„Ég hef aldrei skammast mín jafn mikið“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 6. júlí 2024 17:15 Ómar Ingi Guðmundsson hefur eflaust um margt að hugsa eftir tapið stóra gegn ÍA í dag. vísir/Diego „Ég hef aldrei skammast mín jafn mikið, held ég, tengt fótbolta,“ sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, eftir 8-0 tap upp á Skaga gegn heimamönnum í Bestu deildinni í fótbolta í dag. „Við vorum ömurlegir, það er ekkert annað sem veldur því,“ sagði Ómar Ingi aðspurður hvað hafi ollið því að liðið hafi spilað jafn illa og raun bar vitni. „Við bara mætum ömurlegir til leiks og höldum áfram að vera ömurlegir í seinni hálfleik og við erum ekki tilbúnir til þess að reyna að koma í veg fyrir að við töpum minna miðað við niðurlæginguna í fyrri hálfleik. Hlaupum ekki til baka, erum að gefa á þá, bara við gjörsamlega sturtuðum þessum leik í klósettið eftir fimm mínútur og öll þessi mörk sýna bara algjöra uppgjöf alveg frá því fyrsta til þess síðasta.“ Skynjaði Ómar Ingi það fyrir leik að hans menn væru illa innstilltir fyrir þennan leik? „Nei, alls ekki. Ég held að það sé ólíklegt að menn komi til mín og segist ekki vera tilbúnir eða reyna að gefa þá áru af sér síðustu daga fyrir leik þegar er verið að velja í lið og annað. Eins og þið sáuð hérna, í hvert skipti sem þeir komust nálægt markinu eða spiluðu boltanum fleiri enn eina hraða sendingu fram á við þá bara tókum við ákvörðun um að taka ekki þátt.“ Alltaf tveir til þrír sem tóku ekki þátt í leiknum Arnþór Ari Atlason tók út leikbann í dag, en Arnþór Ari hefur verið lang besti leikmaður HK á tímabilinu. Einnig hefur vantað Atla Arnarson í fjölmarga leiki á tímabilinu, en hann ásamt Arnþóri Ara hafa verið algjörir lykilmenn fyrir HK undanfarin ár á miðjunni og meðal reyndustu leikmanna liðsins. Aðspurður hvort að munað hefði um fjarveru þeirra í dag, þá svaraði Ómar Ingi því á þennan veg og lét sína leikmenn fá það óþvegið í leiðinni: „Auðvitað munar um þá. Það er ekki eins og Atli Arnarsson sé búinn að taka þátt í mörgum sigurleikjum í sumar, en auðvitað munar um Arnþór. Eins frábær og mér finnst hann, þá hefði hann ekki getað gert neitt í þessu með hina alla sem tóku þátt í leiknum spilandi svona. Við vorum bara alltaf með tvo til þrjá leikmenn sem voru ekki að taka þátt í leiknum í hvert sinn, þeir skiptust á að sinna því hlutverki. Það var bara eins og þeir [Skagamenn] væru töluvert fleiri á vellinum af því að það voru alltaf of margir sem ákváðu að taka þátt í stemningunni hér á Skaganum heldur en að taka þátt í leiknum,“ sagði Ómar Ingi að lokum. Besta deild karla HK Tengdar fréttir Viktor með fernu: „Eitthvað sem ég vissi alltaf að byggi í mér“ „Maður er bara hálfdofinn. Auðvitað er maður glaður, en þetta er bara ótrúlegt, maður bjóst ekki við þessu,“ sagði Viktor Jónsson eftir leik ÍA og HK upp á Skaga þar sem Viktor skoraði fjögur af átta mörkum heimamanna í 8-0 sigri í 13. umferð Bestu deildar karla. 6. júlí 2024 17:06 Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Sjá meira
„Við vorum ömurlegir, það er ekkert annað sem veldur því,“ sagði Ómar Ingi aðspurður hvað hafi ollið því að liðið hafi spilað jafn illa og raun bar vitni. „Við bara mætum ömurlegir til leiks og höldum áfram að vera ömurlegir í seinni hálfleik og við erum ekki tilbúnir til þess að reyna að koma í veg fyrir að við töpum minna miðað við niðurlæginguna í fyrri hálfleik. Hlaupum ekki til baka, erum að gefa á þá, bara við gjörsamlega sturtuðum þessum leik í klósettið eftir fimm mínútur og öll þessi mörk sýna bara algjöra uppgjöf alveg frá því fyrsta til þess síðasta.“ Skynjaði Ómar Ingi það fyrir leik að hans menn væru illa innstilltir fyrir þennan leik? „Nei, alls ekki. Ég held að það sé ólíklegt að menn komi til mín og segist ekki vera tilbúnir eða reyna að gefa þá áru af sér síðustu daga fyrir leik þegar er verið að velja í lið og annað. Eins og þið sáuð hérna, í hvert skipti sem þeir komust nálægt markinu eða spiluðu boltanum fleiri enn eina hraða sendingu fram á við þá bara tókum við ákvörðun um að taka ekki þátt.“ Alltaf tveir til þrír sem tóku ekki þátt í leiknum Arnþór Ari Atlason tók út leikbann í dag, en Arnþór Ari hefur verið lang besti leikmaður HK á tímabilinu. Einnig hefur vantað Atla Arnarson í fjölmarga leiki á tímabilinu, en hann ásamt Arnþóri Ara hafa verið algjörir lykilmenn fyrir HK undanfarin ár á miðjunni og meðal reyndustu leikmanna liðsins. Aðspurður hvort að munað hefði um fjarveru þeirra í dag, þá svaraði Ómar Ingi því á þennan veg og lét sína leikmenn fá það óþvegið í leiðinni: „Auðvitað munar um þá. Það er ekki eins og Atli Arnarsson sé búinn að taka þátt í mörgum sigurleikjum í sumar, en auðvitað munar um Arnþór. Eins frábær og mér finnst hann, þá hefði hann ekki getað gert neitt í þessu með hina alla sem tóku þátt í leiknum spilandi svona. Við vorum bara alltaf með tvo til þrjá leikmenn sem voru ekki að taka þátt í leiknum í hvert sinn, þeir skiptust á að sinna því hlutverki. Það var bara eins og þeir [Skagamenn] væru töluvert fleiri á vellinum af því að það voru alltaf of margir sem ákváðu að taka þátt í stemningunni hér á Skaganum heldur en að taka þátt í leiknum,“ sagði Ómar Ingi að lokum.
Besta deild karla HK Tengdar fréttir Viktor með fernu: „Eitthvað sem ég vissi alltaf að byggi í mér“ „Maður er bara hálfdofinn. Auðvitað er maður glaður, en þetta er bara ótrúlegt, maður bjóst ekki við þessu,“ sagði Viktor Jónsson eftir leik ÍA og HK upp á Skaga þar sem Viktor skoraði fjögur af átta mörkum heimamanna í 8-0 sigri í 13. umferð Bestu deildar karla. 6. júlí 2024 17:06 Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Sjá meira
Viktor með fernu: „Eitthvað sem ég vissi alltaf að byggi í mér“ „Maður er bara hálfdofinn. Auðvitað er maður glaður, en þetta er bara ótrúlegt, maður bjóst ekki við þessu,“ sagði Viktor Jónsson eftir leik ÍA og HK upp á Skaga þar sem Viktor skoraði fjögur af átta mörkum heimamanna í 8-0 sigri í 13. umferð Bestu deildar karla. 6. júlí 2024 17:06