Bandarískur gyðingur vonar að Íslendingar verði fyrstir til að banna umskurð Heimir Már Pétursson skrifar 20. maí 2018 22:19 Bandarískur kvikmyndagerðarmaður af gyðingaættum segir umskurð drengja vera freklegt inngrip í réttindi barna og fagnar því ef íslensk stjórnvöld samþykkja lög sem banna umskurð án læknisfræðilegra ástæðu. Aðgerðin hafi ekkert með trúarbrögð gyðinga að gera og vegna aukinna upplýsinga hafi dregið úr þessum aðgerðum af trúarlegum ástæðum. Eliyahu Ungar-Sargon er ekki bara gyðingur heldur er faðir hans rabbíni. Undanfarin rúman áratug hefur hann ferðast um heiminn með heimildarmynd sína um umskurð drengja og var myndin sýnd í Háskólabíói í vikunni á vegum Intact Iceland sem berst fyrir því að ekki megi umskera drengi nema þeir samþykki það sjálfir þegar þeir verða lögráða við átján ára aldurinn, nema af heilsufarsástæðum. Hann segir það hafa reynst erfitt persónulega innan fjölskyldunnar að berjast gegn umskurði. „Þetta var ferðalag og reyndar hafði ferlið við að gera þessa mynd mjög græðandi áhrif á samband mitt við föður minn. Þetta er umdeilt mál og það vekur tilfinningaþrungin viðbrögð þegar maður fer að tala um það en ég held að þegar maður gefur fólki réttar upplýsingar fer samtalið upp á hærra plan og maður getur átt gott, þýðingarmikið og uppbyggjandi samtal um umskurð og þau mál sem hann hefur í för með sér,“ segir Eliyahu.Telur viðhorfin að breytast Faðir Eliyahu er ekki aðeins rabbíni heldur einnig taugalæknir. Með tímanum hafi viðhorf föður hans því mildast þegar farið var yfir þann skaða sem umskurður valdi á viðkvæmum taugaendum í forhúðinni. Hann segir að þótt rekja megi þessa hefð þúsundir ára aftur í tímann hafi hann trúa á að viðhorf gyðinga almennt geti breyst enda sé löng hefð fyrir því að viðhorf breytist innan gyðingdómsins með auknum upplýsingum. „Það hafa alltaf verið til gyðingar sem hafa verið andsnúnir þessum helgisið. Þetta vita ekki margir og raddir þeirra hafa verið þaggaðar niður. Nú lifum við á stafrænni öld og það er miklu erfiðara að þagga niður í þessum röddum. Ég held að það sé viðhorfsbreyting í gangi og að við munum sjá æ fleiri gyðinga stíga fram sem eru sammála mér um að það þurfi að endurskoða þetta,“ segir Eliyahu. Það eigi einnig almennt við í Bandaríkjunum þar sem umskurður drengja hefur verið mjög algengur burt séð frá trúarbrögðum. Eliyahu er ánægður með frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur og fleiri um bann við umskurði og var létt að á Íslandi ríki ekki almenn andúð á gyðingum og múslimum. „Hérna á Íslandi kemur þetta eingöngu fram til að vernda börn. Þess vegna kom ég hingað til að sýna myndina mína. Ég vil styðja þetta og ég held að það yrði magnað ef Ísland yrði fyrsta landið sem setur lög sem vernda öll börn og líkama þeirra burt séð frá því hvort þau eru karlkyns, kvenkyns eða intersex,“ segir Eliyahu Ungar-Sargon. Umskurðsfrumvarp Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira
Bandarískur kvikmyndagerðarmaður af gyðingaættum segir umskurð drengja vera freklegt inngrip í réttindi barna og fagnar því ef íslensk stjórnvöld samþykkja lög sem banna umskurð án læknisfræðilegra ástæðu. Aðgerðin hafi ekkert með trúarbrögð gyðinga að gera og vegna aukinna upplýsinga hafi dregið úr þessum aðgerðum af trúarlegum ástæðum. Eliyahu Ungar-Sargon er ekki bara gyðingur heldur er faðir hans rabbíni. Undanfarin rúman áratug hefur hann ferðast um heiminn með heimildarmynd sína um umskurð drengja og var myndin sýnd í Háskólabíói í vikunni á vegum Intact Iceland sem berst fyrir því að ekki megi umskera drengi nema þeir samþykki það sjálfir þegar þeir verða lögráða við átján ára aldurinn, nema af heilsufarsástæðum. Hann segir það hafa reynst erfitt persónulega innan fjölskyldunnar að berjast gegn umskurði. „Þetta var ferðalag og reyndar hafði ferlið við að gera þessa mynd mjög græðandi áhrif á samband mitt við föður minn. Þetta er umdeilt mál og það vekur tilfinningaþrungin viðbrögð þegar maður fer að tala um það en ég held að þegar maður gefur fólki réttar upplýsingar fer samtalið upp á hærra plan og maður getur átt gott, þýðingarmikið og uppbyggjandi samtal um umskurð og þau mál sem hann hefur í för með sér,“ segir Eliyahu.Telur viðhorfin að breytast Faðir Eliyahu er ekki aðeins rabbíni heldur einnig taugalæknir. Með tímanum hafi viðhorf föður hans því mildast þegar farið var yfir þann skaða sem umskurður valdi á viðkvæmum taugaendum í forhúðinni. Hann segir að þótt rekja megi þessa hefð þúsundir ára aftur í tímann hafi hann trúa á að viðhorf gyðinga almennt geti breyst enda sé löng hefð fyrir því að viðhorf breytist innan gyðingdómsins með auknum upplýsingum. „Það hafa alltaf verið til gyðingar sem hafa verið andsnúnir þessum helgisið. Þetta vita ekki margir og raddir þeirra hafa verið þaggaðar niður. Nú lifum við á stafrænni öld og það er miklu erfiðara að þagga niður í þessum röddum. Ég held að það sé viðhorfsbreyting í gangi og að við munum sjá æ fleiri gyðinga stíga fram sem eru sammála mér um að það þurfi að endurskoða þetta,“ segir Eliyahu. Það eigi einnig almennt við í Bandaríkjunum þar sem umskurður drengja hefur verið mjög algengur burt séð frá trúarbrögðum. Eliyahu er ánægður með frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur og fleiri um bann við umskurði og var létt að á Íslandi ríki ekki almenn andúð á gyðingum og múslimum. „Hérna á Íslandi kemur þetta eingöngu fram til að vernda börn. Þess vegna kom ég hingað til að sýna myndina mína. Ég vil styðja þetta og ég held að það yrði magnað ef Ísland yrði fyrsta landið sem setur lög sem vernda öll börn og líkama þeirra burt séð frá því hvort þau eru karlkyns, kvenkyns eða intersex,“ segir Eliyahu Ungar-Sargon.
Umskurðsfrumvarp Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira