Bandarískur gyðingur vonar að Íslendingar verði fyrstir til að banna umskurð Heimir Már Pétursson skrifar 20. maí 2018 22:19 Bandarískur kvikmyndagerðarmaður af gyðingaættum segir umskurð drengja vera freklegt inngrip í réttindi barna og fagnar því ef íslensk stjórnvöld samþykkja lög sem banna umskurð án læknisfræðilegra ástæðu. Aðgerðin hafi ekkert með trúarbrögð gyðinga að gera og vegna aukinna upplýsinga hafi dregið úr þessum aðgerðum af trúarlegum ástæðum. Eliyahu Ungar-Sargon er ekki bara gyðingur heldur er faðir hans rabbíni. Undanfarin rúman áratug hefur hann ferðast um heiminn með heimildarmynd sína um umskurð drengja og var myndin sýnd í Háskólabíói í vikunni á vegum Intact Iceland sem berst fyrir því að ekki megi umskera drengi nema þeir samþykki það sjálfir þegar þeir verða lögráða við átján ára aldurinn, nema af heilsufarsástæðum. Hann segir það hafa reynst erfitt persónulega innan fjölskyldunnar að berjast gegn umskurði. „Þetta var ferðalag og reyndar hafði ferlið við að gera þessa mynd mjög græðandi áhrif á samband mitt við föður minn. Þetta er umdeilt mál og það vekur tilfinningaþrungin viðbrögð þegar maður fer að tala um það en ég held að þegar maður gefur fólki réttar upplýsingar fer samtalið upp á hærra plan og maður getur átt gott, þýðingarmikið og uppbyggjandi samtal um umskurð og þau mál sem hann hefur í för með sér,“ segir Eliyahu.Telur viðhorfin að breytast Faðir Eliyahu er ekki aðeins rabbíni heldur einnig taugalæknir. Með tímanum hafi viðhorf föður hans því mildast þegar farið var yfir þann skaða sem umskurður valdi á viðkvæmum taugaendum í forhúðinni. Hann segir að þótt rekja megi þessa hefð þúsundir ára aftur í tímann hafi hann trúa á að viðhorf gyðinga almennt geti breyst enda sé löng hefð fyrir því að viðhorf breytist innan gyðingdómsins með auknum upplýsingum. „Það hafa alltaf verið til gyðingar sem hafa verið andsnúnir þessum helgisið. Þetta vita ekki margir og raddir þeirra hafa verið þaggaðar niður. Nú lifum við á stafrænni öld og það er miklu erfiðara að þagga niður í þessum röddum. Ég held að það sé viðhorfsbreyting í gangi og að við munum sjá æ fleiri gyðinga stíga fram sem eru sammála mér um að það þurfi að endurskoða þetta,“ segir Eliyahu. Það eigi einnig almennt við í Bandaríkjunum þar sem umskurður drengja hefur verið mjög algengur burt séð frá trúarbrögðum. Eliyahu er ánægður með frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur og fleiri um bann við umskurði og var létt að á Íslandi ríki ekki almenn andúð á gyðingum og múslimum. „Hérna á Íslandi kemur þetta eingöngu fram til að vernda börn. Þess vegna kom ég hingað til að sýna myndina mína. Ég vil styðja þetta og ég held að það yrði magnað ef Ísland yrði fyrsta landið sem setur lög sem vernda öll börn og líkama þeirra burt séð frá því hvort þau eru karlkyns, kvenkyns eða intersex,“ segir Eliyahu Ungar-Sargon. Umskurðsfrumvarp Mest lesið Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Bandarískur kvikmyndagerðarmaður af gyðingaættum segir umskurð drengja vera freklegt inngrip í réttindi barna og fagnar því ef íslensk stjórnvöld samþykkja lög sem banna umskurð án læknisfræðilegra ástæðu. Aðgerðin hafi ekkert með trúarbrögð gyðinga að gera og vegna aukinna upplýsinga hafi dregið úr þessum aðgerðum af trúarlegum ástæðum. Eliyahu Ungar-Sargon er ekki bara gyðingur heldur er faðir hans rabbíni. Undanfarin rúman áratug hefur hann ferðast um heiminn með heimildarmynd sína um umskurð drengja og var myndin sýnd í Háskólabíói í vikunni á vegum Intact Iceland sem berst fyrir því að ekki megi umskera drengi nema þeir samþykki það sjálfir þegar þeir verða lögráða við átján ára aldurinn, nema af heilsufarsástæðum. Hann segir það hafa reynst erfitt persónulega innan fjölskyldunnar að berjast gegn umskurði. „Þetta var ferðalag og reyndar hafði ferlið við að gera þessa mynd mjög græðandi áhrif á samband mitt við föður minn. Þetta er umdeilt mál og það vekur tilfinningaþrungin viðbrögð þegar maður fer að tala um það en ég held að þegar maður gefur fólki réttar upplýsingar fer samtalið upp á hærra plan og maður getur átt gott, þýðingarmikið og uppbyggjandi samtal um umskurð og þau mál sem hann hefur í för með sér,“ segir Eliyahu.Telur viðhorfin að breytast Faðir Eliyahu er ekki aðeins rabbíni heldur einnig taugalæknir. Með tímanum hafi viðhorf föður hans því mildast þegar farið var yfir þann skaða sem umskurður valdi á viðkvæmum taugaendum í forhúðinni. Hann segir að þótt rekja megi þessa hefð þúsundir ára aftur í tímann hafi hann trúa á að viðhorf gyðinga almennt geti breyst enda sé löng hefð fyrir því að viðhorf breytist innan gyðingdómsins með auknum upplýsingum. „Það hafa alltaf verið til gyðingar sem hafa verið andsnúnir þessum helgisið. Þetta vita ekki margir og raddir þeirra hafa verið þaggaðar niður. Nú lifum við á stafrænni öld og það er miklu erfiðara að þagga niður í þessum röddum. Ég held að það sé viðhorfsbreyting í gangi og að við munum sjá æ fleiri gyðinga stíga fram sem eru sammála mér um að það þurfi að endurskoða þetta,“ segir Eliyahu. Það eigi einnig almennt við í Bandaríkjunum þar sem umskurður drengja hefur verið mjög algengur burt séð frá trúarbrögðum. Eliyahu er ánægður með frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur og fleiri um bann við umskurði og var létt að á Íslandi ríki ekki almenn andúð á gyðingum og múslimum. „Hérna á Íslandi kemur þetta eingöngu fram til að vernda börn. Þess vegna kom ég hingað til að sýna myndina mína. Ég vil styðja þetta og ég held að það yrði magnað ef Ísland yrði fyrsta landið sem setur lög sem vernda öll börn og líkama þeirra burt séð frá því hvort þau eru karlkyns, kvenkyns eða intersex,“ segir Eliyahu Ungar-Sargon.
Umskurðsfrumvarp Mest lesið Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent