Andmæla ekki notkun vestrænna vopna í áhlaupi á Rússland Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2024 11:39 Mynd sem er sögð sýna skemmdir á húsum í borginni Sudzha í Kúrsk eftir sprengikúluregn Úkraínumanna. AP/Telegram-rás héraðsstjóra Kúrsk Hvorki bandarísk né þýsk stjórnvöld gera athugasemdir við Úkraínumenn noti vopn frá þeim til þess að ráðast inn í Rússlandi. Bardagar halda áfram í landamærahéraðinu Kúrsk þar sem Úkraínumenn hafa náð þorpum og bæjarhluta á sitt vald. Óvænt innrás úkraínskra hermanna í Kúrsk hófst í vikunni. Óstaðfestar fregnir hafa borist af landvinningum þeirra þar og mannfalli. Innrásin er sú stærsta frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu af fullum þunga í febrúar árið 2022. Þýskir og bandarískir skriðdrekar og brynvarin farartæki eru hluti af innrásinni samkvæmt rússneskum embættismönnum og herbloggurum. Myndir sem bloggarar hafa birt á Telegram-rásum sýna meðal annars bandarískan Stryker-bryndreka og þýska Marder-skriðdreka í Kúrsk. Bandarískur Stryker-bryndreki af þeirri gerð sem Úkraínumenn eru sagðir nota í innrás sinni í Kúrsk.Vísir/EPA Úkraínumenn hafi rétt til sjálfsvarnar Vestræn stjórnvöld skilyrtu hernaðaraðstoð sína til Úkraínumanna við að vopn og búnaður yrði ekki notaður til þess að ráðast á Rússlandi. Þeirri stefnu var breytt fyrr á þessu ári til þess að gera Úkraínumönnum kleift að verja sig fyrir yfirvofandi árásum. Washington Post segir að þetta virðist í fyrsta skipti sem vestræn vopn séu notuð við landhernað Úkraínumanna í Rússlandi. Bandaríkjastjórn sagði í gær að hún teldi notkun bandarískra vopna í aðgerðinni í Kúrsk innan ramma stefnunnar sem var sett í maí um að Úkraínumenn geti notað þau til að fyrirbyggja árásir Rússa. „Þegar þeir sjá árásir koma yfir landamærin verða þeir að hafa getuna til þess að bregðast við,“ sagði Sabrina Sight, talskona varnarmálaráðuneytisins. Í svipaðan streng tóku þýskir ráðamenn. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins þar sem það stefnu stjórnvalda að hjálpa Úkraínumönnum að verja sig gegn árás Rússa. Úkraínumenn hefðu rétt á að verja sig samkvæmt alþjóðalögum. Rússnesk stjórnvöld segja innrásarliðið hafa farið yfir landamærin frá Sumy-héraði í Úkraínu. Það hefur sætt ítrekuðu sprengjuregni frá rússnesku herliði sem er staðsett handan landamæranna. Annar talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins segir að Rússar hafi ráðist á Úkraínu frá Kúrsk og Bandaríkjastjórn styðji rétt Úkraínumanna til sjálfsvarnar. Pútín er sagður hafa lofað héraðsstjóra Kúrsk að íbúar þar fái tæpar sextán þúsund krónur í bætur vegna innrásar Úkraínumanna í héraðið.AP/Gavriil Grigorov, Spútnik Meiriháttar drónaárás í nágrannahéraðinu Lipetsk Áhlaupið virðist hafa komið rússneskum yfirvöldum í opna skjöldu. Að minnsta kosti þrjú þúsund íbúar í Kúrsk hafa flúið heimili sín á síðustu dögum vegna árása Úkraínumanna. Almenningur í Rússlandi hefur fram að þessu verið lítt snortinn af stríðsátökunum sem hefur kallað eyðileggingu yfir nágrannaríkið og hrakið milljónir á flótta. Rússnesk hermálayfirvöld halda því fram að hundruð úkraínskra hermanna hafi verið felld í Kúrsk en þær tölur eru óstaðfestar. Stjórnvöld í Kreml lýstu yfir neyðarástandi í Kúrsk vegna innrásarinnar í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Vladímír Pútín forseti er sagður hafa lofað íbúum sem þurftu að flýja heimili sín í Kúrsk 10.000 rúblum í bætur, jafnvirði tæpra sextán þúsund íslenskra króna. Fréttir berast nú einnig af meiriháttar drónaárás Úkraínumanna í nágrannahéraðinu Lipetsk. Íbúar í vesturhluta þess voru fluttir burt þegar drónarnir ollu sprengingum, rafmagnsleysi og særðu níu manns, að sögn Igors Artamonov, héraðsstjóra Lipetsk. Hvað Úkraínumönnum gengur til með innrásinni í Kúrsk er óljóst. Tilgátur eru um að þeir reyni að dreifa kröftum rússneska hersins eða styrkja samningsstöðu sína fyrir viðræður við Rússa síðar meir. Ólíklegt er talið að fyrir þeim vaki að halda hluta Kúrsk í lengri tíma. Um sex þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín í Sumy-héraði í Úkraínu vegna væntanlegra hefndaraðgerða Rússa. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Fregnir af áhlaupi Úkraínumanna í Rússlandi enn óljósar Bardagar halda áfram í Kúrskhéraði í Rússlandi eftir að úkraínskar hersveitir réðust þangað inn í vikunni. Vladímír Pútín Rússlandsforseti, sem tók ákvörðunina um að ráðast inn í Úkraínu, lýsti hernaðaraðgerðinni sem „meiriháttar ögrun“. 8. ágúst 2024 11:37 Rússar þurfi að finna fyrir stríðinu á eigin skinni Volodomír Selenskí Úkraínuforseti hefur loks tjáð sig um fregnir þess efnis að úkraínskir hermenn hafi ráðist inn í Kursk hérað í Rússlandi í vikunni. 9. ágúst 2024 06:49 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Óvænt innrás úkraínskra hermanna í Kúrsk hófst í vikunni. Óstaðfestar fregnir hafa borist af landvinningum þeirra þar og mannfalli. Innrásin er sú stærsta frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu af fullum þunga í febrúar árið 2022. Þýskir og bandarískir skriðdrekar og brynvarin farartæki eru hluti af innrásinni samkvæmt rússneskum embættismönnum og herbloggurum. Myndir sem bloggarar hafa birt á Telegram-rásum sýna meðal annars bandarískan Stryker-bryndreka og þýska Marder-skriðdreka í Kúrsk. Bandarískur Stryker-bryndreki af þeirri gerð sem Úkraínumenn eru sagðir nota í innrás sinni í Kúrsk.Vísir/EPA Úkraínumenn hafi rétt til sjálfsvarnar Vestræn stjórnvöld skilyrtu hernaðaraðstoð sína til Úkraínumanna við að vopn og búnaður yrði ekki notaður til þess að ráðast á Rússlandi. Þeirri stefnu var breytt fyrr á þessu ári til þess að gera Úkraínumönnum kleift að verja sig fyrir yfirvofandi árásum. Washington Post segir að þetta virðist í fyrsta skipti sem vestræn vopn séu notuð við landhernað Úkraínumanna í Rússlandi. Bandaríkjastjórn sagði í gær að hún teldi notkun bandarískra vopna í aðgerðinni í Kúrsk innan ramma stefnunnar sem var sett í maí um að Úkraínumenn geti notað þau til að fyrirbyggja árásir Rússa. „Þegar þeir sjá árásir koma yfir landamærin verða þeir að hafa getuna til þess að bregðast við,“ sagði Sabrina Sight, talskona varnarmálaráðuneytisins. Í svipaðan streng tóku þýskir ráðamenn. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins þar sem það stefnu stjórnvalda að hjálpa Úkraínumönnum að verja sig gegn árás Rússa. Úkraínumenn hefðu rétt á að verja sig samkvæmt alþjóðalögum. Rússnesk stjórnvöld segja innrásarliðið hafa farið yfir landamærin frá Sumy-héraði í Úkraínu. Það hefur sætt ítrekuðu sprengjuregni frá rússnesku herliði sem er staðsett handan landamæranna. Annar talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins segir að Rússar hafi ráðist á Úkraínu frá Kúrsk og Bandaríkjastjórn styðji rétt Úkraínumanna til sjálfsvarnar. Pútín er sagður hafa lofað héraðsstjóra Kúrsk að íbúar þar fái tæpar sextán þúsund krónur í bætur vegna innrásar Úkraínumanna í héraðið.AP/Gavriil Grigorov, Spútnik Meiriháttar drónaárás í nágrannahéraðinu Lipetsk Áhlaupið virðist hafa komið rússneskum yfirvöldum í opna skjöldu. Að minnsta kosti þrjú þúsund íbúar í Kúrsk hafa flúið heimili sín á síðustu dögum vegna árása Úkraínumanna. Almenningur í Rússlandi hefur fram að þessu verið lítt snortinn af stríðsátökunum sem hefur kallað eyðileggingu yfir nágrannaríkið og hrakið milljónir á flótta. Rússnesk hermálayfirvöld halda því fram að hundruð úkraínskra hermanna hafi verið felld í Kúrsk en þær tölur eru óstaðfestar. Stjórnvöld í Kreml lýstu yfir neyðarástandi í Kúrsk vegna innrásarinnar í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Vladímír Pútín forseti er sagður hafa lofað íbúum sem þurftu að flýja heimili sín í Kúrsk 10.000 rúblum í bætur, jafnvirði tæpra sextán þúsund íslenskra króna. Fréttir berast nú einnig af meiriháttar drónaárás Úkraínumanna í nágrannahéraðinu Lipetsk. Íbúar í vesturhluta þess voru fluttir burt þegar drónarnir ollu sprengingum, rafmagnsleysi og særðu níu manns, að sögn Igors Artamonov, héraðsstjóra Lipetsk. Hvað Úkraínumönnum gengur til með innrásinni í Kúrsk er óljóst. Tilgátur eru um að þeir reyni að dreifa kröftum rússneska hersins eða styrkja samningsstöðu sína fyrir viðræður við Rússa síðar meir. Ólíklegt er talið að fyrir þeim vaki að halda hluta Kúrsk í lengri tíma. Um sex þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín í Sumy-héraði í Úkraínu vegna væntanlegra hefndaraðgerða Rússa.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Fregnir af áhlaupi Úkraínumanna í Rússlandi enn óljósar Bardagar halda áfram í Kúrskhéraði í Rússlandi eftir að úkraínskar hersveitir réðust þangað inn í vikunni. Vladímír Pútín Rússlandsforseti, sem tók ákvörðunina um að ráðast inn í Úkraínu, lýsti hernaðaraðgerðinni sem „meiriháttar ögrun“. 8. ágúst 2024 11:37 Rússar þurfi að finna fyrir stríðinu á eigin skinni Volodomír Selenskí Úkraínuforseti hefur loks tjáð sig um fregnir þess efnis að úkraínskir hermenn hafi ráðist inn í Kursk hérað í Rússlandi í vikunni. 9. ágúst 2024 06:49 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Fregnir af áhlaupi Úkraínumanna í Rússlandi enn óljósar Bardagar halda áfram í Kúrskhéraði í Rússlandi eftir að úkraínskar hersveitir réðust þangað inn í vikunni. Vladímír Pútín Rússlandsforseti, sem tók ákvörðunina um að ráðast inn í Úkraínu, lýsti hernaðaraðgerðinni sem „meiriháttar ögrun“. 8. ágúst 2024 11:37
Rússar þurfi að finna fyrir stríðinu á eigin skinni Volodomír Selenskí Úkraínuforseti hefur loks tjáð sig um fregnir þess efnis að úkraínskir hermenn hafi ráðist inn í Kursk hérað í Rússlandi í vikunni. 9. ágúst 2024 06:49