„Það leggst ekkert á mig að þurfa að byrja á bekknum“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. júní 2024 22:27 Helgi Guðjónsson kom inn af bekknum og skoraði tvö mörk gegn Stjörnunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Gott að komast aftur á sigurbraut eftir tvö jafntefli,“ sagði Helgi Guðjónsson eftir 4-0 stórsigur Víkings gegn Stjörnunni í Garðabænum í kvöld. Hann átti frábæra innkomu af bekknum og skoraði tvö mörk. Víkingur gerði einmitt jafntefli í síðustu tveimur leikjum, 2-2 gegn Val og síðast 1-1 gegn KR. Helgi brosti út í annað þegar Gunnlaugur Jónsson spurði hvort krísuástand hafi ríkt í Víkinni eftir á. „Ekki kannski beint krísa að gera jafntefli úti á móti Val og heima á móti KR en Víkingur er komið á þann stað að þetta er nálægt því að flokkast sem krísa hjá okkur, en við tökum því ekkert þannig. Komum bara klárari í þennan leik og ætluðum okkur sigur í dag til að rétta úr kútnum almennilega.“ Helgi byrjaði leikinn á bekknum en hafði mikil áhrif þegar hann kom inn eins og svo oft áður. Skoraði mark í sínum fyrstu snertingum og bætti svo öðru við með glæsilegri afgreiðslu. „Vel og ekki vel sko. Ég kem ferskur inn á móti aðeins þreyttari mönnum heldur en byrja leikinn. Það leggst ekkert á mig að þurfa að byrja á bekknum, ég reyni að nýta það eins og ég get, koma inn af krafti. Fæ yfirleitt færi í hverjum leik þannig það er bara mitt að ná að setja mark á það.“ Helgi hefur öðlast orðspor sem ofurmaður af bekknum (e. supersub) í deildinni. „Það er bara fyndið, skemmtilegt umtal og bara gaman að því. Treysti honum [þjálfaranum] fullkomnlega fyrir því, hvort sem ég byrja eða ekki er ég alltaf klár.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Sjá meira
Víkingur gerði einmitt jafntefli í síðustu tveimur leikjum, 2-2 gegn Val og síðast 1-1 gegn KR. Helgi brosti út í annað þegar Gunnlaugur Jónsson spurði hvort krísuástand hafi ríkt í Víkinni eftir á. „Ekki kannski beint krísa að gera jafntefli úti á móti Val og heima á móti KR en Víkingur er komið á þann stað að þetta er nálægt því að flokkast sem krísa hjá okkur, en við tökum því ekkert þannig. Komum bara klárari í þennan leik og ætluðum okkur sigur í dag til að rétta úr kútnum almennilega.“ Helgi byrjaði leikinn á bekknum en hafði mikil áhrif þegar hann kom inn eins og svo oft áður. Skoraði mark í sínum fyrstu snertingum og bætti svo öðru við með glæsilegri afgreiðslu. „Vel og ekki vel sko. Ég kem ferskur inn á móti aðeins þreyttari mönnum heldur en byrja leikinn. Það leggst ekkert á mig að þurfa að byrja á bekknum, ég reyni að nýta það eins og ég get, koma inn af krafti. Fæ yfirleitt færi í hverjum leik þannig það er bara mitt að ná að setja mark á það.“ Helgi hefur öðlast orðspor sem ofurmaður af bekknum (e. supersub) í deildinni. „Það er bara fyndið, skemmtilegt umtal og bara gaman að því. Treysti honum [þjálfaranum] fullkomnlega fyrir því, hvort sem ég byrja eða ekki er ég alltaf klár.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Sjá meira