Harris þaggaði niður í stuðningsfólki Palestínumanna Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2024 15:35 Kamala Harris ávarpar stuðningsmenn sína í Michigan í gærkvöldi. AP/Carlos Osorio Mótmælendur sem kyrjuðu slagorð um stríðsátökin á Gasa trufluðu endurtekið kosningafund Kamölu Harris, forsetaefnis Demókrataflokksins, í Michigan í Bandaríkjunum í gær. Harris hvatti fólkið til þess að segja það hreint út ef það vildi fá Donald Trump sem forseta. Kosningafundur Harris í Detroit í gærkvöldi var sá fjölmennasti frá því að hún tók við Joe Biden sem frambjóðandi demókrata. Mótmælendurnir stöðvuðu ræðu hennar í tvígang, meðal annars með því að kyrja: „Kamala, Kamala, þú getur ekki falið þig. Við kjósum ekki með þjóðarmorði“ og vísuðu til hernaðaraðgerða Ísraela á Gasa. Í fyrra skiptið brást Harris við með því að segja að hún tryði á lýðræðið og að rödd allra skipti máli. Nú hefði hún hins vegar orðið. Þegar mótmælin brutust út aftur þegar hún reyndi að tala um hvað það þýddi fyrir Bandaríkin ef Trump næði endurkjöri hvessti Harris sig meira. „Vitiði hvað? Ef þið viljið að Donald Trump vinni, segið það þá. Að öðru leyti þá hef ég orðið,“ sagði Harris við mikinn fögnuð stuðningsmanna sinna. Ástandið skapar sundrung á meðal demókrata Stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs hefur valdið óeiningu innan Demókrataflokksins, sérstaklega í Michigan þar sem er stórt samfélag innflytjenda sem eiga rætur að rekja til Palestínu og múslima. Hópur þeirra skipulagði mótmæli gegn Joe Biden sem fólust í því að greiða honum ekki atkvæði í forvali demókrata til þess að andæfa stuðningi hans við Ísrael. Tveir fulltrúar þeirrar hreyfingar sögðust hafa rædd stuttlega við Harris og Tim Walz, varaforsetaefni hennar, fyrir kosningafundinn í gær og óskað eftir formlegum fundi til að ræða kröfur þeirra, þar á meðal vopnasölubann á Ísrael og varanlegt vopnahlé á Gasa. Harris hafi verið opin fyrir því, að því er kemur fram í frétt USA Today. Talsmaður Harris segir stefnu hennar skýra í málefnum Ísraels og Palestínu. Hún muni alltaf tryggja að Ísrael geti varist árásum íranskra stjórnvalda og hryðjuverkahópa sem þau styðja. Hún einbeiti sér einnig að því að tryggja vopnahlé sem tryggi öryggi Ísraels, frelsi gísla sem Hamas-samtökin tóku og að þjáningum Palestínumanna ljúki. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Nær dauða en lífi á bráðamóttökunni Innlent Efast um núverandi forystusveit Sjálfstæðisflokksins Innlent Sáu skefti sem reyndist vera af gasskammbyssu Innlent Stal verðmætum fyrir 6,3 milljónir á tveimur árum Innlent Varaforseti Bush yngri ætlar að kjósa Harris Erlent Söluhagnaður af ólöglegri sjónvarpssölu eldsneyti glæpahópa Innlent Dæmi um að börn komi heim með vopn úr sólarlandaferðum Innlent Aukinn úrtölutónn í umræðum um loftslagsvá Innlent Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ Erlent Maður fluttur á slysadeild eftir að pítsa brann Innlent Fleiri fréttir Varaforseti Bush yngri ætlar að kjósa Harris Skutu bandarískan aðgerðasinna til bana á Vesturbakkanum Refsing Trump í þagnargreiðslumáli ákveðin eftir kosningar Bæjaryfirvöld á Ítalíu í stríði við íbúa frá Bangladess Sumarið það hlýjasta frá upphafi Ljóst hverjir verða á nýjum dönskum peningaseðlum Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ Stjórnvöld í Kína banna ættleiðingar frá landinu Gaf syni sínum byssu þrátt fyrir hótanir um skotárás Fjöldi grunnskólabarna lést í eldsvoða Hunter Biden breytir afstöðu í skattsvikamáli Danska lögreglan má nú nota andlitsgreiningu Rúmar fimmtíu milljónir á mánuði fyrir Rússaáróður Barnier nýr forsætisráðherra Frakklands „Þeir komu fram við mig eins og tuskudúkku“ Skutu vopnaðan mann til bana í München Enn ein „lokatilraun“: Samkomulag sagt stranda á tveimur atriðum Segja yfirburði Bandaríkjanna ógn við stöðugleika í heiminum Samfélagið í sjokki en lífið gengur samt sinn vanagang Utanríkismálin meira áberandi og Pennsylvanía í brennidepli Minnst fjórir látnir eftir skotárás í menntaskóla Utanríkisráðherra Svíþjóðar hættir Skipstjóri rekinn eftir vandræðalega myndatöku Segja Hvaldimír hafa verið skotinn Óheiðarlegum verktaka og stefnuleysi stjórnvalda um að kenna Stærsta aðgerð gegn ISIS í Írak í nokkur ár Játar að hafa leyft tugum karla að nauðga konu sinni Ákæra leiðtoga Hamas vegna árásanna 7. október Sjö látnir í árásum Rússa á Lviv og utanríkisráðherrann að hætta Enn einn eldflaugavísindamaðurinn dæmdur í fangelsi Sjá meira
Kosningafundur Harris í Detroit í gærkvöldi var sá fjölmennasti frá því að hún tók við Joe Biden sem frambjóðandi demókrata. Mótmælendurnir stöðvuðu ræðu hennar í tvígang, meðal annars með því að kyrja: „Kamala, Kamala, þú getur ekki falið þig. Við kjósum ekki með þjóðarmorði“ og vísuðu til hernaðaraðgerða Ísraela á Gasa. Í fyrra skiptið brást Harris við með því að segja að hún tryði á lýðræðið og að rödd allra skipti máli. Nú hefði hún hins vegar orðið. Þegar mótmælin brutust út aftur þegar hún reyndi að tala um hvað það þýddi fyrir Bandaríkin ef Trump næði endurkjöri hvessti Harris sig meira. „Vitiði hvað? Ef þið viljið að Donald Trump vinni, segið það þá. Að öðru leyti þá hef ég orðið,“ sagði Harris við mikinn fögnuð stuðningsmanna sinna. Ástandið skapar sundrung á meðal demókrata Stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs hefur valdið óeiningu innan Demókrataflokksins, sérstaklega í Michigan þar sem er stórt samfélag innflytjenda sem eiga rætur að rekja til Palestínu og múslima. Hópur þeirra skipulagði mótmæli gegn Joe Biden sem fólust í því að greiða honum ekki atkvæði í forvali demókrata til þess að andæfa stuðningi hans við Ísrael. Tveir fulltrúar þeirrar hreyfingar sögðust hafa rædd stuttlega við Harris og Tim Walz, varaforsetaefni hennar, fyrir kosningafundinn í gær og óskað eftir formlegum fundi til að ræða kröfur þeirra, þar á meðal vopnasölubann á Ísrael og varanlegt vopnahlé á Gasa. Harris hafi verið opin fyrir því, að því er kemur fram í frétt USA Today. Talsmaður Harris segir stefnu hennar skýra í málefnum Ísraels og Palestínu. Hún muni alltaf tryggja að Ísrael geti varist árásum íranskra stjórnvalda og hryðjuverkahópa sem þau styðja. Hún einbeiti sér einnig að því að tryggja vopnahlé sem tryggi öryggi Ísraels, frelsi gísla sem Hamas-samtökin tóku og að þjáningum Palestínumanna ljúki.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Nær dauða en lífi á bráðamóttökunni Innlent Efast um núverandi forystusveit Sjálfstæðisflokksins Innlent Sáu skefti sem reyndist vera af gasskammbyssu Innlent Stal verðmætum fyrir 6,3 milljónir á tveimur árum Innlent Varaforseti Bush yngri ætlar að kjósa Harris Erlent Söluhagnaður af ólöglegri sjónvarpssölu eldsneyti glæpahópa Innlent Dæmi um að börn komi heim með vopn úr sólarlandaferðum Innlent Aukinn úrtölutónn í umræðum um loftslagsvá Innlent Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ Erlent Maður fluttur á slysadeild eftir að pítsa brann Innlent Fleiri fréttir Varaforseti Bush yngri ætlar að kjósa Harris Skutu bandarískan aðgerðasinna til bana á Vesturbakkanum Refsing Trump í þagnargreiðslumáli ákveðin eftir kosningar Bæjaryfirvöld á Ítalíu í stríði við íbúa frá Bangladess Sumarið það hlýjasta frá upphafi Ljóst hverjir verða á nýjum dönskum peningaseðlum Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ Stjórnvöld í Kína banna ættleiðingar frá landinu Gaf syni sínum byssu þrátt fyrir hótanir um skotárás Fjöldi grunnskólabarna lést í eldsvoða Hunter Biden breytir afstöðu í skattsvikamáli Danska lögreglan má nú nota andlitsgreiningu Rúmar fimmtíu milljónir á mánuði fyrir Rússaáróður Barnier nýr forsætisráðherra Frakklands „Þeir komu fram við mig eins og tuskudúkku“ Skutu vopnaðan mann til bana í München Enn ein „lokatilraun“: Samkomulag sagt stranda á tveimur atriðum Segja yfirburði Bandaríkjanna ógn við stöðugleika í heiminum Samfélagið í sjokki en lífið gengur samt sinn vanagang Utanríkismálin meira áberandi og Pennsylvanía í brennidepli Minnst fjórir látnir eftir skotárás í menntaskóla Utanríkisráðherra Svíþjóðar hættir Skipstjóri rekinn eftir vandræðalega myndatöku Segja Hvaldimír hafa verið skotinn Óheiðarlegum verktaka og stefnuleysi stjórnvalda um að kenna Stærsta aðgerð gegn ISIS í Írak í nokkur ár Játar að hafa leyft tugum karla að nauðga konu sinni Ákæra leiðtoga Hamas vegna árásanna 7. október Sjö látnir í árásum Rússa á Lviv og utanríkisráðherrann að hætta Enn einn eldflaugavísindamaðurinn dæmdur í fangelsi Sjá meira
Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ Erlent
Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ Erlent