Sátt með sigurinn gegn sínu gamla félagi: „Alltaf gaman að spila á móti þeim“ Runólfur Trausti Þórhallsson og Valur Páll Eiríksson skrifa 20. júlí 2024 19:16 Natasha í stórleik Íslands og Þýskalands á dögunum. Vísir/Anton Brink Natasha Anasi-Erlingsson spilaði í dag sinn fyrsta leik í treyju Íslandsmeistara Vals sem var að sjálfsögðu gegn hennar fyrrum félagi Keflavík. Á endanum hafði Valur betur með herkjum og er nú jafnt Breiðabliki á toppi Bestu deildar kvenna í fótbolta þegar 13. umferðum er lokið. Sigurinn var gríðarlega torsóttur og kom sigurmarkið ekki fyrr en í uppbótartíma. Um var að ræða sjálfsmark en Valskonum gat vart verið meira sama, níundi sigurinn í röð og liðið jafnt Blikum á toppnum. Það var því glöð Natasha sem mætti í viðtal eftir leik. „Kíkti á hvaða leikur væri fyrst og sá Keflavík, geggjað. Það er alltaf gaman að spila á móti þeim og ég á enn margar vinkonur í liðinu en þetta var skemmtilegt, líka skemmtilegt að við höfum unnið,“ sagði Natasha sem spilaði með Keflavík frá 2017 til 2021. „Við spiluðum mjög vel, héldum boltanum og vorum að finna svæði, fengum mörg færi en þurfum að klára þau í næsta leik,“ sagði Natasha en Valskonur skutu tvívegis í stöng sem og þær misnýttu þónokkur dauðafæri í dag. „Það var erfitt andlega að vera í burtu frá fjölskyldunni svona lengi. Ég meiddist mjög snemma, náði að koma til baka og spila en það var upp og niður. Loksins fannst mér bara að ég þyrfti að spila meira og ákvað að koma heim. Það er mjög fínt að vera saman með fjölskyldunni líka,“ sagði Natasha um heimkomu sína. Hún er nýgengin í raðir Vals frá norska liðinu Brann og sagði Val alltaf hafa verið fyrsta kost í sinni bók. „Mér fannst eins og ég myndi líða vel hérna, þekki margar í liðinu og leist mjög vel á þjálfarateymið svo þetta var auðveld ákvörðun.“ „Gott að fá það, og fá tækifærið að spila þar. Koma með það sjálfstraust inn í þennan leik svo ég var mjög ánægð,“ sagði Natasha að endingu um landsleikjapásuna sem er nýafstaðin en Natasha stóð vaktina óvænt í vinstri bakverði í ótrúlegum 3-0 sigri Íslands á Þýskalandi. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Fleiri fréttir Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
Sigurinn var gríðarlega torsóttur og kom sigurmarkið ekki fyrr en í uppbótartíma. Um var að ræða sjálfsmark en Valskonum gat vart verið meira sama, níundi sigurinn í röð og liðið jafnt Blikum á toppnum. Það var því glöð Natasha sem mætti í viðtal eftir leik. „Kíkti á hvaða leikur væri fyrst og sá Keflavík, geggjað. Það er alltaf gaman að spila á móti þeim og ég á enn margar vinkonur í liðinu en þetta var skemmtilegt, líka skemmtilegt að við höfum unnið,“ sagði Natasha sem spilaði með Keflavík frá 2017 til 2021. „Við spiluðum mjög vel, héldum boltanum og vorum að finna svæði, fengum mörg færi en þurfum að klára þau í næsta leik,“ sagði Natasha en Valskonur skutu tvívegis í stöng sem og þær misnýttu þónokkur dauðafæri í dag. „Það var erfitt andlega að vera í burtu frá fjölskyldunni svona lengi. Ég meiddist mjög snemma, náði að koma til baka og spila en það var upp og niður. Loksins fannst mér bara að ég þyrfti að spila meira og ákvað að koma heim. Það er mjög fínt að vera saman með fjölskyldunni líka,“ sagði Natasha um heimkomu sína. Hún er nýgengin í raðir Vals frá norska liðinu Brann og sagði Val alltaf hafa verið fyrsta kost í sinni bók. „Mér fannst eins og ég myndi líða vel hérna, þekki margar í liðinu og leist mjög vel á þjálfarateymið svo þetta var auðveld ákvörðun.“ „Gott að fá það, og fá tækifærið að spila þar. Koma með það sjálfstraust inn í þennan leik svo ég var mjög ánægð,“ sagði Natasha að endingu um landsleikjapásuna sem er nýafstaðin en Natasha stóð vaktina óvænt í vinstri bakverði í ótrúlegum 3-0 sigri Íslands á Þýskalandi.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Fleiri fréttir Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira