Grunar vinstriöfgamenn um græsku Kjartan Kjartansson skrifar 30. júlí 2024 10:16 Lögreglumenn á brautarpalli á Norðurjárnbrautastöðinni í París á föstudag. Skemmdarverk voru unnin á háhraðalestarlínu að morgni opnunarhátíð Ólympíuleikanna. AP/Mark Baker Innanríkisráðherra Frakklands segir að grunur beinist að herskáum hópum vinstriöfgamanna vegna skemmdarverka sem voru unnin á hraðlestakerfi fyrir opnunarhátíð Ólympíuleikanna í París. Frekari skemmdarverk voru unnin í gær. Ljósleiðarastrengir við teina hraðlestarlínunnar TGV sem tengir París til norðurs, vestur og austurs voru skemmdir þannig að aflýsa þurfti lestarferðum rétt fyrir upphaf Ólympíuleikanna á föstudag. Enn liggur ekki fyrir hver var að verki en Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, ýjaði að því að vinstriöfgamenn ábyrgir, mögulega að áeggjan ónefndra aðila, í sjónvarpsviðtali í gær. „Þetta eru hefðbundnar aðferðir öfgavinstrisins. Við verðum að gæta okkar, spurningin er hvort að þeim hafi verið stýrt eða hvort að þetta var í þeirra eigin þágu. Það er fólk sem getur nálgast þessa hreyfingu,“ sagði Darmanin í véfréttarstíl. Um fimmtíu manns hefðu þegar verið handteknir sem hafi viljað vinna skemmdarverk eða standa fyrir róttækum mótmælum í París við upphaf leikanna. Spellvirkjar létu aftur til skarar skríða á aðfararnótt mánudags en þá voru skemmdir unnar á fjarskiptakerfi á fimm stöðum. Þær ollu einhverjum truflunum á fjarskiptaþjónustu en höfðu ekki áhrif á Ólympíuleikana, að sögn AP-fréttastofunnar. Lauren Nunez, lögreglustjórinn í París, gat ekki tjáð sig um hvort að tengsl væru á milli þeirra og skemmdanna sem voru unnar á lestarkerfinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Þetta var undirbúin aðgerð. Ef þetta var ekki fólk sem vinnur fyrir okkur þá var þetta fólk sem hafði upplýsingar,“ segir Romain Bonenfant, framkvæmdastjóri Sambands franskra fjarskiptafélaga. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Frakkland Erlend sakamál Tengdar fréttir Óvíst hvort að skemmdarverkin hafi áhrif: Skipulagsleysi setur svip sinn á samgöngumál Óvíst er að svo stöddu hvort skemmdarverkin á lestarkerfinu í Frakklandi muni hafa áhrif á íslenska Ólympíuhópinn, þó að það geti haft áhrif á lið stærri þjóða. Aðalfararstjóri íslenska hópsins segist verða var við gífurlega öryggisgæslu á svæðinu. 26. júlí 2024 12:06 Skemmdarverk unnin á hraðlestarlínum umhverfis París Skemmdarverk voru unnin á lestarkerfinu í Frakklandi í nótt, sem talsmenn franska lestarfyrirtækisins SNCF segja hafa miðað að því að lama kerfið. 26. júlí 2024 07:58 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Sjá meira
Ljósleiðarastrengir við teina hraðlestarlínunnar TGV sem tengir París til norðurs, vestur og austurs voru skemmdir þannig að aflýsa þurfti lestarferðum rétt fyrir upphaf Ólympíuleikanna á föstudag. Enn liggur ekki fyrir hver var að verki en Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, ýjaði að því að vinstriöfgamenn ábyrgir, mögulega að áeggjan ónefndra aðila, í sjónvarpsviðtali í gær. „Þetta eru hefðbundnar aðferðir öfgavinstrisins. Við verðum að gæta okkar, spurningin er hvort að þeim hafi verið stýrt eða hvort að þetta var í þeirra eigin þágu. Það er fólk sem getur nálgast þessa hreyfingu,“ sagði Darmanin í véfréttarstíl. Um fimmtíu manns hefðu þegar verið handteknir sem hafi viljað vinna skemmdarverk eða standa fyrir róttækum mótmælum í París við upphaf leikanna. Spellvirkjar létu aftur til skarar skríða á aðfararnótt mánudags en þá voru skemmdir unnar á fjarskiptakerfi á fimm stöðum. Þær ollu einhverjum truflunum á fjarskiptaþjónustu en höfðu ekki áhrif á Ólympíuleikana, að sögn AP-fréttastofunnar. Lauren Nunez, lögreglustjórinn í París, gat ekki tjáð sig um hvort að tengsl væru á milli þeirra og skemmdanna sem voru unnar á lestarkerfinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Þetta var undirbúin aðgerð. Ef þetta var ekki fólk sem vinnur fyrir okkur þá var þetta fólk sem hafði upplýsingar,“ segir Romain Bonenfant, framkvæmdastjóri Sambands franskra fjarskiptafélaga.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Frakkland Erlend sakamál Tengdar fréttir Óvíst hvort að skemmdarverkin hafi áhrif: Skipulagsleysi setur svip sinn á samgöngumál Óvíst er að svo stöddu hvort skemmdarverkin á lestarkerfinu í Frakklandi muni hafa áhrif á íslenska Ólympíuhópinn, þó að það geti haft áhrif á lið stærri þjóða. Aðalfararstjóri íslenska hópsins segist verða var við gífurlega öryggisgæslu á svæðinu. 26. júlí 2024 12:06 Skemmdarverk unnin á hraðlestarlínum umhverfis París Skemmdarverk voru unnin á lestarkerfinu í Frakklandi í nótt, sem talsmenn franska lestarfyrirtækisins SNCF segja hafa miðað að því að lama kerfið. 26. júlí 2024 07:58 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Sjá meira
Óvíst hvort að skemmdarverkin hafi áhrif: Skipulagsleysi setur svip sinn á samgöngumál Óvíst er að svo stöddu hvort skemmdarverkin á lestarkerfinu í Frakklandi muni hafa áhrif á íslenska Ólympíuhópinn, þó að það geti haft áhrif á lið stærri þjóða. Aðalfararstjóri íslenska hópsins segist verða var við gífurlega öryggisgæslu á svæðinu. 26. júlí 2024 12:06
Skemmdarverk unnin á hraðlestarlínum umhverfis París Skemmdarverk voru unnin á lestarkerfinu í Frakklandi í nótt, sem talsmenn franska lestarfyrirtækisins SNCF segja hafa miðað að því að lama kerfið. 26. júlí 2024 07:58