Forysta Demókrataflokksins farin að þrýsta á Biden Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. júlí 2024 11:30 Það hefur lítið farið fyrir Biden í fjölmiðlum vestanhafs síðustu viku. Donald Trump hefur á sama tíma baðað sig í sviðsljósinu á vel heppnuðu landsþingi, í kjölfar misheppnaðs banatilræðis. Getty Forysta Demókrataflokksins virðist vera farin að setja þrýsting á Joe Biden Bandaríkjaforseta um að stíga til hliðar í forsetakosningunum og hleypa öðrum að. CNN hefur greint frá því að Nancy Pelosi, fyrrverandi forseti neðri deildar þingsins, hafi sagt við forsetann í símtali síðustu viku að skoðanakannanir sýndu að hann gæti ekki sigrað Trump. Þá hefur verið greint frá því að Chuck Schumer og Hakeem Jeffries, leiðtogar Demókrata á þinginu, hafi lýst áhyggjum sínum. Samkvæmt New York Times sögðu báðir í samtölum við Biden á síðustu viku að þeir hefðu áhyggjur af möguleikum hans á að sigra Trump og ekki síður af áhrifum þess á komandi þingkosningar, þar sem meirihlutinn í báðum þingdeildum gæti fallið Repúblikönum í skaut. „Forsetinn sagði báðum leiðtogum að hann væri forsetaefni flokksins, að hann hefði í hyggju að sigra og að hann hlakkaði til að vinna með báðum til að koma í gegn 100 daga áætlun sinni til að aðstoða vinnandi fjölskyldum,“ sagði Andrew Bates, talsmaður Hvíta hússins, um samtölin. Bates svaraði fyrirspurnum CNN um Pelosi á sama hátt. Pelosi er fyrir sitt leiti sögð hafa lagt á það áherslu að samkvæmt könnunum ætti Biden ekki möguleika á því að vinna Trump. Forsetinn, sem er nýgreindur með Covid-19, er sagður hafa sagst ósammála. Samkvæmt CNN gátu heimildarmenn ekki svarað því hvort Pelosi hefði bókstaflega kallað eftir því að Biden hætti við að sækjast eftir endurkjöri, sem forsetinn hefur hafnað að gera nema ef honum yrði tjáð að það væri óráðlegt af læknisfræðilegum ástæðum. Pelosi og fleiri Demókratar, hafa ítrekað sagt að það sé undir forsetanum komið að ákveða hvað hann gerir. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
CNN hefur greint frá því að Nancy Pelosi, fyrrverandi forseti neðri deildar þingsins, hafi sagt við forsetann í símtali síðustu viku að skoðanakannanir sýndu að hann gæti ekki sigrað Trump. Þá hefur verið greint frá því að Chuck Schumer og Hakeem Jeffries, leiðtogar Demókrata á þinginu, hafi lýst áhyggjum sínum. Samkvæmt New York Times sögðu báðir í samtölum við Biden á síðustu viku að þeir hefðu áhyggjur af möguleikum hans á að sigra Trump og ekki síður af áhrifum þess á komandi þingkosningar, þar sem meirihlutinn í báðum þingdeildum gæti fallið Repúblikönum í skaut. „Forsetinn sagði báðum leiðtogum að hann væri forsetaefni flokksins, að hann hefði í hyggju að sigra og að hann hlakkaði til að vinna með báðum til að koma í gegn 100 daga áætlun sinni til að aðstoða vinnandi fjölskyldum,“ sagði Andrew Bates, talsmaður Hvíta hússins, um samtölin. Bates svaraði fyrirspurnum CNN um Pelosi á sama hátt. Pelosi er fyrir sitt leiti sögð hafa lagt á það áherslu að samkvæmt könnunum ætti Biden ekki möguleika á því að vinna Trump. Forsetinn, sem er nýgreindur með Covid-19, er sagður hafa sagst ósammála. Samkvæmt CNN gátu heimildarmenn ekki svarað því hvort Pelosi hefði bókstaflega kallað eftir því að Biden hætti við að sækjast eftir endurkjöri, sem forsetinn hefur hafnað að gera nema ef honum yrði tjáð að það væri óráðlegt af læknisfræðilegum ástæðum. Pelosi og fleiri Demókratar, hafa ítrekað sagt að það sé undir forsetanum komið að ákveða hvað hann gerir.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira