Harris velur ríkisstjóra Minnesota sem varaforsetaefni Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2024 13:05 Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, árið 2022. AP/Abbie Parr Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, verður varaforsetaefni Kamölu Harris, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, fyrir bandarísku forsetakosningarnar í haust. Harris kynnti varaforsetaefni sitt í dag og saman ætla þau að koma fram á kosningafundi í Fíladelfíu í Pennsylvaníu. Josh Shapiro, ríkisstjóri þess ríkis, hafði einnig ítrekað verið nefndur sem mögulegt varaforsetaefni Harris. Hún tilkynnti endanlegt val sitt á samfélagsmiðlum á þriðja tímanum en áður höfðu bandarískir miðlar greint frá niðurstöðunni. I am proud to announce that I've asked @Tim_Walz to be my running mate.As a governor, a coach, a teacher, and a veteran, he's delivered for working families like his.It's great to have him on the team.Now let’s get to work. Join us:https://t.co/W4AE2WlMTj— Kamala Harris (@KamalaHarris) August 6, 2024 Walz er sextugur fyrrverandi liðsforingi úr Bandaríkjaher og framhaldsskólakennari. Hann hefur verið ríkisstjóri Minnesota frá 2019 en er upprunalega frá Nebraska. Walz sat í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir demókrata frá 2007 þar til hann varð ríkisstjóri. Sæti sitt á þingi vann hann af repúblikana sem hafði setið í sex kjörtímabil samfleytt. Ríkisstjórinn hefur vakið töluverða athygli í fjölmiðlum að undanförnu. Meðal annars er honum eignað að hafa byrjað að kalla Donald Trump og J.D. Vance, frambjóðendur Repúblikanaflokksins, „skrýtna“. Fulltrúar demókrata hafa fylgt á eftir og lýst skoðunum og hátterni repúblikana sem skrýtnum við hvert tækifæri sem gefst. Nýja varaforsetaefnið studdi Joe Biden þrátt fyrir það sem þótti afleit frammistaða hans í sjónvarpskappræðum í sumar. Walz lýsti yfir stuðningi við Harris daginn eftir að Biden ákvað að stíga til hliðar sem frambjóðandi demókrata. Með valinu er Harris sögð reyna að styrkja stöðu sína í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna sem skipta sköpum í forsetakosningunum. Walz, sem er sagður geta náð til hvítra kjósenda í dreifðari byggðum, hefur sem ríkisstjóri meðal annars lögfest rétt til þungunarrofs eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna afnam hann og komið í gegn ýmis konar aðstoð við barnafólk. Walz er lítt þekktur á landsvísu. Samkvæmt Washington Post sögðust sjö af hverjum tíu skráðum kjósendum ekki vissir um hvort þeir hefðu heyrt hans getið eða að þeir hefðu aldrei heyrt um hann í könnun sem var gerð í þessum mánuði. Sex af hverjum tíu demókrötum þekktu heldur ekki til hans. Af þeim sem sögðust þekkja nægilega til Walz til þess að mynda sér skoðun á honum höfðu sautján prósent skráðra kjósenda jákvæða afstöðu til hans en tólf prósent neikvæða. View this post on Instagram A post shared by Kamala Harris (@kamalaharris) Fréttin hefur verið uppfærð í kjölfar tilkynningar frá framboði Harris. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Munurinn nemur þriggja ára skólagöngu Innlent „Eins og eitt stórt þvagpróf af Reykjavík“ Innlent „Fyrir mér virðist ég vera mjög auðvelt fórnarlamb“ Innlent Breskar konur stíga fram og ásaka Tate um nauðgun Erlent Krefjast þess að ríkisstjórn vakni af blundi á „sögulegum“ mótmælum Innlent Fegurðarsamkeppnin sem tók ljótan snúning Erlent Hringdi í skólann og varaði við rétt fyrir árásina Erlent „Gætu orðið áhrifamestu kappræður allra tíma“ Erlent Örn réðst á tveggja ára stúlku Erlent Umfangsmikil leit að manni sem skaut fimm í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Sýrlendingar reiðir yfir árásum Ísraela Tugir látnir eftir öflugasta fellibyl Víetnam í áratugi Örn réðst á tveggja ára stúlku Hringdi í skólann og varaði við rétt fyrir árásina Umfangsmikil leit að manni sem skaut fimm í Kentucky Breskar konur stíga fram og ásaka Tate um nauðgun Sammála um að Rússar þurfi að eiga aðkomu að næstu friðarráðstefnu Fjórir sagðir látnir eftir árásir Ísraela á Sýrland „Gætu orðið áhrifamestu kappræður allra tíma“ Stjórnarandstöðuleiðtoginn flúinn til Spánar Fegurðarsamkeppnin sem tók ljótan snúning Kom út og sá alelda Rebeccu hlaupa í áttina að sér Áður óséð myndefni tekið eftir morðið á Kennedy fer á uppboð Skaut þrjá til bana á landamærunum Krefjast rannsóknar eftir að ung kona var skotin í höfuðið Farið lent en fararnir urðu eftir Reiði vegna útnefningar nýs forsætisráðherra Drap 81 dýr á þremur tímum Dæmdur fyrir að drepa bófa sem íslensk kona kom upp um „Faðir þinn byrlaði mér til að nauðga mér með ókunnugum“ Varaforseti Bush yngri ætlar að kjósa Harris Skutu bandarískan aðgerðasinna til bana á Vesturbakkanum Refsing Trump í þagnargreiðslumáli ákveðin eftir kosningar Bæjaryfirvöld á Ítalíu í stríði við íbúa frá Bangladess Sumarið það hlýjasta frá upphafi Ljóst hverjir verða á nýjum dönskum peningaseðlum Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ Stjórnvöld í Kína banna ættleiðingar frá landinu Gaf syni sínum byssu þrátt fyrir hótanir um skotárás Fjöldi grunnskólabarna lést í eldsvoða Sjá meira
Harris kynnti varaforsetaefni sitt í dag og saman ætla þau að koma fram á kosningafundi í Fíladelfíu í Pennsylvaníu. Josh Shapiro, ríkisstjóri þess ríkis, hafði einnig ítrekað verið nefndur sem mögulegt varaforsetaefni Harris. Hún tilkynnti endanlegt val sitt á samfélagsmiðlum á þriðja tímanum en áður höfðu bandarískir miðlar greint frá niðurstöðunni. I am proud to announce that I've asked @Tim_Walz to be my running mate.As a governor, a coach, a teacher, and a veteran, he's delivered for working families like his.It's great to have him on the team.Now let’s get to work. Join us:https://t.co/W4AE2WlMTj— Kamala Harris (@KamalaHarris) August 6, 2024 Walz er sextugur fyrrverandi liðsforingi úr Bandaríkjaher og framhaldsskólakennari. Hann hefur verið ríkisstjóri Minnesota frá 2019 en er upprunalega frá Nebraska. Walz sat í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir demókrata frá 2007 þar til hann varð ríkisstjóri. Sæti sitt á þingi vann hann af repúblikana sem hafði setið í sex kjörtímabil samfleytt. Ríkisstjórinn hefur vakið töluverða athygli í fjölmiðlum að undanförnu. Meðal annars er honum eignað að hafa byrjað að kalla Donald Trump og J.D. Vance, frambjóðendur Repúblikanaflokksins, „skrýtna“. Fulltrúar demókrata hafa fylgt á eftir og lýst skoðunum og hátterni repúblikana sem skrýtnum við hvert tækifæri sem gefst. Nýja varaforsetaefnið studdi Joe Biden þrátt fyrir það sem þótti afleit frammistaða hans í sjónvarpskappræðum í sumar. Walz lýsti yfir stuðningi við Harris daginn eftir að Biden ákvað að stíga til hliðar sem frambjóðandi demókrata. Með valinu er Harris sögð reyna að styrkja stöðu sína í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna sem skipta sköpum í forsetakosningunum. Walz, sem er sagður geta náð til hvítra kjósenda í dreifðari byggðum, hefur sem ríkisstjóri meðal annars lögfest rétt til þungunarrofs eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna afnam hann og komið í gegn ýmis konar aðstoð við barnafólk. Walz er lítt þekktur á landsvísu. Samkvæmt Washington Post sögðust sjö af hverjum tíu skráðum kjósendum ekki vissir um hvort þeir hefðu heyrt hans getið eða að þeir hefðu aldrei heyrt um hann í könnun sem var gerð í þessum mánuði. Sex af hverjum tíu demókrötum þekktu heldur ekki til hans. Af þeim sem sögðust þekkja nægilega til Walz til þess að mynda sér skoðun á honum höfðu sautján prósent skráðra kjósenda jákvæða afstöðu til hans en tólf prósent neikvæða. View this post on Instagram A post shared by Kamala Harris (@kamalaharris) Fréttin hefur verið uppfærð í kjölfar tilkynningar frá framboði Harris.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Munurinn nemur þriggja ára skólagöngu Innlent „Eins og eitt stórt þvagpróf af Reykjavík“ Innlent „Fyrir mér virðist ég vera mjög auðvelt fórnarlamb“ Innlent Breskar konur stíga fram og ásaka Tate um nauðgun Erlent Krefjast þess að ríkisstjórn vakni af blundi á „sögulegum“ mótmælum Innlent Fegurðarsamkeppnin sem tók ljótan snúning Erlent Hringdi í skólann og varaði við rétt fyrir árásina Erlent „Gætu orðið áhrifamestu kappræður allra tíma“ Erlent Örn réðst á tveggja ára stúlku Erlent Umfangsmikil leit að manni sem skaut fimm í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Sýrlendingar reiðir yfir árásum Ísraela Tugir látnir eftir öflugasta fellibyl Víetnam í áratugi Örn réðst á tveggja ára stúlku Hringdi í skólann og varaði við rétt fyrir árásina Umfangsmikil leit að manni sem skaut fimm í Kentucky Breskar konur stíga fram og ásaka Tate um nauðgun Sammála um að Rússar þurfi að eiga aðkomu að næstu friðarráðstefnu Fjórir sagðir látnir eftir árásir Ísraela á Sýrland „Gætu orðið áhrifamestu kappræður allra tíma“ Stjórnarandstöðuleiðtoginn flúinn til Spánar Fegurðarsamkeppnin sem tók ljótan snúning Kom út og sá alelda Rebeccu hlaupa í áttina að sér Áður óséð myndefni tekið eftir morðið á Kennedy fer á uppboð Skaut þrjá til bana á landamærunum Krefjast rannsóknar eftir að ung kona var skotin í höfuðið Farið lent en fararnir urðu eftir Reiði vegna útnefningar nýs forsætisráðherra Drap 81 dýr á þremur tímum Dæmdur fyrir að drepa bófa sem íslensk kona kom upp um „Faðir þinn byrlaði mér til að nauðga mér með ókunnugum“ Varaforseti Bush yngri ætlar að kjósa Harris Skutu bandarískan aðgerðasinna til bana á Vesturbakkanum Refsing Trump í þagnargreiðslumáli ákveðin eftir kosningar Bæjaryfirvöld á Ítalíu í stríði við íbúa frá Bangladess Sumarið það hlýjasta frá upphafi Ljóst hverjir verða á nýjum dönskum peningaseðlum Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ Stjórnvöld í Kína banna ættleiðingar frá landinu Gaf syni sínum byssu þrátt fyrir hótanir um skotárás Fjöldi grunnskólabarna lést í eldsvoða Sjá meira