Grunar vinstriöfgamenn um græsku Kjartan Kjartansson skrifar 30. júlí 2024 10:16 Lögreglumenn á brautarpalli á Norðurjárnbrautastöðinni í París á föstudag. Skemmdarverk voru unnin á háhraðalestarlínu að morgni opnunarhátíð Ólympíuleikanna. AP/Mark Baker Innanríkisráðherra Frakklands segir að grunur beinist að herskáum hópum vinstriöfgamanna vegna skemmdarverka sem voru unnin á hraðlestakerfi fyrir opnunarhátíð Ólympíuleikanna í París. Frekari skemmdarverk voru unnin í gær. Ljósleiðarastrengir við teina hraðlestarlínunnar TGV sem tengir París til norðurs, vestur og austurs voru skemmdir þannig að aflýsa þurfti lestarferðum rétt fyrir upphaf Ólympíuleikanna á föstudag. Enn liggur ekki fyrir hver var að verki en Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, ýjaði að því að vinstriöfgamenn ábyrgir, mögulega að áeggjan ónefndra aðila, í sjónvarpsviðtali í gær. „Þetta eru hefðbundnar aðferðir öfgavinstrisins. Við verðum að gæta okkar, spurningin er hvort að þeim hafi verið stýrt eða hvort að þetta var í þeirra eigin þágu. Það er fólk sem getur nálgast þessa hreyfingu,“ sagði Darmanin í véfréttarstíl. Um fimmtíu manns hefðu þegar verið handteknir sem hafi viljað vinna skemmdarverk eða standa fyrir róttækum mótmælum í París við upphaf leikanna. Spellvirkjar létu aftur til skarar skríða á aðfararnótt mánudags en þá voru skemmdir unnar á fjarskiptakerfi á fimm stöðum. Þær ollu einhverjum truflunum á fjarskiptaþjónustu en höfðu ekki áhrif á Ólympíuleikana, að sögn AP-fréttastofunnar. Lauren Nunez, lögreglustjórinn í París, gat ekki tjáð sig um hvort að tengsl væru á milli þeirra og skemmdanna sem voru unnar á lestarkerfinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Þetta var undirbúin aðgerð. Ef þetta var ekki fólk sem vinnur fyrir okkur þá var þetta fólk sem hafði upplýsingar,“ segir Romain Bonenfant, framkvæmdastjóri Sambands franskra fjarskiptafélaga. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Frakkland Erlend sakamál Tengdar fréttir Óvíst hvort að skemmdarverkin hafi áhrif: Skipulagsleysi setur svip sinn á samgöngumál Óvíst er að svo stöddu hvort skemmdarverkin á lestarkerfinu í Frakklandi muni hafa áhrif á íslenska Ólympíuhópinn, þó að það geti haft áhrif á lið stærri þjóða. Aðalfararstjóri íslenska hópsins segist verða var við gífurlega öryggisgæslu á svæðinu. 26. júlí 2024 12:06 Skemmdarverk unnin á hraðlestarlínum umhverfis París Skemmdarverk voru unnin á lestarkerfinu í Frakklandi í nótt, sem talsmenn franska lestarfyrirtækisins SNCF segja hafa miðað að því að lama kerfið. 26. júlí 2024 07:58 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Ljósleiðarastrengir við teina hraðlestarlínunnar TGV sem tengir París til norðurs, vestur og austurs voru skemmdir þannig að aflýsa þurfti lestarferðum rétt fyrir upphaf Ólympíuleikanna á föstudag. Enn liggur ekki fyrir hver var að verki en Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, ýjaði að því að vinstriöfgamenn ábyrgir, mögulega að áeggjan ónefndra aðila, í sjónvarpsviðtali í gær. „Þetta eru hefðbundnar aðferðir öfgavinstrisins. Við verðum að gæta okkar, spurningin er hvort að þeim hafi verið stýrt eða hvort að þetta var í þeirra eigin þágu. Það er fólk sem getur nálgast þessa hreyfingu,“ sagði Darmanin í véfréttarstíl. Um fimmtíu manns hefðu þegar verið handteknir sem hafi viljað vinna skemmdarverk eða standa fyrir róttækum mótmælum í París við upphaf leikanna. Spellvirkjar létu aftur til skarar skríða á aðfararnótt mánudags en þá voru skemmdir unnar á fjarskiptakerfi á fimm stöðum. Þær ollu einhverjum truflunum á fjarskiptaþjónustu en höfðu ekki áhrif á Ólympíuleikana, að sögn AP-fréttastofunnar. Lauren Nunez, lögreglustjórinn í París, gat ekki tjáð sig um hvort að tengsl væru á milli þeirra og skemmdanna sem voru unnar á lestarkerfinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Þetta var undirbúin aðgerð. Ef þetta var ekki fólk sem vinnur fyrir okkur þá var þetta fólk sem hafði upplýsingar,“ segir Romain Bonenfant, framkvæmdastjóri Sambands franskra fjarskiptafélaga.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Frakkland Erlend sakamál Tengdar fréttir Óvíst hvort að skemmdarverkin hafi áhrif: Skipulagsleysi setur svip sinn á samgöngumál Óvíst er að svo stöddu hvort skemmdarverkin á lestarkerfinu í Frakklandi muni hafa áhrif á íslenska Ólympíuhópinn, þó að það geti haft áhrif á lið stærri þjóða. Aðalfararstjóri íslenska hópsins segist verða var við gífurlega öryggisgæslu á svæðinu. 26. júlí 2024 12:06 Skemmdarverk unnin á hraðlestarlínum umhverfis París Skemmdarverk voru unnin á lestarkerfinu í Frakklandi í nótt, sem talsmenn franska lestarfyrirtækisins SNCF segja hafa miðað að því að lama kerfið. 26. júlí 2024 07:58 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Óvíst hvort að skemmdarverkin hafi áhrif: Skipulagsleysi setur svip sinn á samgöngumál Óvíst er að svo stöddu hvort skemmdarverkin á lestarkerfinu í Frakklandi muni hafa áhrif á íslenska Ólympíuhópinn, þó að það geti haft áhrif á lið stærri þjóða. Aðalfararstjóri íslenska hópsins segist verða var við gífurlega öryggisgæslu á svæðinu. 26. júlí 2024 12:06
Skemmdarverk unnin á hraðlestarlínum umhverfis París Skemmdarverk voru unnin á lestarkerfinu í Frakklandi í nótt, sem talsmenn franska lestarfyrirtækisins SNCF segja hafa miðað að því að lama kerfið. 26. júlí 2024 07:58