Enn einar óeirðirnar í Bretlandi í kjölfar hnífaárásarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2024 08:26 Hægriöfgamenn hafa látið öllum illum látum eftir hnífstunguárásina í Southport í vikunni. Myndin er frá Hartlepool þar sem þeir kveiktu meðal annars í bílum. AP/Owen Humphreys/PA Þrír lögreglumenn slösuðust og kveikt var í byggingum þegar hundruð manna stóðu fyrir óeirðum í borginni Sunderland á norðaustur Englandi í gærkvöldi. Óeirðir hafa brotist út í nokkrum borgum eftir að hnífamaður stakk þrjár ungar stúlkur til bana í Southport í vikunni. Lögreglan í Norðymbralandi segir að lögreglumenn hafi staðið frammi fyrir alvarlegri ofbeldisógn í óeirðunum. Þrír þeirra voru fluttir á sjúkrahús vegna sára sinna, einn var útskrifaður fljótlega. Bjórdósum og múrsteinum var grýtt í lögreglumenn fyrir utan mosku og kveikt var í bílum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Átta óeirðarseggir voru handteknir eftir að þeir fóru ránshendi um lögreglustöð og kveikt var í ráðgjafarmiðstöð við hliðina á henni. Lögregla rannsakar hver stóð fyrir óeirðunum. BBC segir að frá skrílnum hafi heyrst niðrandi hróp um múslima og slagorð til stuðnings hægriöfgasamtökunum Enska varnarbandalagsins (EDL). Lewis Atkinson, þingmaður Verkamannaflokksins í Sunderland, sagði að fáni nýnasistaarms EDL hafi sést í uppþotunum í gær. Til ofbeldisfullra óeirða hefur komið á nokkrum stöðum, þar á meðal í Southport, London og Manchester, í kjölfar falskra fullyrðinga um hnífstunguárásina í Southport á mánudag þar sem sautján ára piltur stakk fjölda barna með þeim afleiðingum að þrjár ungar stúlkur létust. Lygum hefur verið dreift um að árásarmaðurinn sé hælisleitandi og múslimi. Hann fæddist hins vegar í Cardiff í Wales. Dómari ákvað að heimila nafngreiningu á árásarmanninum til þess að stemma stigu við upplýsingafalsi þrátt fyrir að bresk lög banni almennt að nöfn sakborninga undir lögaldri séu gerð opinber. BBC segist vita um að minnsta kosti þrjátíu fyrirhugaða mótmælafundi á vegum hægriöfgamanna vít og breytt um Bretland um helgina, þar á meðal í Southport. Hnífaárás í Southport Bretland Tengdar fréttir Nafngreina árásarmanninn til að stemma stigu við upplýsingafalsi Dómari í Bretlandi úrskurðaði að birta mætti nafn piltsins sem stakk fjölda barna, þar á meðal þrjú til bana, í Southport á Englandi í dag. Tvö börn sem hann særði hafa nú verið útskrifuð af sjúkrahúsi og ástand annarra fórnarlamba er sagt stöðugt. 1. ágúst 2024 11:55 Tugir lögregluþjóna slasaðir eftir óeirðir öfgamanna í Southport Breskur þingmaður segir „óþokka“ bera ábyrgð á uppþotunum sem 39 lögreglumenn slösuðust í eftir minningarstund um barnung fórnarlömb hnífaárásarinnar í Southport í gær. Múrsteinum var meðal annars kastað í lögreglumenn og kveikt í lögreglubíl. 31. júlí 2024 08:45 Mest lesið Telur röð tilviljana hafa orðið til þess að árásin átti sér stað Innlent Rannsókn hafin en efasemdir uppi um sekt Letby Erlent Þrír handteknir í tengslum við hnífstunguárás Innlent Sagði hótelið hafa sagt sér upp vegna meðgöngu maka Innlent Auglýsa eftir upplýsingum um 28 ára gamalt morðmál Erlent Gætu þurft að taka fram fyrir hendur Seðlabankans Innlent Handtekinn í Dubaí Erlent Flýta göngum til að forða fé af fjöllum Innlent Óvissustig og viðvaranir enn í gildi Innlent Brú hrundi eftir gríðarlegan fellibyl Erlent Fleiri fréttir Handtekinn í Dubaí Rannsókn hafin en efasemdir uppi um sekt Letby Auglýsa eftir upplýsingum um 28 ára gamalt morðmál Brú hrundi eftir gríðarlegan fellibyl Weinstein fluttur í flýti í bráðaaðgerð Þjóðverjar herða tökin á landamærum Meintir nauðgarar kvarta undan birtingu mynda og nafna Rýnt í kannanirnar: Hnífjafnt hjá Harris og Trump Sýrlendingar reiðir yfir árásum Ísraela Tugir látnir eftir öflugasta fellibyl Víetnam í áratugi Örn réðst á tveggja ára stúlku Hringdi í skólann og varaði við rétt fyrir árásina Umfangsmikil leit að manni sem skaut fimm í Kentucky Breskar konur stíga fram og ásaka Tate um nauðgun Sammála um að Rússar þurfi að eiga aðkomu að næstu friðarráðstefnu Fjórir sagðir látnir eftir árásir Ísraela á Sýrland „Gætu orðið áhrifamestu kappræður allra tíma“ Stjórnarandstöðuleiðtoginn flúinn til Spánar Fegurðarsamkeppnin sem tók ljótan snúning Kom út og sá alelda Rebeccu hlaupa í áttina að sér Áður óséð myndefni tekið eftir morðið á Kennedy fer á uppboð Skaut þrjá til bana á landamærunum Krefjast rannsóknar eftir að ung kona var skotin í höfuðið Farið lent en fararnir urðu eftir Reiði vegna útnefningar nýs forsætisráðherra Drap 81 dýr á þremur tímum Dæmdur fyrir að drepa bófa sem íslensk kona kom upp um „Faðir þinn byrlaði mér til að nauðga mér með ókunnugum“ Varaforseti Bush yngri ætlar að kjósa Harris Skutu bandarískan aðgerðasinna til bana á Vesturbakkanum Sjá meira
Lögreglan í Norðymbralandi segir að lögreglumenn hafi staðið frammi fyrir alvarlegri ofbeldisógn í óeirðunum. Þrír þeirra voru fluttir á sjúkrahús vegna sára sinna, einn var útskrifaður fljótlega. Bjórdósum og múrsteinum var grýtt í lögreglumenn fyrir utan mosku og kveikt var í bílum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Átta óeirðarseggir voru handteknir eftir að þeir fóru ránshendi um lögreglustöð og kveikt var í ráðgjafarmiðstöð við hliðina á henni. Lögregla rannsakar hver stóð fyrir óeirðunum. BBC segir að frá skrílnum hafi heyrst niðrandi hróp um múslima og slagorð til stuðnings hægriöfgasamtökunum Enska varnarbandalagsins (EDL). Lewis Atkinson, þingmaður Verkamannaflokksins í Sunderland, sagði að fáni nýnasistaarms EDL hafi sést í uppþotunum í gær. Til ofbeldisfullra óeirða hefur komið á nokkrum stöðum, þar á meðal í Southport, London og Manchester, í kjölfar falskra fullyrðinga um hnífstunguárásina í Southport á mánudag þar sem sautján ára piltur stakk fjölda barna með þeim afleiðingum að þrjár ungar stúlkur létust. Lygum hefur verið dreift um að árásarmaðurinn sé hælisleitandi og múslimi. Hann fæddist hins vegar í Cardiff í Wales. Dómari ákvað að heimila nafngreiningu á árásarmanninum til þess að stemma stigu við upplýsingafalsi þrátt fyrir að bresk lög banni almennt að nöfn sakborninga undir lögaldri séu gerð opinber. BBC segist vita um að minnsta kosti þrjátíu fyrirhugaða mótmælafundi á vegum hægriöfgamanna vít og breytt um Bretland um helgina, þar á meðal í Southport.
Hnífaárás í Southport Bretland Tengdar fréttir Nafngreina árásarmanninn til að stemma stigu við upplýsingafalsi Dómari í Bretlandi úrskurðaði að birta mætti nafn piltsins sem stakk fjölda barna, þar á meðal þrjú til bana, í Southport á Englandi í dag. Tvö börn sem hann særði hafa nú verið útskrifuð af sjúkrahúsi og ástand annarra fórnarlamba er sagt stöðugt. 1. ágúst 2024 11:55 Tugir lögregluþjóna slasaðir eftir óeirðir öfgamanna í Southport Breskur þingmaður segir „óþokka“ bera ábyrgð á uppþotunum sem 39 lögreglumenn slösuðust í eftir minningarstund um barnung fórnarlömb hnífaárásarinnar í Southport í gær. Múrsteinum var meðal annars kastað í lögreglumenn og kveikt í lögreglubíl. 31. júlí 2024 08:45 Mest lesið Telur röð tilviljana hafa orðið til þess að árásin átti sér stað Innlent Rannsókn hafin en efasemdir uppi um sekt Letby Erlent Þrír handteknir í tengslum við hnífstunguárás Innlent Sagði hótelið hafa sagt sér upp vegna meðgöngu maka Innlent Auglýsa eftir upplýsingum um 28 ára gamalt morðmál Erlent Gætu þurft að taka fram fyrir hendur Seðlabankans Innlent Handtekinn í Dubaí Erlent Flýta göngum til að forða fé af fjöllum Innlent Óvissustig og viðvaranir enn í gildi Innlent Brú hrundi eftir gríðarlegan fellibyl Erlent Fleiri fréttir Handtekinn í Dubaí Rannsókn hafin en efasemdir uppi um sekt Letby Auglýsa eftir upplýsingum um 28 ára gamalt morðmál Brú hrundi eftir gríðarlegan fellibyl Weinstein fluttur í flýti í bráðaaðgerð Þjóðverjar herða tökin á landamærum Meintir nauðgarar kvarta undan birtingu mynda og nafna Rýnt í kannanirnar: Hnífjafnt hjá Harris og Trump Sýrlendingar reiðir yfir árásum Ísraela Tugir látnir eftir öflugasta fellibyl Víetnam í áratugi Örn réðst á tveggja ára stúlku Hringdi í skólann og varaði við rétt fyrir árásina Umfangsmikil leit að manni sem skaut fimm í Kentucky Breskar konur stíga fram og ásaka Tate um nauðgun Sammála um að Rússar þurfi að eiga aðkomu að næstu friðarráðstefnu Fjórir sagðir látnir eftir árásir Ísraela á Sýrland „Gætu orðið áhrifamestu kappræður allra tíma“ Stjórnarandstöðuleiðtoginn flúinn til Spánar Fegurðarsamkeppnin sem tók ljótan snúning Kom út og sá alelda Rebeccu hlaupa í áttina að sér Áður óséð myndefni tekið eftir morðið á Kennedy fer á uppboð Skaut þrjá til bana á landamærunum Krefjast rannsóknar eftir að ung kona var skotin í höfuðið Farið lent en fararnir urðu eftir Reiði vegna útnefningar nýs forsætisráðherra Drap 81 dýr á þremur tímum Dæmdur fyrir að drepa bófa sem íslensk kona kom upp um „Faðir þinn byrlaði mér til að nauðga mér með ókunnugum“ Varaforseti Bush yngri ætlar að kjósa Harris Skutu bandarískan aðgerðasinna til bana á Vesturbakkanum Sjá meira
Nafngreina árásarmanninn til að stemma stigu við upplýsingafalsi Dómari í Bretlandi úrskurðaði að birta mætti nafn piltsins sem stakk fjölda barna, þar á meðal þrjú til bana, í Southport á Englandi í dag. Tvö börn sem hann særði hafa nú verið útskrifuð af sjúkrahúsi og ástand annarra fórnarlamba er sagt stöðugt. 1. ágúst 2024 11:55
Tugir lögregluþjóna slasaðir eftir óeirðir öfgamanna í Southport Breskur þingmaður segir „óþokka“ bera ábyrgð á uppþotunum sem 39 lögreglumenn slösuðust í eftir minningarstund um barnung fórnarlömb hnífaárásarinnar í Southport í gær. Múrsteinum var meðal annars kastað í lögreglumenn og kveikt í lögreglubíl. 31. júlí 2024 08:45