Segir málið hið sérkennilegasta og krefst svara Ritstjórn skrifar 26. júlí 2024 10:35 Guðrún bíður eftir svörum frá Þjóðskrá um nafnabreytinguna. vísir Dómsmálaráðherra hefur óskað eftir gögnum frá Þjóðskrá vegna nafnabreytingar Mohammad Kourini sem fékk nafni sínu breytt í Mohamad Th. Jóhannesson. Hún væntir svara frá stofnuninni og ítrekar að sveigjanleiki í lögum um nafnabreytingar sé ekki ætlaður að auðvelda brotamönnum að fela sig í samfélaginu. Dómsmálaráðherra segir málið hið sérkennilegasta en Mohamad var á dögunum dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og önnur brot. „Já mér finnst þetta kalla á viðbrögð. Mér finnst dapurlegt að sjá að einstaklingar, hvort sem það eru Íslendingar eða útlendingar, ætli að misnota þau kerfi, lög og reglur sem við höfum sammælst um hér,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir og bætir við að hér á landi hafi ríkt nokkuð frjálsleg stefna þegar kemur að breytingu á mannanöfnum eða kenninöfnum. Ríkar ástæður þurfi að vera að baki Þá telur hún fulla ástæðu til að skoða nánar hvernig unnið sé eftir þessum lögum. „Það er alveg skýrt að við erum með ákvæði í lögunum sem heimila fólki að skipta um kenninafn ef ríkar ástæður eru þar að baki. Hins vegar höfum við verið ströng í túlkun okkar á því ákvæði, hvernig ber að gera það.“ Og hefur Guðrún þegar óskað eftir upplýsingum frá Þjóðskrá um hvernig þau beita þessu undanþáguákvæði. „Og ég vænti svara frá þeim í þá veruna og þegar ég hef fengið þau svör þá get ég fyrst tekið ákvörðun um hvort ég telji ástæðu til að annað hvort gera breytingar á lögunum eða gera breytingar á því vinnufyrirkomulagi sem þarna er viðhaft.“ Ekki tilgangur laganna „Ég vil ítreka að þessi sveigjanleiki sem íslensk stjórnvöld veita landsmönnum, að hafa tækifæri til að skipta um nafn, hann var aldrei hugsaður til þess að dæmdir afbrotamenn gætu nýtt sér þessa möguleika til þess að fela sig einhvern veginn undir öðrum formerkjum hér í samfélaginu.“ Mannanöfn Mál Mohamad Kourani Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Fráleitt að vernda glæpamenn frá eigin nafni Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigríður Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, velta fyrir sér nafnabreytingu manns sem áður hét Mohamad Kourani og nú Mohamad Thor Jóhannesson. Mögulega sé mál hans dæmi sem bendi til þess að endurskoða þurfi nafnalögin. 23. júlí 2024 21:38 Kourani þurfti undanþágu til að heita Jóhannesson Sakamaðurinn sem áður gegndi nafninu Mohamad Kourani hefur ákveðið að breyta um eftirnafn. Deildarstjóri hjá Þjóðskrá segir stofnunina ekki geta komið í veg fyrir að fólk skipti um nafn. Undanþáguákvæði gerir það að verkum að hann má kenna sig við Jóhannes. 23. júlí 2024 12:07 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Fleiri fréttir Fjögra til fimm metra bratti þar sem rútan fór útaf „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir málið hið sérkennilegasta en Mohamad var á dögunum dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og önnur brot. „Já mér finnst þetta kalla á viðbrögð. Mér finnst dapurlegt að sjá að einstaklingar, hvort sem það eru Íslendingar eða útlendingar, ætli að misnota þau kerfi, lög og reglur sem við höfum sammælst um hér,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir og bætir við að hér á landi hafi ríkt nokkuð frjálsleg stefna þegar kemur að breytingu á mannanöfnum eða kenninöfnum. Ríkar ástæður þurfi að vera að baki Þá telur hún fulla ástæðu til að skoða nánar hvernig unnið sé eftir þessum lögum. „Það er alveg skýrt að við erum með ákvæði í lögunum sem heimila fólki að skipta um kenninafn ef ríkar ástæður eru þar að baki. Hins vegar höfum við verið ströng í túlkun okkar á því ákvæði, hvernig ber að gera það.“ Og hefur Guðrún þegar óskað eftir upplýsingum frá Þjóðskrá um hvernig þau beita þessu undanþáguákvæði. „Og ég vænti svara frá þeim í þá veruna og þegar ég hef fengið þau svör þá get ég fyrst tekið ákvörðun um hvort ég telji ástæðu til að annað hvort gera breytingar á lögunum eða gera breytingar á því vinnufyrirkomulagi sem þarna er viðhaft.“ Ekki tilgangur laganna „Ég vil ítreka að þessi sveigjanleiki sem íslensk stjórnvöld veita landsmönnum, að hafa tækifæri til að skipta um nafn, hann var aldrei hugsaður til þess að dæmdir afbrotamenn gætu nýtt sér þessa möguleika til þess að fela sig einhvern veginn undir öðrum formerkjum hér í samfélaginu.“
Mannanöfn Mál Mohamad Kourani Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Fráleitt að vernda glæpamenn frá eigin nafni Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigríður Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, velta fyrir sér nafnabreytingu manns sem áður hét Mohamad Kourani og nú Mohamad Thor Jóhannesson. Mögulega sé mál hans dæmi sem bendi til þess að endurskoða þurfi nafnalögin. 23. júlí 2024 21:38 Kourani þurfti undanþágu til að heita Jóhannesson Sakamaðurinn sem áður gegndi nafninu Mohamad Kourani hefur ákveðið að breyta um eftirnafn. Deildarstjóri hjá Þjóðskrá segir stofnunina ekki geta komið í veg fyrir að fólk skipti um nafn. Undanþáguákvæði gerir það að verkum að hann má kenna sig við Jóhannes. 23. júlí 2024 12:07 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Fleiri fréttir Fjögra til fimm metra bratti þar sem rútan fór útaf „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Sjá meira
Fráleitt að vernda glæpamenn frá eigin nafni Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigríður Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, velta fyrir sér nafnabreytingu manns sem áður hét Mohamad Kourani og nú Mohamad Thor Jóhannesson. Mögulega sé mál hans dæmi sem bendi til þess að endurskoða þurfi nafnalögin. 23. júlí 2024 21:38
Kourani þurfti undanþágu til að heita Jóhannesson Sakamaðurinn sem áður gegndi nafninu Mohamad Kourani hefur ákveðið að breyta um eftirnafn. Deildarstjóri hjá Þjóðskrá segir stofnunina ekki geta komið í veg fyrir að fólk skipti um nafn. Undanþáguákvæði gerir það að verkum að hann má kenna sig við Jóhannes. 23. júlí 2024 12:07