„Hún gaf mér olnbogaskot í andlitið því hún var pirruð“ Andri Már Eggertsson skrifar 26. júní 2024 20:30 Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls, í baráttunni í leik kvöldsins. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Tindastóll tapaði gegn FH á útivelli 4-1. Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls, var svekkt eftir leik og ósátt út í dómara leiksins sem var að hennar mati ekki að vernda leikmennina inni á vellinum. „Við vorum ekki nógu ákveðnar og leikplanið gekk ekki alveg vel upp og það voru litlir hlutir sem gengu ekki upp fannst mér,“ sagði Bryndís í viðtali beint eftir leik. Tindastóll byrjaði leikinn afar illa og eftir tólf mínútur var liðið 2-0 undir sem reyndist ansi þungt fyrir gestina. „Þetta var einbeitingarleysi hjá okkur. Þær gerðu vel en við komum betur inn í seinni hálfleik og minnkuðum muninn sem var fínt. Þær svöruðu því með góðum kafla og gerðu út um leikinn.“ Bryndís Rut var ekki ánægð með hvernig liðið spilaði eftir að hafa fengið á sig mark þar sem FH skoraði tvö mörk með stuttu millibili bæði í fyrri og seinni hálfleik. „Viðbrögðin á næstu fimm mínútum eftir mark gerði út af við okkur. Okkur tókst ekki að bregðast nógu hratt við og það var vel gert hjá þeim.“ Í fyrri hálfleik fékk Bryndís olnbogaskot frá Breukelen Lachelle Woodard og lá eftir en dómarinn dæmdi ekkert. Bryndís var ekki sátt með línuna í leiknum og hefði viljað sjá dómarann vernda leikmenn betur. „Mér fannst dómarinn með frekar slappa línu ef ég á að vera hreinskilin. Hún gaf mér olnbogaskot í andlitið því hún var pirruð. Ég veit að það er hiti í leiknum og allt það en mér finnst dómararnir eiga að vernda leikmenn betur því að höfuðmeiðsli eru alvarlegri en fólk heldur og við erum með leikmenn sem við höfum misst út vegna höfuðmeiðsla. Mér finnst dómarar almennt eiga að verja leikmenn betur eins og í þessu atviki.“ En hefði þetta olnbogaskot ekki átt að verðskulda rautt spjald? „Dæmi hver fyrir sig. Ég þarf að horfa á þetta aftur en ég fékk olnboga beint í smettið og ég vil meina að þetta hafi verið frekar gróft. Boltinn var hvergi nálægt en það þýðir ekkert að pirra sig og það er bara áfram gakk,“ sagði Bryndís Rut að lokum. Tindastóll Besta deild kvenna FH Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
„Við vorum ekki nógu ákveðnar og leikplanið gekk ekki alveg vel upp og það voru litlir hlutir sem gengu ekki upp fannst mér,“ sagði Bryndís í viðtali beint eftir leik. Tindastóll byrjaði leikinn afar illa og eftir tólf mínútur var liðið 2-0 undir sem reyndist ansi þungt fyrir gestina. „Þetta var einbeitingarleysi hjá okkur. Þær gerðu vel en við komum betur inn í seinni hálfleik og minnkuðum muninn sem var fínt. Þær svöruðu því með góðum kafla og gerðu út um leikinn.“ Bryndís Rut var ekki ánægð með hvernig liðið spilaði eftir að hafa fengið á sig mark þar sem FH skoraði tvö mörk með stuttu millibili bæði í fyrri og seinni hálfleik. „Viðbrögðin á næstu fimm mínútum eftir mark gerði út af við okkur. Okkur tókst ekki að bregðast nógu hratt við og það var vel gert hjá þeim.“ Í fyrri hálfleik fékk Bryndís olnbogaskot frá Breukelen Lachelle Woodard og lá eftir en dómarinn dæmdi ekkert. Bryndís var ekki sátt með línuna í leiknum og hefði viljað sjá dómarann vernda leikmenn betur. „Mér fannst dómarinn með frekar slappa línu ef ég á að vera hreinskilin. Hún gaf mér olnbogaskot í andlitið því hún var pirruð. Ég veit að það er hiti í leiknum og allt það en mér finnst dómararnir eiga að vernda leikmenn betur því að höfuðmeiðsli eru alvarlegri en fólk heldur og við erum með leikmenn sem við höfum misst út vegna höfuðmeiðsla. Mér finnst dómarar almennt eiga að verja leikmenn betur eins og í þessu atviki.“ En hefði þetta olnbogaskot ekki átt að verðskulda rautt spjald? „Dæmi hver fyrir sig. Ég þarf að horfa á þetta aftur en ég fékk olnboga beint í smettið og ég vil meina að þetta hafi verið frekar gróft. Boltinn var hvergi nálægt en það þýðir ekkert að pirra sig og það er bara áfram gakk,“ sagði Bryndís Rut að lokum.
Tindastóll Besta deild kvenna FH Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira