Bandarískur gyðingur vonar að Íslendingar verði fyrstir til að banna umskurð Heimir Már Pétursson skrifar 20. maí 2018 22:19 Bandarískur kvikmyndagerðarmaður af gyðingaættum segir umskurð drengja vera freklegt inngrip í réttindi barna og fagnar því ef íslensk stjórnvöld samþykkja lög sem banna umskurð án læknisfræðilegra ástæðu. Aðgerðin hafi ekkert með trúarbrögð gyðinga að gera og vegna aukinna upplýsinga hafi dregið úr þessum aðgerðum af trúarlegum ástæðum. Eliyahu Ungar-Sargon er ekki bara gyðingur heldur er faðir hans rabbíni. Undanfarin rúman áratug hefur hann ferðast um heiminn með heimildarmynd sína um umskurð drengja og var myndin sýnd í Háskólabíói í vikunni á vegum Intact Iceland sem berst fyrir því að ekki megi umskera drengi nema þeir samþykki það sjálfir þegar þeir verða lögráða við átján ára aldurinn, nema af heilsufarsástæðum. Hann segir það hafa reynst erfitt persónulega innan fjölskyldunnar að berjast gegn umskurði. „Þetta var ferðalag og reyndar hafði ferlið við að gera þessa mynd mjög græðandi áhrif á samband mitt við föður minn. Þetta er umdeilt mál og það vekur tilfinningaþrungin viðbrögð þegar maður fer að tala um það en ég held að þegar maður gefur fólki réttar upplýsingar fer samtalið upp á hærra plan og maður getur átt gott, þýðingarmikið og uppbyggjandi samtal um umskurð og þau mál sem hann hefur í för með sér,“ segir Eliyahu.Telur viðhorfin að breytast Faðir Eliyahu er ekki aðeins rabbíni heldur einnig taugalæknir. Með tímanum hafi viðhorf föður hans því mildast þegar farið var yfir þann skaða sem umskurður valdi á viðkvæmum taugaendum í forhúðinni. Hann segir að þótt rekja megi þessa hefð þúsundir ára aftur í tímann hafi hann trúa á að viðhorf gyðinga almennt geti breyst enda sé löng hefð fyrir því að viðhorf breytist innan gyðingdómsins með auknum upplýsingum. „Það hafa alltaf verið til gyðingar sem hafa verið andsnúnir þessum helgisið. Þetta vita ekki margir og raddir þeirra hafa verið þaggaðar niður. Nú lifum við á stafrænni öld og það er miklu erfiðara að þagga niður í þessum röddum. Ég held að það sé viðhorfsbreyting í gangi og að við munum sjá æ fleiri gyðinga stíga fram sem eru sammála mér um að það þurfi að endurskoða þetta,“ segir Eliyahu. Það eigi einnig almennt við í Bandaríkjunum þar sem umskurður drengja hefur verið mjög algengur burt séð frá trúarbrögðum. Eliyahu er ánægður með frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur og fleiri um bann við umskurði og var létt að á Íslandi ríki ekki almenn andúð á gyðingum og múslimum. „Hérna á Íslandi kemur þetta eingöngu fram til að vernda börn. Þess vegna kom ég hingað til að sýna myndina mína. Ég vil styðja þetta og ég held að það yrði magnað ef Ísland yrði fyrsta landið sem setur lög sem vernda öll börn og líkama þeirra burt séð frá því hvort þau eru karlkyns, kvenkyns eða intersex,“ segir Eliyahu Ungar-Sargon. Umskurðsfrumvarp Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira
Bandarískur kvikmyndagerðarmaður af gyðingaættum segir umskurð drengja vera freklegt inngrip í réttindi barna og fagnar því ef íslensk stjórnvöld samþykkja lög sem banna umskurð án læknisfræðilegra ástæðu. Aðgerðin hafi ekkert með trúarbrögð gyðinga að gera og vegna aukinna upplýsinga hafi dregið úr þessum aðgerðum af trúarlegum ástæðum. Eliyahu Ungar-Sargon er ekki bara gyðingur heldur er faðir hans rabbíni. Undanfarin rúman áratug hefur hann ferðast um heiminn með heimildarmynd sína um umskurð drengja og var myndin sýnd í Háskólabíói í vikunni á vegum Intact Iceland sem berst fyrir því að ekki megi umskera drengi nema þeir samþykki það sjálfir þegar þeir verða lögráða við átján ára aldurinn, nema af heilsufarsástæðum. Hann segir það hafa reynst erfitt persónulega innan fjölskyldunnar að berjast gegn umskurði. „Þetta var ferðalag og reyndar hafði ferlið við að gera þessa mynd mjög græðandi áhrif á samband mitt við föður minn. Þetta er umdeilt mál og það vekur tilfinningaþrungin viðbrögð þegar maður fer að tala um það en ég held að þegar maður gefur fólki réttar upplýsingar fer samtalið upp á hærra plan og maður getur átt gott, þýðingarmikið og uppbyggjandi samtal um umskurð og þau mál sem hann hefur í för með sér,“ segir Eliyahu.Telur viðhorfin að breytast Faðir Eliyahu er ekki aðeins rabbíni heldur einnig taugalæknir. Með tímanum hafi viðhorf föður hans því mildast þegar farið var yfir þann skaða sem umskurður valdi á viðkvæmum taugaendum í forhúðinni. Hann segir að þótt rekja megi þessa hefð þúsundir ára aftur í tímann hafi hann trúa á að viðhorf gyðinga almennt geti breyst enda sé löng hefð fyrir því að viðhorf breytist innan gyðingdómsins með auknum upplýsingum. „Það hafa alltaf verið til gyðingar sem hafa verið andsnúnir þessum helgisið. Þetta vita ekki margir og raddir þeirra hafa verið þaggaðar niður. Nú lifum við á stafrænni öld og það er miklu erfiðara að þagga niður í þessum röddum. Ég held að það sé viðhorfsbreyting í gangi og að við munum sjá æ fleiri gyðinga stíga fram sem eru sammála mér um að það þurfi að endurskoða þetta,“ segir Eliyahu. Það eigi einnig almennt við í Bandaríkjunum þar sem umskurður drengja hefur verið mjög algengur burt séð frá trúarbrögðum. Eliyahu er ánægður með frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur og fleiri um bann við umskurði og var létt að á Íslandi ríki ekki almenn andúð á gyðingum og múslimum. „Hérna á Íslandi kemur þetta eingöngu fram til að vernda börn. Þess vegna kom ég hingað til að sýna myndina mína. Ég vil styðja þetta og ég held að það yrði magnað ef Ísland yrði fyrsta landið sem setur lög sem vernda öll börn og líkama þeirra burt séð frá því hvort þau eru karlkyns, kvenkyns eða intersex,“ segir Eliyahu Ungar-Sargon.
Umskurðsfrumvarp Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira