Samkomulag í höfn við höfuðpaura hryðjuverkaárásanna 11. september Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. ágúst 2024 07:22 Khalid Sheikh Mohammed var handsamaður í Pakistan árið 2003. CIA Þrír menn sem eru sakaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 hafa náð samkomulagi við yfirvöld í Bandaríkjunum um að játa aðkomu sína gegn því að verða ekki dæmdir til dauða. Mennirnir, Khalid Sheikh Mohammed, Walid Muhammad Salih Mubarak Bin Attash og Mustafa Ahmed Adam al-Hawsawi, hafa verið í haldi á herstöðinni í Guantánamo-flóa á Kúbu í um áratug. Alls létust 2.996 þegar farþegaþotum var flogið á Tvíburaturnana í New York og Pentagon, auk þess sem farþegaþota brotlenti á akri í Pennsylvaníu eftir mótspyrnu farþega. Saksóknarar segja Khalid Sheikh Mohammed „arkítekt“ árásanna og að hann hafi viðrað hugmyndir sínar um að nota farþegaþotur til að fljúga á byggingar í Bandaríkjunum við Osama Bin Laden, þáverandi leiðtoga Al Kaída. Þá er hann einnig sagður hafa aðstoðað við þjálfun sumra þeirra sem tóku þátt í árásunum. Mohammed og Hawsawi voru handteknir í Pakistan í mars 2003. Fyrrnefndi var beittur vatnspyntingum að minnsta kosti 183 sinnum áður en þær voru bannaðar. Fjölskyldum fórnarlambanna var tilkynnt um samkomulagið áður en greint var frá því opinberlega. Það virðst ekki allir sáttir en Jim Smith, hvers eiginkona lést í árásunum, sagði ástvini látnu hafa verið rænda tækifærinu að mæta sakborningunum í dómsal. Þá ættu þeir að hljóta hörðustu mögulegu refsingu. Samkvæmt talsmanni þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna átti Bandaríkjaforseti ekki aðkomu að samningaviðræðunum en stjórnvöld höfðu áður hafnað því að samkomulag yrði gert við mennina. Repúblikanar hafa hins vegar gagnrýnt stjórnvöld harðlega fyrir niðurstöðuna. „Það eina sem er verra en að semja við hryðjuverkamenn er að semja við þá eftir að þeim hefur verið náð,“ sagði Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild þingsins. Hryðjuverkin 11. september 2001 Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Mennirnir, Khalid Sheikh Mohammed, Walid Muhammad Salih Mubarak Bin Attash og Mustafa Ahmed Adam al-Hawsawi, hafa verið í haldi á herstöðinni í Guantánamo-flóa á Kúbu í um áratug. Alls létust 2.996 þegar farþegaþotum var flogið á Tvíburaturnana í New York og Pentagon, auk þess sem farþegaþota brotlenti á akri í Pennsylvaníu eftir mótspyrnu farþega. Saksóknarar segja Khalid Sheikh Mohammed „arkítekt“ árásanna og að hann hafi viðrað hugmyndir sínar um að nota farþegaþotur til að fljúga á byggingar í Bandaríkjunum við Osama Bin Laden, þáverandi leiðtoga Al Kaída. Þá er hann einnig sagður hafa aðstoðað við þjálfun sumra þeirra sem tóku þátt í árásunum. Mohammed og Hawsawi voru handteknir í Pakistan í mars 2003. Fyrrnefndi var beittur vatnspyntingum að minnsta kosti 183 sinnum áður en þær voru bannaðar. Fjölskyldum fórnarlambanna var tilkynnt um samkomulagið áður en greint var frá því opinberlega. Það virðst ekki allir sáttir en Jim Smith, hvers eiginkona lést í árásunum, sagði ástvini látnu hafa verið rænda tækifærinu að mæta sakborningunum í dómsal. Þá ættu þeir að hljóta hörðustu mögulegu refsingu. Samkvæmt talsmanni þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna átti Bandaríkjaforseti ekki aðkomu að samningaviðræðunum en stjórnvöld höfðu áður hafnað því að samkomulag yrði gert við mennina. Repúblikanar hafa hins vegar gagnrýnt stjórnvöld harðlega fyrir niðurstöðuna. „Það eina sem er verra en að semja við hryðjuverkamenn er að semja við þá eftir að þeim hefur verið náð,“ sagði Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild þingsins.
Hryðjuverkin 11. september 2001 Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira