„Gaf okkur svar í dag og vonandi fæ ég svar áfram“ Aron Guðmundsson skrifar 27. júní 2024 21:37 Davíð Smári gaf Eskelinen annan séns í kvöld og fannst hann fá svar S2 Sport Davíð Smári Lamude, þjálfari Bestu deildar liðs Vestra, var svekktur eftir 3-1 tap sinna manna gegn Fram á heimavelli í kvöld. Hann ákvað að gefa sænsk ættaða markverðinum Karl William Eskelinen traustið í markinu þrátt fyrir martraðarframmistöðu Svíans í síðustu umferð gegn Val og fannst hann fá svar frá honum í kvöld. „Ég er bara svekktur, fannst við spila gríðarlega vel fyrstu tuttugu mínúturnar en gefum svo ódýr mörk sem er farið að vera allt of mikið mynstur hjá okkur,“ sagði Davíð Smári við okkar mann fyrir Vestan, Ragnar Heiðar Sigtryggsson í viðtali eftir leik. „Eftir fyrsta markið að þá hendum við leikplaninu út um gluggann” sagði Davíð, inntur eftir viðbrögðum eftir leik.“ Davíð reyndi að gera breytingar á leik sinna manna sem skiluðu ekki tilætluðum árangri og fengu bara ódýr mörk á sig. „Mér fannst Framararnir ekki þurfa gera mikið til að skora þessi mörk.” Davíð vill taka Valsleikinn í síðustu umferð deildarinnar, sem lauk með 5-1 sigri Vals, út fyrir sviga og voru mikil einstaklingsmistök sem höfðu áhrif á úrslitin í þeim leik. „Það er bara að halda áfram, ná rythma í liðið og halda áfram.” Var staðráðinn í að sanna sig í kvöld Í síðasta leik að þá gagnrýndi Davíð markmanninn sinn, Eskelinen og sagði Davíð að hann gæti ekki beðið eftir að sýna sig í dag og svaraði hann því með nokkrum góðum vörslum. „Eskelinen er stór karakter og ætlast til mikils af sjálfum sér. Var staðráðinn að sýna sig hér í dag og til loka tímabilsins. Ef ég hefði kippt honum út að þá hefði hann ekki fengið séns á því að svara, hann gaf okkur svar í dag og vonandi fæ ég svar áfram,” sagði Davíð Smári um frammistöðu Eskelinen í kvöld. Mikið rót hefur verið á varnarlínu Vestra á tímabilinu vegna meiðsla enn í kvöld gat Davíð reitt sig á þrjá menn sem hafa verið fjarverandi undanfarnar vikur vegna meiðsla, þá Eið Aron Sigurbjörnsson, Morten Ohlsen Hansen og Fatai Gbadamosi. Davíð vildi ekki meina að það hafi verið of mikið að setja Eið, Fatai og Morten alla í byrjunarliðið fyrir leik kvöldsins. „Ég held að allir þjálfarar sem fá grænt ljós á að menn spila að þá freistast þeir til að spila þeim”, en þeir þrír höfðu allir æft með liðinu síðastliðna 10 daga.“ Vestri mætir Breiðabliki í næsta leik og Davíð segir að liðið þurfa að æfa vel og megi ekki brotna við fyrsta mark eins og hérna í kvöld. „Við hentum þessu út um gluggann við fyrsta mark og við þurfum að addressa þetta strax svo það komi ekki fyrir aftur” sagði svekktur Davíð að lokum. Besta deild karla Vestri Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
„Ég er bara svekktur, fannst við spila gríðarlega vel fyrstu tuttugu mínúturnar en gefum svo ódýr mörk sem er farið að vera allt of mikið mynstur hjá okkur,“ sagði Davíð Smári við okkar mann fyrir Vestan, Ragnar Heiðar Sigtryggsson í viðtali eftir leik. „Eftir fyrsta markið að þá hendum við leikplaninu út um gluggann” sagði Davíð, inntur eftir viðbrögðum eftir leik.“ Davíð reyndi að gera breytingar á leik sinna manna sem skiluðu ekki tilætluðum árangri og fengu bara ódýr mörk á sig. „Mér fannst Framararnir ekki þurfa gera mikið til að skora þessi mörk.” Davíð vill taka Valsleikinn í síðustu umferð deildarinnar, sem lauk með 5-1 sigri Vals, út fyrir sviga og voru mikil einstaklingsmistök sem höfðu áhrif á úrslitin í þeim leik. „Það er bara að halda áfram, ná rythma í liðið og halda áfram.” Var staðráðinn í að sanna sig í kvöld Í síðasta leik að þá gagnrýndi Davíð markmanninn sinn, Eskelinen og sagði Davíð að hann gæti ekki beðið eftir að sýna sig í dag og svaraði hann því með nokkrum góðum vörslum. „Eskelinen er stór karakter og ætlast til mikils af sjálfum sér. Var staðráðinn að sýna sig hér í dag og til loka tímabilsins. Ef ég hefði kippt honum út að þá hefði hann ekki fengið séns á því að svara, hann gaf okkur svar í dag og vonandi fæ ég svar áfram,” sagði Davíð Smári um frammistöðu Eskelinen í kvöld. Mikið rót hefur verið á varnarlínu Vestra á tímabilinu vegna meiðsla enn í kvöld gat Davíð reitt sig á þrjá menn sem hafa verið fjarverandi undanfarnar vikur vegna meiðsla, þá Eið Aron Sigurbjörnsson, Morten Ohlsen Hansen og Fatai Gbadamosi. Davíð vildi ekki meina að það hafi verið of mikið að setja Eið, Fatai og Morten alla í byrjunarliðið fyrir leik kvöldsins. „Ég held að allir þjálfarar sem fá grænt ljós á að menn spila að þá freistast þeir til að spila þeim”, en þeir þrír höfðu allir æft með liðinu síðastliðna 10 daga.“ Vestri mætir Breiðabliki í næsta leik og Davíð segir að liðið þurfa að æfa vel og megi ekki brotna við fyrsta mark eins og hérna í kvöld. „Við hentum þessu út um gluggann við fyrsta mark og við þurfum að addressa þetta strax svo það komi ekki fyrir aftur” sagði svekktur Davíð að lokum.
Besta deild karla Vestri Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira