Vallarstjóri Kópavogs: Frágangurinn ekki eins og við hefðum viljað hafa hann Þorsteinn Hjálmsson skrifar 8. ágúst 2024 21:11 Markið er ekki komið upp og má sjá markstangirnar liggja í vítateignum. Vísir/VPE Ekkert varð að leik HK og KR í kvöld sem fram átti að fara inn í Kórnum. Varð það ljóst eftir að annað markið var úrskurðað ónothæft og ekki tókst að koma öðru marki á viðeigandi máta fyrir að mati dómara leiksins. Síðastliðnar tvær vikur hefur farið fram vinna við að skipta um gervigras á Kórnum og ljóst að í þeim framkvæmdum var ekki gengið frá undirstöðum marksins á viðeigandi hátt. Ómar Stefánsson, vallarstjóri Kópavogsbæjar, harmar það að ekki hafi verið búið að kippa þessu í liðinN fyrir leik kvöldsins. Ástæðan að baki þess er sú að hólkarnir sem markið gengur ofan í þegar það er fest ofan í völlinn voru í ólagi, sem var vitað fyrir leikinn. „Markið sem við ætluðum að nota var gamla markið. Það kemur svo í ljós að það er sprunga í því, eða brotið, og þegar við ætlum að setja ný mörk ofan í, varamörkin okkar, þá eru hólkarnir ekki í lagi sem við vissum síðan fyrir sex árum.“ „En staðan hjá verktakanum var sú að byrginn hans úti, að hans sögn, eigi ekki hólka né mörk. Ef hann hefði látið okkur vita að markið sé brotið þegar það fer ofan í þá hefðum við náð að laga það í dag. En þarna eru samskiptaörðugleikar á milli sem gerir það að verkum að við vitum ekki af markinu og frágangurinn er þar af leiðandi ekki eins og við hefðum viljað hafa það. En við komumst ekki að því fyrr en dómarinn sér að það er skakkt mark.“ „Reyndum okkar besta“ Þrátt fyrir ýmsar hugmyndir og tilraunir til þess að koma löglegu marki í gagnið endaði það með því að dómarar leiksins töldu það ekki standast þær kröfur sem til þess væru gerðar. Ómar Stefánsson, oddviti framsóknarmanna í Kópavogi.vísir/daníel „Gamli hólkurinn stendur upp úr jörðinni og þeir vildu ekki leyfa mér að taka þá áhættu að skera hólkinn í burtu og mixa það, því markið er alltaf færanlegt. Þeir vilja auðvitað hafa þau mjög föst sem er skiljanlegt, en við reyndum okkar besta það er bara þannig og það verða allir að sýna því skilning. Það er ekki Kópavogur sem er að klikka í þessu tilviki,“ segir Ómar. Menn reyndu sitt besta í KórnumVísir/VPE Aðspurður hvenær hægt væri að leika aftur inn í Kórnum svaraði Ómar því um hæl. „Kórinn er spilfær, ég laga markið á morgun. Við höfum gert þetta áður, þegar við vitum að markið sé bilað þá lögum við það. Þannig að markið verður soðið á morgun og lagað þannig að það verður komið hérna inn ef að verktakinn sem sér um viðgerðina kemur og bjargar okkur, sem ég geri bara fastlega ráð fyrir.“ Stefnt er að því að spila leikinn 22. ágúst, en KSÍ á þó eftir að staðfesta nýjan leiktíma. Besta deild karla HK KR Kópavogur Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira
Síðastliðnar tvær vikur hefur farið fram vinna við að skipta um gervigras á Kórnum og ljóst að í þeim framkvæmdum var ekki gengið frá undirstöðum marksins á viðeigandi hátt. Ómar Stefánsson, vallarstjóri Kópavogsbæjar, harmar það að ekki hafi verið búið að kippa þessu í liðinN fyrir leik kvöldsins. Ástæðan að baki þess er sú að hólkarnir sem markið gengur ofan í þegar það er fest ofan í völlinn voru í ólagi, sem var vitað fyrir leikinn. „Markið sem við ætluðum að nota var gamla markið. Það kemur svo í ljós að það er sprunga í því, eða brotið, og þegar við ætlum að setja ný mörk ofan í, varamörkin okkar, þá eru hólkarnir ekki í lagi sem við vissum síðan fyrir sex árum.“ „En staðan hjá verktakanum var sú að byrginn hans úti, að hans sögn, eigi ekki hólka né mörk. Ef hann hefði látið okkur vita að markið sé brotið þegar það fer ofan í þá hefðum við náð að laga það í dag. En þarna eru samskiptaörðugleikar á milli sem gerir það að verkum að við vitum ekki af markinu og frágangurinn er þar af leiðandi ekki eins og við hefðum viljað hafa það. En við komumst ekki að því fyrr en dómarinn sér að það er skakkt mark.“ „Reyndum okkar besta“ Þrátt fyrir ýmsar hugmyndir og tilraunir til þess að koma löglegu marki í gagnið endaði það með því að dómarar leiksins töldu það ekki standast þær kröfur sem til þess væru gerðar. Ómar Stefánsson, oddviti framsóknarmanna í Kópavogi.vísir/daníel „Gamli hólkurinn stendur upp úr jörðinni og þeir vildu ekki leyfa mér að taka þá áhættu að skera hólkinn í burtu og mixa það, því markið er alltaf færanlegt. Þeir vilja auðvitað hafa þau mjög föst sem er skiljanlegt, en við reyndum okkar besta það er bara þannig og það verða allir að sýna því skilning. Það er ekki Kópavogur sem er að klikka í þessu tilviki,“ segir Ómar. Menn reyndu sitt besta í KórnumVísir/VPE Aðspurður hvenær hægt væri að leika aftur inn í Kórnum svaraði Ómar því um hæl. „Kórinn er spilfær, ég laga markið á morgun. Við höfum gert þetta áður, þegar við vitum að markið sé bilað þá lögum við það. Þannig að markið verður soðið á morgun og lagað þannig að það verður komið hérna inn ef að verktakinn sem sér um viðgerðina kemur og bjargar okkur, sem ég geri bara fastlega ráð fyrir.“ Stefnt er að því að spila leikinn 22. ágúst, en KSÍ á þó eftir að staðfesta nýjan leiktíma.
Besta deild karla HK KR Kópavogur Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira