Bandarískur gyðingur vonar að Íslendingar verði fyrstir til að banna umskurð Heimir Már Pétursson skrifar 20. maí 2018 22:19 Bandarískur kvikmyndagerðarmaður af gyðingaættum segir umskurð drengja vera freklegt inngrip í réttindi barna og fagnar því ef íslensk stjórnvöld samþykkja lög sem banna umskurð án læknisfræðilegra ástæðu. Aðgerðin hafi ekkert með trúarbrögð gyðinga að gera og vegna aukinna upplýsinga hafi dregið úr þessum aðgerðum af trúarlegum ástæðum. Eliyahu Ungar-Sargon er ekki bara gyðingur heldur er faðir hans rabbíni. Undanfarin rúman áratug hefur hann ferðast um heiminn með heimildarmynd sína um umskurð drengja og var myndin sýnd í Háskólabíói í vikunni á vegum Intact Iceland sem berst fyrir því að ekki megi umskera drengi nema þeir samþykki það sjálfir þegar þeir verða lögráða við átján ára aldurinn, nema af heilsufarsástæðum. Hann segir það hafa reynst erfitt persónulega innan fjölskyldunnar að berjast gegn umskurði. „Þetta var ferðalag og reyndar hafði ferlið við að gera þessa mynd mjög græðandi áhrif á samband mitt við föður minn. Þetta er umdeilt mál og það vekur tilfinningaþrungin viðbrögð þegar maður fer að tala um það en ég held að þegar maður gefur fólki réttar upplýsingar fer samtalið upp á hærra plan og maður getur átt gott, þýðingarmikið og uppbyggjandi samtal um umskurð og þau mál sem hann hefur í för með sér,“ segir Eliyahu.Telur viðhorfin að breytast Faðir Eliyahu er ekki aðeins rabbíni heldur einnig taugalæknir. Með tímanum hafi viðhorf föður hans því mildast þegar farið var yfir þann skaða sem umskurður valdi á viðkvæmum taugaendum í forhúðinni. Hann segir að þótt rekja megi þessa hefð þúsundir ára aftur í tímann hafi hann trúa á að viðhorf gyðinga almennt geti breyst enda sé löng hefð fyrir því að viðhorf breytist innan gyðingdómsins með auknum upplýsingum. „Það hafa alltaf verið til gyðingar sem hafa verið andsnúnir þessum helgisið. Þetta vita ekki margir og raddir þeirra hafa verið þaggaðar niður. Nú lifum við á stafrænni öld og það er miklu erfiðara að þagga niður í þessum röddum. Ég held að það sé viðhorfsbreyting í gangi og að við munum sjá æ fleiri gyðinga stíga fram sem eru sammála mér um að það þurfi að endurskoða þetta,“ segir Eliyahu. Það eigi einnig almennt við í Bandaríkjunum þar sem umskurður drengja hefur verið mjög algengur burt séð frá trúarbrögðum. Eliyahu er ánægður með frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur og fleiri um bann við umskurði og var létt að á Íslandi ríki ekki almenn andúð á gyðingum og múslimum. „Hérna á Íslandi kemur þetta eingöngu fram til að vernda börn. Þess vegna kom ég hingað til að sýna myndina mína. Ég vil styðja þetta og ég held að það yrði magnað ef Ísland yrði fyrsta landið sem setur lög sem vernda öll börn og líkama þeirra burt séð frá því hvort þau eru karlkyns, kvenkyns eða intersex,“ segir Eliyahu Ungar-Sargon. Umskurðsfrumvarp Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Fjöldi svæða á landinu misst samband Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Sjá meira
Bandarískur kvikmyndagerðarmaður af gyðingaættum segir umskurð drengja vera freklegt inngrip í réttindi barna og fagnar því ef íslensk stjórnvöld samþykkja lög sem banna umskurð án læknisfræðilegra ástæðu. Aðgerðin hafi ekkert með trúarbrögð gyðinga að gera og vegna aukinna upplýsinga hafi dregið úr þessum aðgerðum af trúarlegum ástæðum. Eliyahu Ungar-Sargon er ekki bara gyðingur heldur er faðir hans rabbíni. Undanfarin rúman áratug hefur hann ferðast um heiminn með heimildarmynd sína um umskurð drengja og var myndin sýnd í Háskólabíói í vikunni á vegum Intact Iceland sem berst fyrir því að ekki megi umskera drengi nema þeir samþykki það sjálfir þegar þeir verða lögráða við átján ára aldurinn, nema af heilsufarsástæðum. Hann segir það hafa reynst erfitt persónulega innan fjölskyldunnar að berjast gegn umskurði. „Þetta var ferðalag og reyndar hafði ferlið við að gera þessa mynd mjög græðandi áhrif á samband mitt við föður minn. Þetta er umdeilt mál og það vekur tilfinningaþrungin viðbrögð þegar maður fer að tala um það en ég held að þegar maður gefur fólki réttar upplýsingar fer samtalið upp á hærra plan og maður getur átt gott, þýðingarmikið og uppbyggjandi samtal um umskurð og þau mál sem hann hefur í för með sér,“ segir Eliyahu.Telur viðhorfin að breytast Faðir Eliyahu er ekki aðeins rabbíni heldur einnig taugalæknir. Með tímanum hafi viðhorf föður hans því mildast þegar farið var yfir þann skaða sem umskurður valdi á viðkvæmum taugaendum í forhúðinni. Hann segir að þótt rekja megi þessa hefð þúsundir ára aftur í tímann hafi hann trúa á að viðhorf gyðinga almennt geti breyst enda sé löng hefð fyrir því að viðhorf breytist innan gyðingdómsins með auknum upplýsingum. „Það hafa alltaf verið til gyðingar sem hafa verið andsnúnir þessum helgisið. Þetta vita ekki margir og raddir þeirra hafa verið þaggaðar niður. Nú lifum við á stafrænni öld og það er miklu erfiðara að þagga niður í þessum röddum. Ég held að það sé viðhorfsbreyting í gangi og að við munum sjá æ fleiri gyðinga stíga fram sem eru sammála mér um að það þurfi að endurskoða þetta,“ segir Eliyahu. Það eigi einnig almennt við í Bandaríkjunum þar sem umskurður drengja hefur verið mjög algengur burt séð frá trúarbrögðum. Eliyahu er ánægður með frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur og fleiri um bann við umskurði og var létt að á Íslandi ríki ekki almenn andúð á gyðingum og múslimum. „Hérna á Íslandi kemur þetta eingöngu fram til að vernda börn. Þess vegna kom ég hingað til að sýna myndina mína. Ég vil styðja þetta og ég held að það yrði magnað ef Ísland yrði fyrsta landið sem setur lög sem vernda öll börn og líkama þeirra burt séð frá því hvort þau eru karlkyns, kvenkyns eða intersex,“ segir Eliyahu Ungar-Sargon.
Umskurðsfrumvarp Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Fjöldi svæða á landinu misst samband Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Sjá meira