Báru eld að miðstöð fyrir hælisleitendur Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. ágúst 2024 23:01 Mótmælendur köstuðu meðal annars grjóti að lögreglu. getty Enn er allt á suðupunkti víða um Bretland vegna óeirða og mikilla mótmæla, leidd af hægri öfgamönnum. Mótmælin beinast að komu hælisleitenda til Bretlands. Í dag báru mótmælendur í Rotherham eld að hóteli sem hýsir hælisleitendur. Á annað hundrað hafa verið handteknir og lögreglumenn slasast í átökum milli ólíkra hópa mótmælenda og lögreglu. Morð á þremur ungum stúlkum á dansskemmtun í Southport í síðustu viku hefur æst upp hægriöfgamenn og útlendingahatara sem hafa staðið fyrir óeirðum í fjölda borga. Grunaður morðingi er tæplega átján ára piltur sem fæddist í Cardiff í Wales og er sonur innflytjenda. Honum hefur ranglega verið lýst sem hælisleitenda í straumi falsupplýsinga á samfélagsmiðlum, sem fylgdu í kjölfar árásarinnar. Dómstari í Southport úrskurðaði að birta mætti nafn piltsins, þvert á fordæmi, til að stemma stigu við upplýsingaóreiðu. Átök.getty Það hefur dugað skammt, líkt og óeirðirnar bera með sér. Um sjöhundruð manns hópuðust saman fyrir utan Holiday Inn hótel í Rotherham til þess að bera eld að miðstöð fyrir hælisleitendur. Flöskum og grjóti var grýtt í átt að hótelinu, sem og lögreglu. Fjöldi lögreglumanna hefur slasast í átökunum síðustu daga. Óeirðir brutust út í Hull, Liverpool, Bristol, Manchester, Stoke, Blackpool og Belfast á Norður-Írlandi í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Minni mótmæli annars staðar enduðu ekki með uppþotum. „Komið þeim burt,“ var hrópað í mótmælunum í dag. „Það var mikið af reiðum, reiðum, reiðum hægriöfgamönnum,“ er haft eftir gagnmótmælenda í frétt Guardian. „Þetta er mjög óhugnanlegt“. Til átaka hefur komið milli þessara tveggja hópa sem eru á öndverðum meiði. Starmer á blaðamannafundi í dag.getty Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands hefur heitið lögreglu stuðningi til að takast á við óeirðirnar í kjölfar árásarinnar. Hann kennir hægriöfgahatri um glundroða undanfarinnar viku. „Ég fordæmi algjörlega glæpsamlega hegðun hægriöfgahópa nú um helgina. Velkist ekki í vafa um að þeir sem tóku þátt í þessu ofbeldi munu þurfa að standa skil á gjörðum sínum gagnvart lögunum. Lögreglan mun taka menn höndum. Einstaklingar verða hnepptir í varðhald. Ákærur verða gefnar út og sakfellingar fylgja í kjölfarið,“ sagði Starmer. Frá mótmælum í dag.getty Lögreglumenn hafa staðið í ströngu.getty Bretland Hnífaárás í Southport Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Á annað hundrað hafa verið handteknir og lögreglumenn slasast í átökum milli ólíkra hópa mótmælenda og lögreglu. Morð á þremur ungum stúlkum á dansskemmtun í Southport í síðustu viku hefur æst upp hægriöfgamenn og útlendingahatara sem hafa staðið fyrir óeirðum í fjölda borga. Grunaður morðingi er tæplega átján ára piltur sem fæddist í Cardiff í Wales og er sonur innflytjenda. Honum hefur ranglega verið lýst sem hælisleitenda í straumi falsupplýsinga á samfélagsmiðlum, sem fylgdu í kjölfar árásarinnar. Dómstari í Southport úrskurðaði að birta mætti nafn piltsins, þvert á fordæmi, til að stemma stigu við upplýsingaóreiðu. Átök.getty Það hefur dugað skammt, líkt og óeirðirnar bera með sér. Um sjöhundruð manns hópuðust saman fyrir utan Holiday Inn hótel í Rotherham til þess að bera eld að miðstöð fyrir hælisleitendur. Flöskum og grjóti var grýtt í átt að hótelinu, sem og lögreglu. Fjöldi lögreglumanna hefur slasast í átökunum síðustu daga. Óeirðir brutust út í Hull, Liverpool, Bristol, Manchester, Stoke, Blackpool og Belfast á Norður-Írlandi í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Minni mótmæli annars staðar enduðu ekki með uppþotum. „Komið þeim burt,“ var hrópað í mótmælunum í dag. „Það var mikið af reiðum, reiðum, reiðum hægriöfgamönnum,“ er haft eftir gagnmótmælenda í frétt Guardian. „Þetta er mjög óhugnanlegt“. Til átaka hefur komið milli þessara tveggja hópa sem eru á öndverðum meiði. Starmer á blaðamannafundi í dag.getty Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands hefur heitið lögreglu stuðningi til að takast á við óeirðirnar í kjölfar árásarinnar. Hann kennir hægriöfgahatri um glundroða undanfarinnar viku. „Ég fordæmi algjörlega glæpsamlega hegðun hægriöfgahópa nú um helgina. Velkist ekki í vafa um að þeir sem tóku þátt í þessu ofbeldi munu þurfa að standa skil á gjörðum sínum gagnvart lögunum. Lögreglan mun taka menn höndum. Einstaklingar verða hnepptir í varðhald. Ákærur verða gefnar út og sakfellingar fylgja í kjölfarið,“ sagði Starmer. Frá mótmælum í dag.getty Lögreglumenn hafa staðið í ströngu.getty
Bretland Hnífaárás í Southport Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira