„Sjaldan verið jafn súr og svekktur að tapa leik á móti toppliði“ Hinrik Wöhler skrifar 26. júlí 2024 20:45 Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, fer tómhentur heim af Kópavogsvelli. vísir / anton brink Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, var súr og svekktur með tap á móti Breiðabliki í kvöld í 14. umferð Bestu deildar kvenna. Hann tók þó marga jákvæða punkta úr leiknum í kvöld. „Mér fannst frammistaðan til mikillar fyrirmyndar. Stelpurnar lögðu mikið á sig, mikla vinnu og fylgdu skipulagi vel. Þær voru þéttar og vinnusemin til fyrirmyndar, ekkert út á það að setja. Við töpum þessu á marki eftir horn sem hrekkur af leikmanni og í netið, þetta var súrt.“ „Maður hefur sjaldan hefur verið jafn súr að tapa, Breiðablik er frábært lið og maður ætlast ekki til að koma hingað og ná í sigur en miðað við frammistöðuna í dag finnst mér við eiga eitthvað skilið út úr þessum leik,“ sagði Gunnar skömmu eftir leik. Eina mark leiksins kom í upphafi leiks og kom það úr hornspyrnu. Ásta Eir Árnadóttir kom boltanum í netið en á leiðinni hafði boltinn viðkomu í varnarmanni Fylkis og breytti um stefnu. „Að fá sig svona mark er súrt. Þær fengu auðvitað sín móment og færi líka en við vorum að verjast vel og halda skipulagi. Við fengum líka okkar móment líka til að setja mark á þér. Við erum að spila á móti besta liðinu og þær eru byrjaðar að tefja eftir 70 mínútur, eitthvað vorum við að gera vel og skapa skjálfta hjá þeim.“ „Við færðum okkur enn ofar þegar leið á leikinn en vildum ekki opna okkur of mikið, það skiptir líka máli í þeirri baráttu sem við erum í. Ég hef sjaldan verið jafn súr og svekktur að tapa leik á móti toppliði,“ sagði Gunnar. Fylkir náði langþráðum sigri í síðustu umferð þegar liðið sigraði Tindastól og var það annar sigurleikur liðsins á tímabilinu. Liðið situr í 9. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Keflavík sem situr í neðsta sæti. „Mér finnst við hafa stimplað okkur inn í síðasta leik og þessum. Liðsheildin góð og við vinnum vel saman, þær sem koma inn á líka. Þær hafa verið fljótar að komast í taktinn. Þannig klárlega tökum jákvæða punkta úr þessum leik í það sem fram undan er,“ bætti Gunnar við. Félagsskiptaglugginn er opinn í Bestu deild kvenna um þessar mundir en Gunnar býst ekki við miklum sviptingum hjá félaginu. „Við erum með ágætlega stóran hóp. Ef það dettur eitthvað fyrir okkur þá getur vel verið að við skoðum það. Við erum ekki að leita erlendis eða eitthvað svoleiðis, bara eitthvað sem hér á landi en annars erum við nokkuð sátt með hópinn. Þetta eru flottar stelpur og aðrar að stíga til baka úr meiðslum. Við sjáum bara til ef eitthvað óvænt kemur upp,“ sagði Gunnar að lokum um félagsskiptamarkaðinn. Besta deild kvenna Fylkir Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
„Mér fannst frammistaðan til mikillar fyrirmyndar. Stelpurnar lögðu mikið á sig, mikla vinnu og fylgdu skipulagi vel. Þær voru þéttar og vinnusemin til fyrirmyndar, ekkert út á það að setja. Við töpum þessu á marki eftir horn sem hrekkur af leikmanni og í netið, þetta var súrt.“ „Maður hefur sjaldan hefur verið jafn súr að tapa, Breiðablik er frábært lið og maður ætlast ekki til að koma hingað og ná í sigur en miðað við frammistöðuna í dag finnst mér við eiga eitthvað skilið út úr þessum leik,“ sagði Gunnar skömmu eftir leik. Eina mark leiksins kom í upphafi leiks og kom það úr hornspyrnu. Ásta Eir Árnadóttir kom boltanum í netið en á leiðinni hafði boltinn viðkomu í varnarmanni Fylkis og breytti um stefnu. „Að fá sig svona mark er súrt. Þær fengu auðvitað sín móment og færi líka en við vorum að verjast vel og halda skipulagi. Við fengum líka okkar móment líka til að setja mark á þér. Við erum að spila á móti besta liðinu og þær eru byrjaðar að tefja eftir 70 mínútur, eitthvað vorum við að gera vel og skapa skjálfta hjá þeim.“ „Við færðum okkur enn ofar þegar leið á leikinn en vildum ekki opna okkur of mikið, það skiptir líka máli í þeirri baráttu sem við erum í. Ég hef sjaldan verið jafn súr og svekktur að tapa leik á móti toppliði,“ sagði Gunnar. Fylkir náði langþráðum sigri í síðustu umferð þegar liðið sigraði Tindastól og var það annar sigurleikur liðsins á tímabilinu. Liðið situr í 9. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Keflavík sem situr í neðsta sæti. „Mér finnst við hafa stimplað okkur inn í síðasta leik og þessum. Liðsheildin góð og við vinnum vel saman, þær sem koma inn á líka. Þær hafa verið fljótar að komast í taktinn. Þannig klárlega tökum jákvæða punkta úr þessum leik í það sem fram undan er,“ bætti Gunnar við. Félagsskiptaglugginn er opinn í Bestu deild kvenna um þessar mundir en Gunnar býst ekki við miklum sviptingum hjá félaginu. „Við erum með ágætlega stóran hóp. Ef það dettur eitthvað fyrir okkur þá getur vel verið að við skoðum það. Við erum ekki að leita erlendis eða eitthvað svoleiðis, bara eitthvað sem hér á landi en annars erum við nokkuð sátt með hópinn. Þetta eru flottar stelpur og aðrar að stíga til baka úr meiðslum. Við sjáum bara til ef eitthvað óvænt kemur upp,“ sagði Gunnar að lokum um félagsskiptamarkaðinn.
Besta deild kvenna Fylkir Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira