátt fyrir að ÍBV fengi víti í lokin á uppbótartíma, en Vilhelm Þráinn Sigurjónsson varði spyrnu Sverris Páls Hjaltested. Spírumaður leiksins!☘️BESTI MARKMAÐUR LENGJUDEILDARINNAR!🤍💙 pic.twitter.com/vhAlRc0Mmo— ÍR Fótbolti (@IRFotbolti) August 14, 2024 Stigið dugar ÍBV þó til að fara upp fyrir Fjölni og á topp deildarinnar, vegna betri markatölu, en Fjölnir er þessa stundina að spila við Njarðvík í leik sem hófst klukkan 19:15. Útlitið var afar gott hjá ÍBV lengi framan af leik en hinn ungi Viggó Valgeirsson kom liðinu yfir með sínu fyrsta marki fyrir ÍBV, í fyrri hálfleik. Jordian Farahani var rekinn af velli á 60. mínútu og ÍR-ingar því orðnir manni færri, og þar að auki kom Tómas Bent Magnússon ÍBV í 2-0 skömmu síðar. En gestirnir gáfust ekki upp og Óliver Elís Hlynsson minnkaði muninn af vítapunktinum áður en Marc McAusland jafnaði metin skömmu fyrir leikslok. Þá átti ÍBV þó enn eftir að fá víti en eins og fyrr segir varði Vilhelm spyrnuna frá Sverri Páli. ÍR-ingar halda því áfram að safna stigum en þeir eru í 4. sæti sem stendur með 27 stig, og á góðri leið með að komast í umspilið sem liðin í 2.-5. sæti fara í, um eitt laust sæti í Bestu deildinni. Aron tryggði Aftureldingu sigur Afturelding þurfti að hafa mikið fyrir 3-1 sigri sínum gegn Dalvík/Reyni fyrir norðan. Hrannar Snær Magnússon kom Mosfellingum reyndar snemma yfir en heimamenn jöfnuðu metin í 1-1 á 60. mínútu, þegar Amin Guerrero Touiki skoraði. Aron Jóhannsson sá hins vegar um að tryggja Aftureldingu sigur með tveimur mörkum. Afturelding er því komin með 24 stig í 6. sæti og nálgast næstu lið, í baráttunni um sæti í umspilinu. Dalvík/Reynir er hins vegar enn með 13 stig í næstneðsta sæti. Öruggt hjá Grindavík gegn Þór Grindavík vann öruggan 3-0 sigur á Þór í Safamýrinni og komst þar með upp fyrir Akureyringa í 8. sæti, með 20 stig. Einar Karl Ingvarsson skoraði mark úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik og þeir Dagur Ingi Hammer Gunnarsson og Josip Krznaric bættu við mörkum í seinni hálfleik. Þrír leikir hófust svo klukkan 19:15 en í Njarðvík mæta heimamenn Fjölni, Þróttur og Grótta eigast við í Laugardal og Leiknir mætir Keflavík í Breiðholti. Allar upplýsingar um markaskorara eru af vef Fótbolta.net. Lengjudeild karla Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Sjá meira
Liðin gerðu á endanum 2-2 jafntefli og það þrátt fyrir að ÍBV fengi víti í lokin á uppbótartíma, en Vilhelm Þráinn Sigurjónsson varði spyrnu Sverris Páls Hjaltested. Spírumaður leiksins!☘️BESTI MARKMAÐUR LENGJUDEILDARINNAR!🤍💙 pic.twitter.com/vhAlRc0Mmo— ÍR Fótbolti (@IRFotbolti) August 14, 2024 Stigið dugar ÍBV þó til að fara upp fyrir Fjölni og á topp deildarinnar, vegna betri markatölu, en Fjölnir er þessa stundina að spila við Njarðvík í leik sem hófst klukkan 19:15. Útlitið var afar gott hjá ÍBV lengi framan af leik en hinn ungi Viggó Valgeirsson kom liðinu yfir með sínu fyrsta marki fyrir ÍBV, í fyrri hálfleik. Jordian Farahani var rekinn af velli á 60. mínútu og ÍR-ingar því orðnir manni færri, og þar að auki kom Tómas Bent Magnússon ÍBV í 2-0 skömmu síðar. En gestirnir gáfust ekki upp og Óliver Elís Hlynsson minnkaði muninn af vítapunktinum áður en Marc McAusland jafnaði metin skömmu fyrir leikslok. Þá átti ÍBV þó enn eftir að fá víti en eins og fyrr segir varði Vilhelm spyrnuna frá Sverri Páli. ÍR-ingar halda því áfram að safna stigum en þeir eru í 4. sæti sem stendur með 27 stig, og á góðri leið með að komast í umspilið sem liðin í 2.-5. sæti fara í, um eitt laust sæti í Bestu deildinni. Aron tryggði Aftureldingu sigur Afturelding þurfti að hafa mikið fyrir 3-1 sigri sínum gegn Dalvík/Reyni fyrir norðan. Hrannar Snær Magnússon kom Mosfellingum reyndar snemma yfir en heimamenn jöfnuðu metin í 1-1 á 60. mínútu, þegar Amin Guerrero Touiki skoraði. Aron Jóhannsson sá hins vegar um að tryggja Aftureldingu sigur með tveimur mörkum. Afturelding er því komin með 24 stig í 6. sæti og nálgast næstu lið, í baráttunni um sæti í umspilinu. Dalvík/Reynir er hins vegar enn með 13 stig í næstneðsta sæti. Öruggt hjá Grindavík gegn Þór Grindavík vann öruggan 3-0 sigur á Þór í Safamýrinni og komst þar með upp fyrir Akureyringa í 8. sæti, með 20 stig. Einar Karl Ingvarsson skoraði mark úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik og þeir Dagur Ingi Hammer Gunnarsson og Josip Krznaric bættu við mörkum í seinni hálfleik. Þrír leikir hófust svo klukkan 19:15 en í Njarðvík mæta heimamenn Fjölni, Þróttur og Grótta eigast við í Laugardal og Leiknir mætir Keflavík í Breiðholti. Allar upplýsingar um markaskorara eru af vef Fótbolta.net.
Lengjudeild karla Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Sjá meira