Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2018 23:29 Birgir Jakobsson, landlæknir. Vísir/Ernir Landlæknisembættið er eindregið á móti því að umskurður drengja falli undir hegningarlög. Þá óttast landlæknir að frumvarp þess efnis muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna.Í umsögn Embættis landlæknis um umskurðarfrumvarpið svokallaða segir að landlæknir fagni því að breytingar á lögum varðandi umskurð á drengjum séu til umræðu á Alþingi. „Hins vegar er embættið eindregið á móti því að umskurður á drengjum falli undir hegningarlög,“ segir þó enn fremur í umsögn.Trúar- og menningarlegar hliðar of ríkar Þá er landlæknir ósammála flutningsmönnum þegar þeir leggja „umskurð“ á stúlkubörnum til jafns við umskurð á drengjum. Þar að auki telur landlæknir að umskurður verði framkvæmdur á drengjum þrátt fyrir að aðgerðin verði bönnuð. „Það er álit Embættis landlæknis að trúarlegar og menningarlegar hliðar á þessu máli séu svo ríkar, að umskurður á forhúð drengja muni verða framkvæmdur um ófyrirsjánalega framtíð óháð því hvaða afstöðu heilbrigðiskerfið og samfélagið að öðru leyti mun hafa til þess að leyfa þessa aðgerð. Það er því nauðsynlegt að löggjöf á þessu sviði sé gerð þannig úr garði að umskurður á drengjum valdi ekki barninu skaða,“ segir í umsögn landlæknis. „Embætti landlæknis óttast að umrædd þingsályktunartillaga muni leiða til þess að þessar aðgerðir muni verða gerðar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi þeirra barna sem hér um ræðir.“Á fimmta hundrað lækna fagna frumvarpinu Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um almennt bann á umskurði barna er ansi umdeilt og vilja margir meina að með því að banna umskurð sé trúfrelsi ákveðinna hópa skert. Á meðal þeirra sem hafa andmælt frumvarpinu eru þýski kardinálinn Richard Marx og biskup Íslands, Agnes Sigurðardóttir. Aðrir segja að um sé að ræða mannréttindamál og að réttur barna vegi þyngra en trúfrelsi. Þá hafa á fimmta hundrað íslenskra lækna fagnað frumvarpinu. Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Biskup um umskurðarfrumvarp: Hætt við að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum Biskup hefur skilað umsögn um umdeilt frumvarp um bann við umskurði. 18. febrúar 2018 09:38 Hvetja Alþingi til að samþykkja umskurðarfrumvarp Siðmennt telur að þar sem um sé að ræða alvarlegt og óafturkræft inngrip sé óásættanlegt að ólögráða börn séu umskorin. 18. febrúar 2018 13:56 Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. 19. febrúar 2018 15:07 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Sjá meira
Landlæknisembættið er eindregið á móti því að umskurður drengja falli undir hegningarlög. Þá óttast landlæknir að frumvarp þess efnis muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna.Í umsögn Embættis landlæknis um umskurðarfrumvarpið svokallaða segir að landlæknir fagni því að breytingar á lögum varðandi umskurð á drengjum séu til umræðu á Alþingi. „Hins vegar er embættið eindregið á móti því að umskurður á drengjum falli undir hegningarlög,“ segir þó enn fremur í umsögn.Trúar- og menningarlegar hliðar of ríkar Þá er landlæknir ósammála flutningsmönnum þegar þeir leggja „umskurð“ á stúlkubörnum til jafns við umskurð á drengjum. Þar að auki telur landlæknir að umskurður verði framkvæmdur á drengjum þrátt fyrir að aðgerðin verði bönnuð. „Það er álit Embættis landlæknis að trúarlegar og menningarlegar hliðar á þessu máli séu svo ríkar, að umskurður á forhúð drengja muni verða framkvæmdur um ófyrirsjánalega framtíð óháð því hvaða afstöðu heilbrigðiskerfið og samfélagið að öðru leyti mun hafa til þess að leyfa þessa aðgerð. Það er því nauðsynlegt að löggjöf á þessu sviði sé gerð þannig úr garði að umskurður á drengjum valdi ekki barninu skaða,“ segir í umsögn landlæknis. „Embætti landlæknis óttast að umrædd þingsályktunartillaga muni leiða til þess að þessar aðgerðir muni verða gerðar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi þeirra barna sem hér um ræðir.“Á fimmta hundrað lækna fagna frumvarpinu Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um almennt bann á umskurði barna er ansi umdeilt og vilja margir meina að með því að banna umskurð sé trúfrelsi ákveðinna hópa skert. Á meðal þeirra sem hafa andmælt frumvarpinu eru þýski kardinálinn Richard Marx og biskup Íslands, Agnes Sigurðardóttir. Aðrir segja að um sé að ræða mannréttindamál og að réttur barna vegi þyngra en trúfrelsi. Þá hafa á fimmta hundrað íslenskra lækna fagnað frumvarpinu.
Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Biskup um umskurðarfrumvarp: Hætt við að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum Biskup hefur skilað umsögn um umdeilt frumvarp um bann við umskurði. 18. febrúar 2018 09:38 Hvetja Alþingi til að samþykkja umskurðarfrumvarp Siðmennt telur að þar sem um sé að ræða alvarlegt og óafturkræft inngrip sé óásættanlegt að ólögráða börn séu umskorin. 18. febrúar 2018 13:56 Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. 19. febrúar 2018 15:07 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Sjá meira
Biskup um umskurðarfrumvarp: Hætt við að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum Biskup hefur skilað umsögn um umdeilt frumvarp um bann við umskurði. 18. febrúar 2018 09:38
Hvetja Alþingi til að samþykkja umskurðarfrumvarp Siðmennt telur að þar sem um sé að ræða alvarlegt og óafturkræft inngrip sé óásættanlegt að ólögráða börn séu umskorin. 18. febrúar 2018 13:56
Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. 19. febrúar 2018 15:07