„Kvarta ekki þegar við siglum þessu heim eitt-núll“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 30. júlí 2024 22:36 Jóhannes Karl Sigsteinsson tók við Stjörnunni af Kristjáni Guðmundssyni. vísir/diego Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan og góðan sigur á liði Fylkis, 0-1, í kvöld þegar þessi lið mættust í fimmtándu umferð Bestu deildar kvenna. „Góð tilfinning að klára þetta. Þetta var skrítinn leikur og við byrjuðum frábærlega. Mér fannst fyrstu þrjátíu mínúturnar verulega sterkar. Við vorum að koma okkur mikið inn í box og skapa færi. Við skorum eitt mark og eftir það kemur Fylkir bara inn í leikinn og þær eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og það sást alveg í dag að þær voru til í að selja sig mjög dýrt og við þurftum virkilega að hafa fyrir þessu,“ sagði Jóhannes Karl Sigsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. Stjarnan réði lögum og lofum fyrsta hálftíma leiksins og voru í raun óheppnar að leiða ekki leikinn með meira en einu marki. „Ef þú lætur ekki kné fylgja kviði meðan þú hefur augnablikið með þá þarf svo lítið til að skipta leikjum. Fylkir er með hörku lið og um leið og þær fundu að við fórum að taka eina, tvær feil sendingar og fórum aðeins að minnka pressuna á þær að þá ganga þær á lagið og vinna sig inn í leikinn,“ sagði Jóhannes Karl. Stjarnan spilaði ágætlega í kvöld og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Þær voru mjög ógnandi í föstum leikatriðum. „Við stjórnum leiknum framan af og erum að skapa bæði úr opnum leik og erum líka að fá mjög mikið af aukaspyrnum, hornspyrnum og löngum innköstum og skorum úr einu slíku og það er kannski það sem skilur á milli í dag,“ sagði Jóhannes Karl. „Seinni hálfleikurinn er miklu opnari. Fylkir koma bara mjög sterkar og setja erfiða pressu á okkur sem við þurfum að losa með að sparka boltanum frá okkur. Heilt yfir þá hefði ég viljað sjá okkur gera betur í opnum leik og þá sérstaklega í seinni hálfleik þegar að Fylkir er að ýta svona. Þá fáum við skyndisóknir sem að ég hefði viljað sjá betur útfærðar en ég kvarta ekki þegar við siglum þessu heim eitt núll.“ Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
„Góð tilfinning að klára þetta. Þetta var skrítinn leikur og við byrjuðum frábærlega. Mér fannst fyrstu þrjátíu mínúturnar verulega sterkar. Við vorum að koma okkur mikið inn í box og skapa færi. Við skorum eitt mark og eftir það kemur Fylkir bara inn í leikinn og þær eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og það sást alveg í dag að þær voru til í að selja sig mjög dýrt og við þurftum virkilega að hafa fyrir þessu,“ sagði Jóhannes Karl Sigsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. Stjarnan réði lögum og lofum fyrsta hálftíma leiksins og voru í raun óheppnar að leiða ekki leikinn með meira en einu marki. „Ef þú lætur ekki kné fylgja kviði meðan þú hefur augnablikið með þá þarf svo lítið til að skipta leikjum. Fylkir er með hörku lið og um leið og þær fundu að við fórum að taka eina, tvær feil sendingar og fórum aðeins að minnka pressuna á þær að þá ganga þær á lagið og vinna sig inn í leikinn,“ sagði Jóhannes Karl. Stjarnan spilaði ágætlega í kvöld og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Þær voru mjög ógnandi í föstum leikatriðum. „Við stjórnum leiknum framan af og erum að skapa bæði úr opnum leik og erum líka að fá mjög mikið af aukaspyrnum, hornspyrnum og löngum innköstum og skorum úr einu slíku og það er kannski það sem skilur á milli í dag,“ sagði Jóhannes Karl. „Seinni hálfleikurinn er miklu opnari. Fylkir koma bara mjög sterkar og setja erfiða pressu á okkur sem við þurfum að losa með að sparka boltanum frá okkur. Heilt yfir þá hefði ég viljað sjá okkur gera betur í opnum leik og þá sérstaklega í seinni hálfleik þegar að Fylkir er að ýta svona. Þá fáum við skyndisóknir sem að ég hefði viljað sjá betur útfærðar en ég kvarta ekki þegar við siglum þessu heim eitt núll.“
Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira