„Við komum okkur í frábæra stöðu til að loka þessum leik“ Hinrik Wöhler skrifar 28. júlí 2024 19:43 Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, beið lægri hlut gegn Stjörnunni í dag. Vísir/Hulda Margrét Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, þurfti að sætta sig við 3-1 tap á móti Stjörnunni á Akranesi í dag. Skagamenn leiddu í hálfleik en Garðbæingar gengu á lagið í síðari hálfleik. „Við komum okkur í frábæra stöðu til að loka þessum leik en nýtum ekki þau tækifæri sem við fáum til að koma okkur í frábæra stöðu í seinni hálfleik. Við gerum virkilega vel að koma okkur í góða stöðu inn í hálfleikinn en hefðum átt að nýta þetta betur,“ sagði Jón Þór eftir leikinn í dag. Baldur Logi Guðlaugsson jafnaði leikinn fyrir Stjörnuna með skoti utan af velli og segir Jón Þór að það hafi breytt takti leiksins. „Mér fannst algjör „turning point“ jöfnunarmarkið sem þeir gera. Við vorum í algjöru dauðafæri hinum megin en fáum síðan mark á okkur með langskoti og það er ansi svekkjandi og sló okkur niður. Við héldum áfram að skapa okkur færi samt sem áður eftir það en það datt ekki með okkur og þeir gera virkilega vel í að nýta sér það.“ Skagamenn bættu í sóknina eftir þeir lentu 2-1 undir en þeim varð ekki ágengt og fengu mark í bakið. „Sama með þriðja markið, við erum að reyna að fjölga mönnum fram á við og þeir klára það virkilega vel,“ bætir Jón Þór við. ÍA situr í 5. sæti Bestu deildarinnar um þessar mundir en eftir mikið flug hafa þeir verið slegnir niður á jörðina og stigasöfnunin hefur verið dræm að undanförnu. Jón Þór segir að það vanti bara herslumuninn upp á í undanförnum leikjum. „Ég held að það sé bara fyrst og fremst það að við erum að koma okkur í stöður til þess að vinna þessa leiki en náum ekki að klára þær. Stundum fellur þetta með þér en stundum ekki. Það er ekki að falla með okkur þessa stundina en strákarnir gerðu raunverulega allt til að taka stjórn á leiknum og vinna leikinn en það dugði ekki til. Það er ekkert við því að segja núna.“ Haukur Andri Haraldsson, leikmaður Lille í Frakklandi, kom til liðsins í vikunni á lán og er þjálfarinn mjög spenntur fyrir því að sjá hann á vellinum á nýjan leik fyrir ÍA. „Gríðarlega ánægður með að fá Hauk og hann þekkir vel til liðsins og liðið þekkir vel til hans. Það verður mjög öflugt fyrir okkur að hafa náð honum,“ sagði Skagamaðurinn að lokum. Besta deild karla ÍA Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
„Við komum okkur í frábæra stöðu til að loka þessum leik en nýtum ekki þau tækifæri sem við fáum til að koma okkur í frábæra stöðu í seinni hálfleik. Við gerum virkilega vel að koma okkur í góða stöðu inn í hálfleikinn en hefðum átt að nýta þetta betur,“ sagði Jón Þór eftir leikinn í dag. Baldur Logi Guðlaugsson jafnaði leikinn fyrir Stjörnuna með skoti utan af velli og segir Jón Þór að það hafi breytt takti leiksins. „Mér fannst algjör „turning point“ jöfnunarmarkið sem þeir gera. Við vorum í algjöru dauðafæri hinum megin en fáum síðan mark á okkur með langskoti og það er ansi svekkjandi og sló okkur niður. Við héldum áfram að skapa okkur færi samt sem áður eftir það en það datt ekki með okkur og þeir gera virkilega vel í að nýta sér það.“ Skagamenn bættu í sóknina eftir þeir lentu 2-1 undir en þeim varð ekki ágengt og fengu mark í bakið. „Sama með þriðja markið, við erum að reyna að fjölga mönnum fram á við og þeir klára það virkilega vel,“ bætir Jón Þór við. ÍA situr í 5. sæti Bestu deildarinnar um þessar mundir en eftir mikið flug hafa þeir verið slegnir niður á jörðina og stigasöfnunin hefur verið dræm að undanförnu. Jón Þór segir að það vanti bara herslumuninn upp á í undanförnum leikjum. „Ég held að það sé bara fyrst og fremst það að við erum að koma okkur í stöður til þess að vinna þessa leiki en náum ekki að klára þær. Stundum fellur þetta með þér en stundum ekki. Það er ekki að falla með okkur þessa stundina en strákarnir gerðu raunverulega allt til að taka stjórn á leiknum og vinna leikinn en það dugði ekki til. Það er ekkert við því að segja núna.“ Haukur Andri Haraldsson, leikmaður Lille í Frakklandi, kom til liðsins í vikunni á lán og er þjálfarinn mjög spenntur fyrir því að sjá hann á vellinum á nýjan leik fyrir ÍA. „Gríðarlega ánægður með að fá Hauk og hann þekkir vel til liðsins og liðið þekkir vel til hans. Það verður mjög öflugt fyrir okkur að hafa náð honum,“ sagði Skagamaðurinn að lokum.
Besta deild karla ÍA Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira