Fagnar umræðu um kynfæralimlestingar barna Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. júlí 2024 20:48 Silja Dögg segir að samfélagið sé að breytast hratt, og nauðsynlegt sé að hafa skýra löggjöf um hluti eins og umskurð barna. Vísir/Vilhelm Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, fagnar nýrri skýrslu heilbrigðisráðherra um ofbeldi gegn börnum, sem tók kynfæralimlestingar á börnum meðal annars til umfjöllunar. Silja lagði fram frumvarp árið 2018 þar sem banna átti umskurð á drengjum, sem náði ekki fram að ganga. Mikilvægt er að heilbrigðiskerfið sé undirbúið fyrir fjölgun á limlestingum á kynfærum barna. Það er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu starfshóps sem Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fól að móta framtíðarsýn í heilbrigðisþjónustu fyrir börn sem eru þolendur ofbeldis. Hópurinn afmarkaði sig annars vegar við börn sem eru þolendur heimilisofbeldis og hins vegar börn sem eru útsett fyrir að undirgangast limlestingar á kynfærum. Í skýrslunni segir að með aukinni fjölmenningu megi heilbrigðiskerfið búast við því að slíkum aðgerðum muni fjölga á næstu misserum. Skýrslan gott skref í rétta átt Í skýrslunni er lagt til að heilbrigðisráðuneytið feli Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu að hanna verklag um nálgun við skimun varðandi limlestingar á kynfærum barna. Æskilegt væri að tengja skimun við meðgönguvernd, ung- og smábarnavernd og heilsuvernd í skólum. Silja Dögg segir að það yrði mjög gott skref í rétta átt að skima fyrir þessum limlestingum. „Umskurður var til dæmis ekkert mikið í umræðunni á Íslandi. Við erum að breytast úr frekar einsleitu samfélagi yfir í fjölmenningarsamfélag, og því fylgja bara ólíkir siðir og venjur. Við þurfum auðvitað að taka fleiri hluti inn í myndina og ræða þá,“ segir Silja. Löggjafin þurfi að velta fyrir sér hvort bregðast eigi við með löggjöf eða ekki. Það skal tekið fram að limlestingar á kynfærum stúlkna falla undir brot á íslenskum hegningarlögum. Umskurður drengja er ekki ólöglegur. Silja segir gott að hefja skimun eftir börnum sem eru í hættu á að lenda í limlestingum í mæðraverndinni. Hún trúir því að flestir foreldrar vilji börnum sínum allt það besta, og fræðsla um það hvaða afleiðingar þetta geti haft komi til með að fækka aðgerðunum. Ætti að vera bannað að gera ónauðsynlegar aðgerðir á kynfærum barna „Við erum að komast hjá því að skaða börn að óþörfu, í nafni einhvers, hvort sem það eru trúarástæður eða hefðir og venjur. Ég held að þetta sé mjög gott skref,“ segir Silja. Hún vonar að frumvarpið sem leggur til bann við umskurði drengja verði tekið upp að nýju. „Það ætti að vera bannað að gera ónauðsynlegar aðgerðir á kynfærum barna og öðrum líkamshlutum sem eru óafturkræfar og geta valdið skaða. Ég myndi vilja sjá bannið raungerast á einhverjum tímapunkti,“ segir Silja. Samfélagið á Íslandi sé að breytast mjög hratt og nauðsynlegt sé að hafa löggjöf um þessa hluti. „Heilbrigðir drengir, sem eru með heilbrigð kynfæri, að það megi krukka í þeim, mér finnst það skrítið. Ef þú horfir bara á stjórnarskrána, hvernig má það vera að lögin geti heimilað að gert sé upp á milli kynja?“ „Það má ekki bara tala um mannréttindi barna og hika svo við að gera löggjöfina þannig að hún virki fyrir öll börn,“ segir Silja Dögg. Framsóknarflokkurinn Ofbeldi gegn börnum Heilbrigðismál Tengdar fréttir Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29 Bandarískur gyðingur vonar að Íslendingar verði fyrstir til að banna umskurð Hann telur viðhorf gyðinga gagnvart umskurði að breytast. 20. maí 2018 22:19 Umskurðarfrumvarpi vísað frá fyrir þinglok Allsherjar- og menntamálanefnd mun ekki hleypa frumvarpi um bann við umskurði drengja til þinglegrar meðferðar. Meirihluti nefndarinnar hefur hafist handa við að skrifa frávísunartillögu sem lögð verður fyrir þingið í staðinn. 26. apríl 2018 06:00 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Sjá meira
Mikilvægt er að heilbrigðiskerfið sé undirbúið fyrir fjölgun á limlestingum á kynfærum barna. Það er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu starfshóps sem Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fól að móta framtíðarsýn í heilbrigðisþjónustu fyrir börn sem eru þolendur ofbeldis. Hópurinn afmarkaði sig annars vegar við börn sem eru þolendur heimilisofbeldis og hins vegar börn sem eru útsett fyrir að undirgangast limlestingar á kynfærum. Í skýrslunni segir að með aukinni fjölmenningu megi heilbrigðiskerfið búast við því að slíkum aðgerðum muni fjölga á næstu misserum. Skýrslan gott skref í rétta átt Í skýrslunni er lagt til að heilbrigðisráðuneytið feli Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu að hanna verklag um nálgun við skimun varðandi limlestingar á kynfærum barna. Æskilegt væri að tengja skimun við meðgönguvernd, ung- og smábarnavernd og heilsuvernd í skólum. Silja Dögg segir að það yrði mjög gott skref í rétta átt að skima fyrir þessum limlestingum. „Umskurður var til dæmis ekkert mikið í umræðunni á Íslandi. Við erum að breytast úr frekar einsleitu samfélagi yfir í fjölmenningarsamfélag, og því fylgja bara ólíkir siðir og venjur. Við þurfum auðvitað að taka fleiri hluti inn í myndina og ræða þá,“ segir Silja. Löggjafin þurfi að velta fyrir sér hvort bregðast eigi við með löggjöf eða ekki. Það skal tekið fram að limlestingar á kynfærum stúlkna falla undir brot á íslenskum hegningarlögum. Umskurður drengja er ekki ólöglegur. Silja segir gott að hefja skimun eftir börnum sem eru í hættu á að lenda í limlestingum í mæðraverndinni. Hún trúir því að flestir foreldrar vilji börnum sínum allt það besta, og fræðsla um það hvaða afleiðingar þetta geti haft komi til með að fækka aðgerðunum. Ætti að vera bannað að gera ónauðsynlegar aðgerðir á kynfærum barna „Við erum að komast hjá því að skaða börn að óþörfu, í nafni einhvers, hvort sem það eru trúarástæður eða hefðir og venjur. Ég held að þetta sé mjög gott skref,“ segir Silja. Hún vonar að frumvarpið sem leggur til bann við umskurði drengja verði tekið upp að nýju. „Það ætti að vera bannað að gera ónauðsynlegar aðgerðir á kynfærum barna og öðrum líkamshlutum sem eru óafturkræfar og geta valdið skaða. Ég myndi vilja sjá bannið raungerast á einhverjum tímapunkti,“ segir Silja. Samfélagið á Íslandi sé að breytast mjög hratt og nauðsynlegt sé að hafa löggjöf um þessa hluti. „Heilbrigðir drengir, sem eru með heilbrigð kynfæri, að það megi krukka í þeim, mér finnst það skrítið. Ef þú horfir bara á stjórnarskrána, hvernig má það vera að lögin geti heimilað að gert sé upp á milli kynja?“ „Það má ekki bara tala um mannréttindi barna og hika svo við að gera löggjöfina þannig að hún virki fyrir öll börn,“ segir Silja Dögg.
Framsóknarflokkurinn Ofbeldi gegn börnum Heilbrigðismál Tengdar fréttir Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29 Bandarískur gyðingur vonar að Íslendingar verði fyrstir til að banna umskurð Hann telur viðhorf gyðinga gagnvart umskurði að breytast. 20. maí 2018 22:19 Umskurðarfrumvarpi vísað frá fyrir þinglok Allsherjar- og menntamálanefnd mun ekki hleypa frumvarpi um bann við umskurði drengja til þinglegrar meðferðar. Meirihluti nefndarinnar hefur hafist handa við að skrifa frávísunartillögu sem lögð verður fyrir þingið í staðinn. 26. apríl 2018 06:00 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Sjá meira
Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29
Bandarískur gyðingur vonar að Íslendingar verði fyrstir til að banna umskurð Hann telur viðhorf gyðinga gagnvart umskurði að breytast. 20. maí 2018 22:19
Umskurðarfrumvarpi vísað frá fyrir þinglok Allsherjar- og menntamálanefnd mun ekki hleypa frumvarpi um bann við umskurði drengja til þinglegrar meðferðar. Meirihluti nefndarinnar hefur hafist handa við að skrifa frávísunartillögu sem lögð verður fyrir þingið í staðinn. 26. apríl 2018 06:00