„Vissi að þegar myndi líða á myndu þeir opna sig“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júlí 2024 20:30 Hallgrímur var sáttur að leik loknum. Vísir/Anton Brink „Þetta var góður sigur, ótrúlega gaman að halda hreinu og fullt af fólki mætt. Smá dramatískt, skorum seint í leiknum. Er virkilega ánægður,“ sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir 1-0 sigur sinna manna á Íslands- og bikarmeisturum Víkings í 15. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Víkingar hófu leikinn af miklum krafti enda pirraðir eftir að falla úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í vikunni. Inn vildi boltinn þó ekki, staðan markalaus í hálfleik og í þeim síðari tryggði Sveinn Margeir Hauksson heimaliðinu sigurinn í sínum síðasta leik fyrir KA í bili. „Fyrri hálfleikurinn er erfiður fyrir okkur, sérstaklega út af vellinum. Fannst þeir ekki fá nein dauðafæri en þeir stjórnuðu leiknum og við áttum aðeins erfitt, vorum of passífir. Ræddum það í hálfleik, breyttum aðeins til og þá gekk líka betur að halda í boltann.“ „Sterkt að koma til baka í seinni og gera svona vel eftir erfiðan fyrri hálfleik. Þegar hlutirnir eru ekki ganga ertu bara duglegur, hlaupa og berjast. Það tókst og í seinni hálfleik vorum það við sem sköpuðum dauðafærin. Seinni hálfleikur mjög sterkur og mjög sætt að klára þetta.“ „Mér fannst seinni mjög betri. Var ekkert sérlega ánægður með fyrri hálfleikinn, var bara ánægður með vinnusemina hjá okkur. Við breyttum aðeins i hálfleik og fannst við mun betri í seinni hálfleik. Vissi að þegar myndi líða á myndu þeir opna sig og þeir opnuðu sig svo sannarlega, við setjum inn smá hraða og mér fannst það skila sér í að ef annað liðið myndi skora þá værum það við.“ Um Svein Margeir sem er á leið í nám í Bandaríkjunum „Sveinn Margeir er bara frábær leikmaður, mjög fjölhæfur og gerir mikið fyrir okkur. Því miður er hann að fara frá okkur núna í skóla til Bandaríkjanna. Það er eins og það er, það kemur maður í mann stað. Við vonum virkilega að þegar hann er búinn með sitt nám þá komi hann og spili fyrir okkur aftur,“ sagði Hallgrímur að lokum. Eftir sigur dagsins situr KA í 7. sæti með 18 stig, einu stigi á eftir Fram sem á leik til góða. Sex efstu liðin fara í umspil um Íslandsmeistaratitilinn að loknum 22 umferðum á meðan neðstu sex berjast um hvaða lið falla. KA mætir Víkingum aftur í næsta mánuði þegar liðin mætast í úrslitum Mjólkurbikarsins. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Víkingar hófu leikinn af miklum krafti enda pirraðir eftir að falla úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í vikunni. Inn vildi boltinn þó ekki, staðan markalaus í hálfleik og í þeim síðari tryggði Sveinn Margeir Hauksson heimaliðinu sigurinn í sínum síðasta leik fyrir KA í bili. „Fyrri hálfleikurinn er erfiður fyrir okkur, sérstaklega út af vellinum. Fannst þeir ekki fá nein dauðafæri en þeir stjórnuðu leiknum og við áttum aðeins erfitt, vorum of passífir. Ræddum það í hálfleik, breyttum aðeins til og þá gekk líka betur að halda í boltann.“ „Sterkt að koma til baka í seinni og gera svona vel eftir erfiðan fyrri hálfleik. Þegar hlutirnir eru ekki ganga ertu bara duglegur, hlaupa og berjast. Það tókst og í seinni hálfleik vorum það við sem sköpuðum dauðafærin. Seinni hálfleikur mjög sterkur og mjög sætt að klára þetta.“ „Mér fannst seinni mjög betri. Var ekkert sérlega ánægður með fyrri hálfleikinn, var bara ánægður með vinnusemina hjá okkur. Við breyttum aðeins i hálfleik og fannst við mun betri í seinni hálfleik. Vissi að þegar myndi líða á myndu þeir opna sig og þeir opnuðu sig svo sannarlega, við setjum inn smá hraða og mér fannst það skila sér í að ef annað liðið myndi skora þá værum það við.“ Um Svein Margeir sem er á leið í nám í Bandaríkjunum „Sveinn Margeir er bara frábær leikmaður, mjög fjölhæfur og gerir mikið fyrir okkur. Því miður er hann að fara frá okkur núna í skóla til Bandaríkjanna. Það er eins og það er, það kemur maður í mann stað. Við vonum virkilega að þegar hann er búinn með sitt nám þá komi hann og spili fyrir okkur aftur,“ sagði Hallgrímur að lokum. Eftir sigur dagsins situr KA í 7. sæti með 18 stig, einu stigi á eftir Fram sem á leik til góða. Sex efstu liðin fara í umspil um Íslandsmeistaratitilinn að loknum 22 umferðum á meðan neðstu sex berjast um hvaða lið falla. KA mætir Víkingum aftur í næsta mánuði þegar liðin mætast í úrslitum Mjólkurbikarsins.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki