Umfangsmestu fangaskipti frá tímum kalda stríðsins Jón Ísak Ragnarsson skrifar 1. ágúst 2024 23:59 Bandaríkjamennirnir tíu sem sleppt var úr haldi eru á leið til Bandaríkjanna. Bandaríska ríkið Umfangsmestu fangaskipti Vesturlanda og Rússlands frá tímum kalda stríðsins áttu sér stað í dag, þegar skipts var á tuttugu og fjórum föngum. Rússar slepptu sextán úr haldi og átta manns var sleppt úr haldi frá fangelsum í Bandaríkjunum, Noregi, Þýskalandi, Póllandi og Slóveníu. Með þeim fylgdu tvö börn. Fangaskiptin áttu sér stað í Ankara í Tyrklandi í dag fimmtudag. Samningurinn var um 18 mánuði í bígerð, og svo virðist helsta þrætueplið hafi verið krafa Rússlands um morðingjann Vadim Krasikov. Krasikov var í lífstíðarfangelsi í Þýskalandi fyrir að hafa banað uppreisnarmanninum Zelimkhan Khangoshvili, sem var á lista hryðjuverkamanna hjá rússneskum stjórnvöldum. Krasikov hefur nú verið sleppt úr haldi og er farinn aftur til Rússlands, en þýsk stjórnvöld sögðu að ákvörðunin um að sleppa honum hafi ekki verið tekin af léttúð. Tölvuþrjótar og morðingjar í skiptum fyrir blaðamenn Meðal þeirra sem sleppt var úr haldi Rússa var bandaríski blaðamaðurinn Evan Gershkovich, sem hafði verið í haldi Rússa í 491 dag. Paul Whelan, fyrrverandi sjóliði hafði verið í haldi Rússa í fimm ár, og er einnig frjáls. Auk Gershkovic og Whelan er Alsa Kurmasheva, rússnesk-bandarískur útvarpsfréttamaður laus úr haldi. Hún var dæmd í sex og hálfs árs fangelsi fyrir að dreifa röngum upplýsingum um rússneska herinn í síðasta mánuði. Meðal þeirra sem Rússar fengu til baka auk Krasikovs, eru Vadim Konoshchenok, sem sat í fangelsi fyrir vopnasmygl. Hann var handtekinn í Eistlandi þar sem hann var gómaður við að smygla bandarískum vopnum til Rússlands. Vladislav Klyushin hefur einnig verið sleppt úr haldi. Hann er auðugur viðskiptajöfur, sem sat í fangelsi fyrir tölvuárásir. Roman Valeryevish Seleznev er einnig laus, en hann hafði fengið fjórtán ára fangelsisdóm fyrir umfangsmikla tölvuárás sem hafði margar milljónir dollara af bandarískum bönkum. Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Umfangsmikil fangaskipti gætu verið á næsta leiti Merki eru um umfangsmikil fangaskipti á milli Rússlands og Hvíta-Rússlands annars vegar og Bandaríkjanna, Þýskalands og Slóveníu hins vegar. Hermt er að blaðamaður Wall Street Journal sem Rússar handtóku í fyrra verði hluti af skiptunum. 1. ágúst 2024 12:21 Vill morðingja fyrir blaðamann Vladimír Pútin, forseti Rússlands, segist mögulega tilbúinn í fangaskipti vegna bandarísks blaðamanns sem haldið hefur verið í rússnesku fangelsi í tæpt ár vegna ásakana um njósnir. Í staðinn vill hann fá rússneskan njósnara sem situr í fangelsi í Þýskalandi fyrir morð. 9. febrúar 2024 16:00 Bandarískur blaðamaður fær sextán ára dóm í Rússlandi Evan Gershkovich, bandarískur blaðamaður Wall Street Journal, hlaut sextán ára fangelsisdóm í Rússlandi í dag fyrir meintar njósnir. 19. júlí 2024 16:45 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Fangaskiptin áttu sér stað í Ankara í Tyrklandi í dag fimmtudag. Samningurinn var um 18 mánuði í bígerð, og svo virðist helsta þrætueplið hafi verið krafa Rússlands um morðingjann Vadim Krasikov. Krasikov var í lífstíðarfangelsi í Þýskalandi fyrir að hafa banað uppreisnarmanninum Zelimkhan Khangoshvili, sem var á lista hryðjuverkamanna hjá rússneskum stjórnvöldum. Krasikov hefur nú verið sleppt úr haldi og er farinn aftur til Rússlands, en þýsk stjórnvöld sögðu að ákvörðunin um að sleppa honum hafi ekki verið tekin af léttúð. Tölvuþrjótar og morðingjar í skiptum fyrir blaðamenn Meðal þeirra sem sleppt var úr haldi Rússa var bandaríski blaðamaðurinn Evan Gershkovich, sem hafði verið í haldi Rússa í 491 dag. Paul Whelan, fyrrverandi sjóliði hafði verið í haldi Rússa í fimm ár, og er einnig frjáls. Auk Gershkovic og Whelan er Alsa Kurmasheva, rússnesk-bandarískur útvarpsfréttamaður laus úr haldi. Hún var dæmd í sex og hálfs árs fangelsi fyrir að dreifa röngum upplýsingum um rússneska herinn í síðasta mánuði. Meðal þeirra sem Rússar fengu til baka auk Krasikovs, eru Vadim Konoshchenok, sem sat í fangelsi fyrir vopnasmygl. Hann var handtekinn í Eistlandi þar sem hann var gómaður við að smygla bandarískum vopnum til Rússlands. Vladislav Klyushin hefur einnig verið sleppt úr haldi. Hann er auðugur viðskiptajöfur, sem sat í fangelsi fyrir tölvuárásir. Roman Valeryevish Seleznev er einnig laus, en hann hafði fengið fjórtán ára fangelsisdóm fyrir umfangsmikla tölvuárás sem hafði margar milljónir dollara af bandarískum bönkum.
Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Umfangsmikil fangaskipti gætu verið á næsta leiti Merki eru um umfangsmikil fangaskipti á milli Rússlands og Hvíta-Rússlands annars vegar og Bandaríkjanna, Þýskalands og Slóveníu hins vegar. Hermt er að blaðamaður Wall Street Journal sem Rússar handtóku í fyrra verði hluti af skiptunum. 1. ágúst 2024 12:21 Vill morðingja fyrir blaðamann Vladimír Pútin, forseti Rússlands, segist mögulega tilbúinn í fangaskipti vegna bandarísks blaðamanns sem haldið hefur verið í rússnesku fangelsi í tæpt ár vegna ásakana um njósnir. Í staðinn vill hann fá rússneskan njósnara sem situr í fangelsi í Þýskalandi fyrir morð. 9. febrúar 2024 16:00 Bandarískur blaðamaður fær sextán ára dóm í Rússlandi Evan Gershkovich, bandarískur blaðamaður Wall Street Journal, hlaut sextán ára fangelsisdóm í Rússlandi í dag fyrir meintar njósnir. 19. júlí 2024 16:45 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Umfangsmikil fangaskipti gætu verið á næsta leiti Merki eru um umfangsmikil fangaskipti á milli Rússlands og Hvíta-Rússlands annars vegar og Bandaríkjanna, Þýskalands og Slóveníu hins vegar. Hermt er að blaðamaður Wall Street Journal sem Rússar handtóku í fyrra verði hluti af skiptunum. 1. ágúst 2024 12:21
Vill morðingja fyrir blaðamann Vladimír Pútin, forseti Rússlands, segist mögulega tilbúinn í fangaskipti vegna bandarísks blaðamanns sem haldið hefur verið í rússnesku fangelsi í tæpt ár vegna ásakana um njósnir. Í staðinn vill hann fá rússneskan njósnara sem situr í fangelsi í Þýskalandi fyrir morð. 9. febrúar 2024 16:00
Bandarískur blaðamaður fær sextán ára dóm í Rússlandi Evan Gershkovich, bandarískur blaðamaður Wall Street Journal, hlaut sextán ára fangelsisdóm í Rússlandi í dag fyrir meintar njósnir. 19. júlí 2024 16:45
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila