Vonar að árásin gegn Trump veki Bandaríkjamenn Jón Þór Stefánsson skrifar 16. júlí 2024 13:59 Halla Tómasdóttir ræddi skotárásina gegn Trump á CNN. Vísir/Vilhelm Halla Tómasdóttir, verðandi forseti Íslands, segir skotárás sem beindist að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hryggja sig. „Ofbeldi á ekki heima í stjórnmálum, eða nokkur staðar. Það mun ekki leysa djúpstæðan ágreining og sundrun sem við sjáum, ekki bara í Bandaríkjunum heldur um allan heim, en hann virðist alvarlegri hér [í Bandaríkjunum],“ sagði Halla í viðtali á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN, en þar sendi hún jafnframt samúðarkveðjur á fjölskyldu manns sem lést í árásinni. Halla vísaði til orða Ians Bremmer, bandarísks stjórnmálafræðings, og sagði stærstu ógn heims um þessar mundir vera að Bandaríkin væru í stríði við sjálf sig. „Ég vona að þessi harmleikur geti verið viðvörun og vakning til allra Bandaríkjamanna og fái þá til að hugsa um hvernig þeir bregðist við þessu,“ sagði Halla. „Ég vona, ekki bara fyrir hönd Bandaríkjanna heldur fyrir hönd heimsins, að þetta verði augnablik þar sem það rennur upp fyrir okkur að við þurfum að breyta um hugarfar varðandi hvað skipti máli. Líf skiptir máli.“ Halla sagði sundrun vera að eiga sér stað á Íslandi líkt og annars staðar í heiminum. Þó væri staðan allt önnur hér á landi en í Bandaríkjunum, en hún nefndi sem dæmi að vopnaburður lögreglu og borgara væri talsvert minni á Íslandi en vestanhafs. Að sögn Höllu þarf að gera umfangsmiklar breytingar á valdakerfi heimsins. Hún sagði að í sinni kosningabaráttu hafi sérstök áhersla verið lögð á að gefa ungu fólki tækifæri, til að mynda á samfélagsmiðlum. „Við lögðum áherslu á jákvæða baráttu. Ég gerði teymi mínu og stuðningsfólki ljóst að ef einhver myndi ekki standa við loforð um jákvæða baráttu: að veita engin neðanbeltishögg, eða vera ofbeldisfull eða hatrömm, þá myndu þau heyra frá mér samstundis. Og þau fóru ekki yfir línuna. Á tímum sem þessum þarf að sýna gott fordæmi.“ Halla Tómasdóttir Bandaríkin Donald Trump Forseti Íslands Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
„Ofbeldi á ekki heima í stjórnmálum, eða nokkur staðar. Það mun ekki leysa djúpstæðan ágreining og sundrun sem við sjáum, ekki bara í Bandaríkjunum heldur um allan heim, en hann virðist alvarlegri hér [í Bandaríkjunum],“ sagði Halla í viðtali á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN, en þar sendi hún jafnframt samúðarkveðjur á fjölskyldu manns sem lést í árásinni. Halla vísaði til orða Ians Bremmer, bandarísks stjórnmálafræðings, og sagði stærstu ógn heims um þessar mundir vera að Bandaríkin væru í stríði við sjálf sig. „Ég vona að þessi harmleikur geti verið viðvörun og vakning til allra Bandaríkjamanna og fái þá til að hugsa um hvernig þeir bregðist við þessu,“ sagði Halla. „Ég vona, ekki bara fyrir hönd Bandaríkjanna heldur fyrir hönd heimsins, að þetta verði augnablik þar sem það rennur upp fyrir okkur að við þurfum að breyta um hugarfar varðandi hvað skipti máli. Líf skiptir máli.“ Halla sagði sundrun vera að eiga sér stað á Íslandi líkt og annars staðar í heiminum. Þó væri staðan allt önnur hér á landi en í Bandaríkjunum, en hún nefndi sem dæmi að vopnaburður lögreglu og borgara væri talsvert minni á Íslandi en vestanhafs. Að sögn Höllu þarf að gera umfangsmiklar breytingar á valdakerfi heimsins. Hún sagði að í sinni kosningabaráttu hafi sérstök áhersla verið lögð á að gefa ungu fólki tækifæri, til að mynda á samfélagsmiðlum. „Við lögðum áherslu á jákvæða baráttu. Ég gerði teymi mínu og stuðningsfólki ljóst að ef einhver myndi ekki standa við loforð um jákvæða baráttu: að veita engin neðanbeltishögg, eða vera ofbeldisfull eða hatrömm, þá myndu þau heyra frá mér samstundis. Og þau fóru ekki yfir línuna. Á tímum sem þessum þarf að sýna gott fordæmi.“
Halla Tómasdóttir Bandaríkin Donald Trump Forseti Íslands Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira