„Meira sjokkerandi að leikmenn séu að fara á útihátíð og tala við menn með hlaðvörp“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. ágúst 2024 09:00 Albert Brynjar Ingason hélt mikla ræðu um stöðu mála hjá Fylki. stöð 2 sport Albert Brynjar Ingason furðaði sig á stöðu mála og vinnubrögðunum hjá sínu gamla félagi, Fylki, í Stúkunni í gær. Fylkir tapaði 3-0 fyrir Breiðabliki í Bestu deild karla á þriðjudaginn og er á botni deildarinnar með tólf stig. Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði liðsins, byrjaði á bekknum þar sem Fylkismenn héldu að hann ætti að taka út leikbann gegn Blikum en svo reyndist ekki vera. Fyrir leikinn sendi Fylkir svo frá sér yfirlýsingu þar sem félagið viðurkenndi að hafa frestað launagreiðslum til leikmanna. „Þetta er vandræðalegt fyrir klúbbinn,“ sagði Albert um mál Ragnars Braga í Stúkunni í gær. „Að þeir hafi allir klikkað á þessu. Ok, það er búið að setja upp leikinn. Ég skil það vel. En Ragnar Bragi er mikilvægasti leikmaður liðsins. Hann er fyrirliðinn og djúpur miðjumaður. Ég held að þeir hefðu alveg getað sett hann samt inn. Þú ert með Rúnar [Pál Sigmundsson] sem er mjög reynslumikill þjálfari og aðstoðarþjálfarann Brynjar Björn [Gunnarsson]. Þú ert með menn í kringum klúbbinn sem hafa spilað leikinn og alla leikmennina; að enginn hafi kveikt á þessu er hálf ótrúlegt og mjög vandræðalegt.“ Þá kom engin yfirlýsing Albert rifjaði upp umræðuna um Gunnlaug Fannar Guðmundsson fyrir tímabilið og brottrekstur aðstoðarþjálfarans Olgeirs Sigurgeirssonar. „Þá heyrðist ekkert. Þá kom engin yfirlýsing frá klúbbnum út af því. Það bjó bara til meira vesen. Það fóru allir að spá í af hverju hann var látinn fara. Þeir hefðu getað komið með eina þægilega yfirlýsingu með það og búið,“ sagði Albert og sneri sér svo að yfirlýsingu Fylkis um launamálin. Klippa: Stúkan - Umræða um Fylki Kveikjan að því var umfjöllun í hlaðvarpinu Þungavigtinni að einhverjir leikmenn Fylkis hefðu verið beðnir um að bíða að fá greidd laun. DV fjallaði um. Í yfirlýsingunni gengust Fylkismenn við því að hafa frestað launagreiðslum. „Einhverjir pjakkar á Þjóðhátíð: Það var verið að biðja okkur að bíða með greiðslur. Þá kemur einhver yfirlýsing sem býr til miklu meira vesen. Þetta er svo heimskulegt,“ sagði Albert. „Þetta er svona í öllum klúbbum. Það eru kannski 2-3 klúbbar á Íslandi sem eru ekki í neinum vandamálum með launamál. Það hafa allir lent í því einhvern tímann á ferlinum að það þurfti að bíða aðeins með launin. Það er meira sjokkerandi að leikmenn séu að fara á útihátíð, tala við menn með hlaðvörp og segja: Það er verið að biðja mig um að bíða með launin. Ég horfi meira á það. Það er vandamálið. Ekki það að félagið þurfi að biðja leikmenn aðeins um að bíða. Það hafa allir lent í því. Að gefa út einhverja yfirlýsingu býr bara til stærri snjóbolta. Svo til að toppa þetta allt, Ragnar Bragi; þeir setja mikilvægasta leikmanninn sinn í tveggja leikja bann. Þetta er bara svo heimskulegt. Það mætti halda að ég sé að stýra þessum klúbbi.“ Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Fylkir Stúkan Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Fylkir tapaði 3-0 fyrir Breiðabliki í Bestu deild karla á þriðjudaginn og er á botni deildarinnar með tólf stig. Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði liðsins, byrjaði á bekknum þar sem Fylkismenn héldu að hann ætti að taka út leikbann gegn Blikum en svo reyndist ekki vera. Fyrir leikinn sendi Fylkir svo frá sér yfirlýsingu þar sem félagið viðurkenndi að hafa frestað launagreiðslum til leikmanna. „Þetta er vandræðalegt fyrir klúbbinn,“ sagði Albert um mál Ragnars Braga í Stúkunni í gær. „Að þeir hafi allir klikkað á þessu. Ok, það er búið að setja upp leikinn. Ég skil það vel. En Ragnar Bragi er mikilvægasti leikmaður liðsins. Hann er fyrirliðinn og djúpur miðjumaður. Ég held að þeir hefðu alveg getað sett hann samt inn. Þú ert með Rúnar [Pál Sigmundsson] sem er mjög reynslumikill þjálfari og aðstoðarþjálfarann Brynjar Björn [Gunnarsson]. Þú ert með menn í kringum klúbbinn sem hafa spilað leikinn og alla leikmennina; að enginn hafi kveikt á þessu er hálf ótrúlegt og mjög vandræðalegt.“ Þá kom engin yfirlýsing Albert rifjaði upp umræðuna um Gunnlaug Fannar Guðmundsson fyrir tímabilið og brottrekstur aðstoðarþjálfarans Olgeirs Sigurgeirssonar. „Þá heyrðist ekkert. Þá kom engin yfirlýsing frá klúbbnum út af því. Það bjó bara til meira vesen. Það fóru allir að spá í af hverju hann var látinn fara. Þeir hefðu getað komið með eina þægilega yfirlýsingu með það og búið,“ sagði Albert og sneri sér svo að yfirlýsingu Fylkis um launamálin. Klippa: Stúkan - Umræða um Fylki Kveikjan að því var umfjöllun í hlaðvarpinu Þungavigtinni að einhverjir leikmenn Fylkis hefðu verið beðnir um að bíða að fá greidd laun. DV fjallaði um. Í yfirlýsingunni gengust Fylkismenn við því að hafa frestað launagreiðslum. „Einhverjir pjakkar á Þjóðhátíð: Það var verið að biðja okkur að bíða með greiðslur. Þá kemur einhver yfirlýsing sem býr til miklu meira vesen. Þetta er svo heimskulegt,“ sagði Albert. „Þetta er svona í öllum klúbbum. Það eru kannski 2-3 klúbbar á Íslandi sem eru ekki í neinum vandamálum með launamál. Það hafa allir lent í því einhvern tímann á ferlinum að það þurfti að bíða aðeins með launin. Það er meira sjokkerandi að leikmenn séu að fara á útihátíð, tala við menn með hlaðvörp og segja: Það er verið að biðja mig um að bíða með launin. Ég horfi meira á það. Það er vandamálið. Ekki það að félagið þurfi að biðja leikmenn aðeins um að bíða. Það hafa allir lent í því. Að gefa út einhverja yfirlýsingu býr bara til stærri snjóbolta. Svo til að toppa þetta allt, Ragnar Bragi; þeir setja mikilvægasta leikmanninn sinn í tveggja leikja bann. Þetta er bara svo heimskulegt. Það mætti halda að ég sé að stýra þessum klúbbi.“ Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Fylkir Stúkan Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira