Ómar Ingi: Spurning hvort hann standi við það sem hann lofaði vini sínum Þorsteinn Hjálmsson skrifar 20. júlí 2024 17:01 Ómar Ingi Guðmundsson hefur eflaust um margt að hugsa eftir leik dgsins. vísir/Diego HK gerði 1-1 jafntefli í dag gegn Vestra inn í Kórnum, en jöfnunarmark Vestra kom eftir agaleg mistök fyrirliða heimamanna, Leifs Andra Leifssonar. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, átti erfitt með að sætta sig við úrslit leiksins aðspurður hvort þetta hafi verið sanngjörn niðurstaða. „Miðað við hvernig mark þeir skora þá er erfitt að sætta sig við það allavegana,“ sagði Ómar Ingi. HK hafði þó allan síðari hálfleikinn til þess að bæta við, en ekkert varð úr því að annað mark liti dagsins ljós inn í gluggalausum Kórnum. „Það gekk ágætlega að skapa nokkur færi þarna. Birnir fær besta færi leiksins held ég á fjær svæðinu í seinni hálfleik. Það er alveg rétt að það gekk erfiðlega að skora annað mark. Er þetta samt ekki bara alltaf sanngjarnt á endanum, þeir skora eitt og við eitt þá verðum við bara að deila stigunum. Við ætluðum bara að vinna. Við vildum að það myndi endurspeglast í leik liðsins okkar í dag að við ætluðum okkur að vinna. Mér fannst svo sem þegar fór að líða á seinni hálfleikinn að við vorum að banka ágætlega fast á það að koma inn marki, en það gekk ekki. En það var klárlega ekki uppleggið að tapa ekki. Við ætluðum okkur að vinna.“ HK varð fyrir miklu áfalli í síðari hálfleik þar sem Arnar Freyr Ólafsson, markvörður liðsins meiddist alvarlega og var borinn af velli á börum. Aðspurður út í meiðslin hafði Ómar Ingi þetta að segja. „Ég held að hann hafi slitið hásin. Hann er bara á leiðinni upp á sjúkrahús núna. Mér heyrðist það á flest öllum að það er það sem gerðist.“ En hvað gera HK-ingar þá? Stefán Stefánsson, óreyndur markvörður HK, kom inn á í stað Arnars Freys. Miðað við ummæli Ómars Inga eftir leik er ólíklegt að hann spili marga leiki það sem eftir er af tímabilinu. „Við þurfum allavegana að bæta við okkur, held ég. Við tókum Beiti Ólafsson yfir rétt áður enn glugginn lokaði í vor, þannig að ég þarf bara að heyra í honum á eftir og gá hvort að hann sé allavegana klár í að koma á æfingar í vikunni. Annars þurfum við bara að sjá til hvað við gerum. Við eigum hann allavegana inni og nú er spurning hvort hann standi við það sem hann lofaði vini sínum.“ Beitir er skráður í HK.Vísir/Hulda Margrét En er HK að leita að styrkingum annars staðar á vellinum? „Við erum alveg að skoða. Það er ekki stór markaður hér á Íslandi, þannig að við erum að reyna að vanda okkur að skoða hvort það sé eitthvað erlendis, en ekkert sem er komið eitthvað á veg,“ sagði Ómar Ingi að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla HK Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
„Miðað við hvernig mark þeir skora þá er erfitt að sætta sig við það allavegana,“ sagði Ómar Ingi. HK hafði þó allan síðari hálfleikinn til þess að bæta við, en ekkert varð úr því að annað mark liti dagsins ljós inn í gluggalausum Kórnum. „Það gekk ágætlega að skapa nokkur færi þarna. Birnir fær besta færi leiksins held ég á fjær svæðinu í seinni hálfleik. Það er alveg rétt að það gekk erfiðlega að skora annað mark. Er þetta samt ekki bara alltaf sanngjarnt á endanum, þeir skora eitt og við eitt þá verðum við bara að deila stigunum. Við ætluðum bara að vinna. Við vildum að það myndi endurspeglast í leik liðsins okkar í dag að við ætluðum okkur að vinna. Mér fannst svo sem þegar fór að líða á seinni hálfleikinn að við vorum að banka ágætlega fast á það að koma inn marki, en það gekk ekki. En það var klárlega ekki uppleggið að tapa ekki. Við ætluðum okkur að vinna.“ HK varð fyrir miklu áfalli í síðari hálfleik þar sem Arnar Freyr Ólafsson, markvörður liðsins meiddist alvarlega og var borinn af velli á börum. Aðspurður út í meiðslin hafði Ómar Ingi þetta að segja. „Ég held að hann hafi slitið hásin. Hann er bara á leiðinni upp á sjúkrahús núna. Mér heyrðist það á flest öllum að það er það sem gerðist.“ En hvað gera HK-ingar þá? Stefán Stefánsson, óreyndur markvörður HK, kom inn á í stað Arnars Freys. Miðað við ummæli Ómars Inga eftir leik er ólíklegt að hann spili marga leiki það sem eftir er af tímabilinu. „Við þurfum allavegana að bæta við okkur, held ég. Við tókum Beiti Ólafsson yfir rétt áður enn glugginn lokaði í vor, þannig að ég þarf bara að heyra í honum á eftir og gá hvort að hann sé allavegana klár í að koma á æfingar í vikunni. Annars þurfum við bara að sjá til hvað við gerum. Við eigum hann allavegana inni og nú er spurning hvort hann standi við það sem hann lofaði vini sínum.“ Beitir er skráður í HK.Vísir/Hulda Margrét En er HK að leita að styrkingum annars staðar á vellinum? „Við erum alveg að skoða. Það er ekki stór markaður hér á Íslandi, þannig að við erum að reyna að vanda okkur að skoða hvort það sé eitthvað erlendis, en ekkert sem er komið eitthvað á veg,“ sagði Ómar Ingi að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla HK Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira