„Mannleg mistök á mörgum stöðum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. ágúst 2024 14:53 Sandra Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri HK. Mynd Framkvæmdastjóri HK harmar stöðuna sem upp kom í Kórnum í gær þegar leikur HK og KR í Bestu deild karla átti að fara fram. Unnið er að því að endurgreiða fólki sem greiddi sig inn á leikinn. Fjölmargir fóru í fýluferð í Kórinn í Kópavogi í gærkvöld. Líkt og greint var frá á Vísi í gær þurfti að aflýsa fyrirhuguðum leik KR við HK þar sem annað markið í Kórnum reyndist brotið. Varamark HK-inga sem trillað var inn á völlinn stóðst ekki kröfur og því þurfti að aflýsa leiknum. Leiknum hafði áður verið frestað um sólarhring vegna framkvæmda í húsinu þar sem skipt var um gervigras. Skömmu fyrir leik uppgötvast að annað markanna sé brotið. „Þetta er röð atvika sem kemur saman og þetta verður útkoman, því miður. Við hörmum mikið að þetta hafi átt sér stað. En það er búið að gera við markið og það er komið upp. Það er klárt fyrir leik í kvöld í Kórnum,“ segir Sandra Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri HK, í samtali við Vísi. „Því miður er ekki fyrr en hálf sjö sem kemur í ljós að markið er brotið. Þegar þetta gerist er unnið að því að laga það í um klukkustund. Því miður vannst það ekki tímanlega í gær. Það eru varnaglar sem hefðu átt að koma upp. En röð atvika gerði hins vegar að verkum að enginn þeirra varnagla virkaði,“ segir hún enn fremur. Allir fá endurgreitt Unnið er að því að endurgreiða fólki sem keypti sér miða á leikinn í gær. HK hefur haft samband við miðasölufyrirtækið Stubb um endurgreiðslu og það fólk sem keypti sér miða með reiðufé er hvatt til að hafa samband við félagið upp á endurgreiðslu. „Það er búið að hafa samband við Stubb þannig að þeir sem keyptu miða í gegnum Stubb fá endurgreitt. Þeir sem greiddu með peningum þurfa að hafa samband við okkur og við endurgreiðum það að sjálfsögðu,“ segir Sandra. Þeir sem greiddu sig inn með miðagreiðsluforritinu Stubbi eiga að hafa fengið skilaboð sem þessi.Skjáskot Fer leikurinn fram? Ekki er fordæmi fyrir frestun á leik með þessum hætti í efstu deild. Oft hefur leikjum verið frestað vegna vallaraðstæðna, til að mynda vegna mikillar rigningar eða snjókomu sem hefur farið illa með margan völlinn. Í þessu tilviki hafa náttúrulögmálin hins vegar ekki með málið að gera og ljóst að HK ber ábyrgð á eigin leikvelli. Varamörk eiga að vera til staðar samkvæmt reglugerð KSÍ. Heyrst hefur að KR sé að skoða stöðu sína vegna leiksins með það fyrir augum að HK verði dæmdur 3-0 ósigur. Það hefur ekki fengist staðfest en ljóst er að hver sem refsing KSÍ verður, mun sú verða fordæmisgefandi, enda mál sem þetta ekki komið upp áður. Sandra segir HK muni taka sinni refsingu, hver svo sem hún verður. Hún vonast hins vegar til að leikurinn fari fram og KR-ingar komi aftur í heimsókn í Kórinn. „Við tökum bara því sem kemur. En eins og ég nefndi var þessi röð atvika sem gerði að verkum að þetta endaði svona. Það voru mannleg mistök á mörgum stöðum, ekki bara á einum stað heldur nokkrum. Auðvitað erum við ábyrg fyrir leiknum og að allt sé klárt. En ég tel að HK hefði ekki getað gert neitt öðruvísi þannig að leikurinn hefði getað farið fram,“ „Þetta eru mörg lítil atriði sem gera að verkum að þetta atvikaðist svona. Við erum auðmjúk og biðjumst afsökunar á því sem við berum ábyrgð á. En ég er viss um að við getum komist að samkomulagi um það hvernig þetta verður og við hlökkum til að taka á móti KR-ingum sprækum,“ segir Sandra. HK Íslenski boltinn Besta deild karla Kópavogur KR Mest lesið Vill láta reka Heimi strax: „Kálið endist lengur en tannlæknirinn“ Fótbolti Órætt tíst Ísaks vekur athygli Íslenski boltinn Þórir ekki maður millivegarins: „Ég sem eyðilagði partýið“ Handbolti Böðvari blöskraði ræða Atla Viðars: „Hélt að Alex Jones hefði tekið við þættinum“ Íslenski boltinn Raygun best í heiminum samkvæmt heimslistanum Sport Lagerbäck tjáir sig um „óvenjulegan“ fótboltastorm í Svíþjóð Fótbolti Þórir valdi enga úr gullliði Ólympíuleikanna í nýjasta hópinn Handbolti „Nýr þjálfari, sama gamla sagan“ Fótbolti Sagði frá því í líkræðunni að hún væri ófrísk af barni þeirra Sport Austurríkismaðurinn sem meiddi Ödegaard fullur iðrunar Enski boltinn Fleiri fréttir Órætt tíst Ísaks vekur athygli Böðvari blöskraði ræða Atla Viðars: „Hélt að Alex Jones hefði tekið við þættinum“ Guðmundur í eins leiks bann en Böðvar sleppur Frá Akureyri í Meistaradeild Asíu Sjóðheitur í Bestu deildinni í dag en kom heim í kulnun Gary Martin kveður Ísland: „Takk fyrir mig“ Skandall og ósanngjarnt gagnvart stelpum í fótbolta Ritaði ítarlega grein um Gylfa Þór: „Íslenska þjóðin í hans horni“ „Á ekki líða fyrir það að vera sonur minn“ Hættur eftir tvö föll en ævinlega þakklátur Selfossi ÍBV nálgast Bestu deildina en Grótta féll „Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta“ Þjálfari Stjörnunnar féll með tilþrifum Sjáðu mörkin sem felldu Fylki og Keflavík Fram upp í Bestu deild kvenna Uppgjörið: Tindastóll - Fylkir 3-0 | Stólarnir halda sæti sínu Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 4-4 | Keflavík fallið úr efstu deild „Þá hefði ég aldrei aftur flutt í bæinn“ Úr krílaleikfimi á KR völlinn Kári bauð Kára velkominn í Víking Rosenörn yfirgefur Stjörnuna þó tímabilinu sé ekki lokið Framkvæmdastjóri KSÍ vísar málum ekki lengur til aganefndar Ísabella með þrennu í tíu marka sigri Vals „Þá er ekki slæmt að vera með eitt stykki Viðar Örn“ Sjáðu Evu Rut skora af 40 metra færi yfir ólympíumeistara „Hefði enginn dómari í heiminum sleppt þessu“ Stúkan: Ósammála um markið sem ekki fékk að standa Uppgjörið og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 1-2 | Fylkir strengdi sterkari líflínu með sigri í Garðabænum KR mun spila í Macron á næstu leiktíð Slagsmálin send til aganefndar Sjá meira
Fjölmargir fóru í fýluferð í Kórinn í Kópavogi í gærkvöld. Líkt og greint var frá á Vísi í gær þurfti að aflýsa fyrirhuguðum leik KR við HK þar sem annað markið í Kórnum reyndist brotið. Varamark HK-inga sem trillað var inn á völlinn stóðst ekki kröfur og því þurfti að aflýsa leiknum. Leiknum hafði áður verið frestað um sólarhring vegna framkvæmda í húsinu þar sem skipt var um gervigras. Skömmu fyrir leik uppgötvast að annað markanna sé brotið. „Þetta er röð atvika sem kemur saman og þetta verður útkoman, því miður. Við hörmum mikið að þetta hafi átt sér stað. En það er búið að gera við markið og það er komið upp. Það er klárt fyrir leik í kvöld í Kórnum,“ segir Sandra Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri HK, í samtali við Vísi. „Því miður er ekki fyrr en hálf sjö sem kemur í ljós að markið er brotið. Þegar þetta gerist er unnið að því að laga það í um klukkustund. Því miður vannst það ekki tímanlega í gær. Það eru varnaglar sem hefðu átt að koma upp. En röð atvika gerði hins vegar að verkum að enginn þeirra varnagla virkaði,“ segir hún enn fremur. Allir fá endurgreitt Unnið er að því að endurgreiða fólki sem keypti sér miða á leikinn í gær. HK hefur haft samband við miðasölufyrirtækið Stubb um endurgreiðslu og það fólk sem keypti sér miða með reiðufé er hvatt til að hafa samband við félagið upp á endurgreiðslu. „Það er búið að hafa samband við Stubb þannig að þeir sem keyptu miða í gegnum Stubb fá endurgreitt. Þeir sem greiddu með peningum þurfa að hafa samband við okkur og við endurgreiðum það að sjálfsögðu,“ segir Sandra. Þeir sem greiddu sig inn með miðagreiðsluforritinu Stubbi eiga að hafa fengið skilaboð sem þessi.Skjáskot Fer leikurinn fram? Ekki er fordæmi fyrir frestun á leik með þessum hætti í efstu deild. Oft hefur leikjum verið frestað vegna vallaraðstæðna, til að mynda vegna mikillar rigningar eða snjókomu sem hefur farið illa með margan völlinn. Í þessu tilviki hafa náttúrulögmálin hins vegar ekki með málið að gera og ljóst að HK ber ábyrgð á eigin leikvelli. Varamörk eiga að vera til staðar samkvæmt reglugerð KSÍ. Heyrst hefur að KR sé að skoða stöðu sína vegna leiksins með það fyrir augum að HK verði dæmdur 3-0 ósigur. Það hefur ekki fengist staðfest en ljóst er að hver sem refsing KSÍ verður, mun sú verða fordæmisgefandi, enda mál sem þetta ekki komið upp áður. Sandra segir HK muni taka sinni refsingu, hver svo sem hún verður. Hún vonast hins vegar til að leikurinn fari fram og KR-ingar komi aftur í heimsókn í Kórinn. „Við tökum bara því sem kemur. En eins og ég nefndi var þessi röð atvika sem gerði að verkum að þetta endaði svona. Það voru mannleg mistök á mörgum stöðum, ekki bara á einum stað heldur nokkrum. Auðvitað erum við ábyrg fyrir leiknum og að allt sé klárt. En ég tel að HK hefði ekki getað gert neitt öðruvísi þannig að leikurinn hefði getað farið fram,“ „Þetta eru mörg lítil atriði sem gera að verkum að þetta atvikaðist svona. Við erum auðmjúk og biðjumst afsökunar á því sem við berum ábyrgð á. En ég er viss um að við getum komist að samkomulagi um það hvernig þetta verður og við hlökkum til að taka á móti KR-ingum sprækum,“ segir Sandra.
HK Íslenski boltinn Besta deild karla Kópavogur KR Mest lesið Vill láta reka Heimi strax: „Kálið endist lengur en tannlæknirinn“ Fótbolti Órætt tíst Ísaks vekur athygli Íslenski boltinn Þórir ekki maður millivegarins: „Ég sem eyðilagði partýið“ Handbolti Böðvari blöskraði ræða Atla Viðars: „Hélt að Alex Jones hefði tekið við þættinum“ Íslenski boltinn Raygun best í heiminum samkvæmt heimslistanum Sport Lagerbäck tjáir sig um „óvenjulegan“ fótboltastorm í Svíþjóð Fótbolti Þórir valdi enga úr gullliði Ólympíuleikanna í nýjasta hópinn Handbolti „Nýr þjálfari, sama gamla sagan“ Fótbolti Sagði frá því í líkræðunni að hún væri ófrísk af barni þeirra Sport Austurríkismaðurinn sem meiddi Ödegaard fullur iðrunar Enski boltinn Fleiri fréttir Órætt tíst Ísaks vekur athygli Böðvari blöskraði ræða Atla Viðars: „Hélt að Alex Jones hefði tekið við þættinum“ Guðmundur í eins leiks bann en Böðvar sleppur Frá Akureyri í Meistaradeild Asíu Sjóðheitur í Bestu deildinni í dag en kom heim í kulnun Gary Martin kveður Ísland: „Takk fyrir mig“ Skandall og ósanngjarnt gagnvart stelpum í fótbolta Ritaði ítarlega grein um Gylfa Þór: „Íslenska þjóðin í hans horni“ „Á ekki líða fyrir það að vera sonur minn“ Hættur eftir tvö föll en ævinlega þakklátur Selfossi ÍBV nálgast Bestu deildina en Grótta féll „Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta“ Þjálfari Stjörnunnar féll með tilþrifum Sjáðu mörkin sem felldu Fylki og Keflavík Fram upp í Bestu deild kvenna Uppgjörið: Tindastóll - Fylkir 3-0 | Stólarnir halda sæti sínu Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 4-4 | Keflavík fallið úr efstu deild „Þá hefði ég aldrei aftur flutt í bæinn“ Úr krílaleikfimi á KR völlinn Kári bauð Kára velkominn í Víking Rosenörn yfirgefur Stjörnuna þó tímabilinu sé ekki lokið Framkvæmdastjóri KSÍ vísar málum ekki lengur til aganefndar Ísabella með þrennu í tíu marka sigri Vals „Þá er ekki slæmt að vera með eitt stykki Viðar Örn“ Sjáðu Evu Rut skora af 40 metra færi yfir ólympíumeistara „Hefði enginn dómari í heiminum sleppt þessu“ Stúkan: Ósammála um markið sem ekki fékk að standa Uppgjörið og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 1-2 | Fylkir strengdi sterkari líflínu með sigri í Garðabænum KR mun spila í Macron á næstu leiktíð Slagsmálin send til aganefndar Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 1-2 | Fylkir strengdi sterkari líflínu með sigri í Garðabænum