Caldentey fer frá Evrópumeisturum Barcelona til Arsenal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júlí 2024 13:01 Skyttan Mariona Caldentey. Stuart MacFarlane/Getty Images Hin 28 ára gamla Mariona Caldentey hefur ákveðið að færa sig um set eftir áratug hjá Barcelona. Eftir að vinna fernuna með liðinu á síðustu leiktíð hefur Caldentey samið við Arsenal. Caldentey hefur svo sannarlega verið sigursæl á sínum ferli til þessa en hjá Barcelona vann hún alls 25 titla. Varð hún sex sinnum Spánarmeistari með liðinu og þrívegis Evrópumeistari. Alls skoraði hún 114 mörk í 302 leikjum og þá hefur hún skorað 26 mörk í 72 A-landsleikjum. Var hún hluti af landsliðshópi Spánar sem varð heimsmeistari á síðasta ári. Arsenal Women have confirmed the signing of Mariona Caldentey after 10 years at Barcelona“This is the right time for a new challenge for me and Arsenal is the perfect place.” The World Cup winner saidMore ⬇️https://t.co/8xOta3v0FH— Art de Roché (@ArtdeRoche) July 2, 2024 „Ég er svo glöð með að vera komin hingað. Þetta var rétti tíminn fyrir nýja áskorun og Arsenal er hinn fullkomni staður fyrir mig. Það sem Arsenal er að gera sem félag er magnað, bæði innan vallar sem utan,“ sagði Caldentey eftir að vistaskiptin voru staðfest. „Það er ótrúlegt að sjá hvað félagið hefur gert utan vallar, með fjölda stuðningsfólks sem eltir það út um allt og öll þessi met sem hafa fallið. Ég get ekki beðið eftir að hefjast handa, vinna titla og skemmta stuðningsfólki okkar,“ bætti Caldentey við. Talið er að Caldentey eigi að fylla skarð hollensku markadrottningarinnar Vivianne Miedema sem yfirgaf félagið nú í sumar. Þá hefur Manchester United tilkynnt komu varnarmannsins Dominique Janssen. Sú er 29 ára gömul og á að baki 112 leiki með hollenska landslðinu. Var hún í liðinu þegar Holland varð Evrópumeistari 2017. Ready to make a mark in Manchester.We’re thrilled to have you, Dom 🤝🇳🇱#MUWomen— Manchester United Women (@ManUtdWomen) July 2, 2024 Janssen gerir samning til ársins 2027 með möguleika á árs framlengingu. Hin hollenska Janssen er þaulreynd eftir veru sína hjá Wolfsburg og Arsenal þar áður. Hjá Wolfsburg var hún hluti af liði sem vann efstu deild í Þýskalandi tvívegis og varð þrívegis bikarmeistari. Þá vann hún einnig titla með Arsenal þegar hún var þar. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Sjá meira
Caldentey hefur svo sannarlega verið sigursæl á sínum ferli til þessa en hjá Barcelona vann hún alls 25 titla. Varð hún sex sinnum Spánarmeistari með liðinu og þrívegis Evrópumeistari. Alls skoraði hún 114 mörk í 302 leikjum og þá hefur hún skorað 26 mörk í 72 A-landsleikjum. Var hún hluti af landsliðshópi Spánar sem varð heimsmeistari á síðasta ári. Arsenal Women have confirmed the signing of Mariona Caldentey after 10 years at Barcelona“This is the right time for a new challenge for me and Arsenal is the perfect place.” The World Cup winner saidMore ⬇️https://t.co/8xOta3v0FH— Art de Roché (@ArtdeRoche) July 2, 2024 „Ég er svo glöð með að vera komin hingað. Þetta var rétti tíminn fyrir nýja áskorun og Arsenal er hinn fullkomni staður fyrir mig. Það sem Arsenal er að gera sem félag er magnað, bæði innan vallar sem utan,“ sagði Caldentey eftir að vistaskiptin voru staðfest. „Það er ótrúlegt að sjá hvað félagið hefur gert utan vallar, með fjölda stuðningsfólks sem eltir það út um allt og öll þessi met sem hafa fallið. Ég get ekki beðið eftir að hefjast handa, vinna titla og skemmta stuðningsfólki okkar,“ bætti Caldentey við. Talið er að Caldentey eigi að fylla skarð hollensku markadrottningarinnar Vivianne Miedema sem yfirgaf félagið nú í sumar. Þá hefur Manchester United tilkynnt komu varnarmannsins Dominique Janssen. Sú er 29 ára gömul og á að baki 112 leiki með hollenska landslðinu. Var hún í liðinu þegar Holland varð Evrópumeistari 2017. Ready to make a mark in Manchester.We’re thrilled to have you, Dom 🤝🇳🇱#MUWomen— Manchester United Women (@ManUtdWomen) July 2, 2024 Janssen gerir samning til ársins 2027 með möguleika á árs framlengingu. Hin hollenska Janssen er þaulreynd eftir veru sína hjá Wolfsburg og Arsenal þar áður. Hjá Wolfsburg var hún hluti af liði sem vann efstu deild í Þýskalandi tvívegis og varð þrívegis bikarmeistari. Þá vann hún einnig titla með Arsenal þegar hún var þar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Sjá meira