Coolbet áberandi í útilegu Verzlinga Bjarki Sigurðsson skrifar 25. júní 2024 18:57 Vinstri myndin er af tjaldinu sem sett var upp í Þrastaskógi og myndin til hægri er úr auglýsingamyndbandi fyrir útileguna. Veðmálafyrirtæki með ólöglega starfsemi hér á landi var í áberandi samstarfi við útilegu framhaldsskólanema í Grímsnesi um helgina. Skólastjóra Verzlunarskóla Íslands er ekki skemmt. Coolbet og fleiri veðmálafyrirtæki auglýsa grimmt á samfélagsmiðlum án aðgerða stjórnvalda. Miðstjórnarferð Nemendafélags Verzlunarskóla Íslands er árlegur viðburður þar sem nemendur fara í útilegu og skemmta sér langt fram á nótt. Nemendur skólans eru á aldrinum sextán til átján ára og í ár var farið í Þrastaskóg í Grímsnesi. Um 600 Verzlingar og vinir mættu og borguðu 5.500 krónur fyrir. Í tjaldhafinu í Þrastaskógi skar eitt tjald sig úr. Það var tjald merkt veðmálafyrirtækinu Coolbet. Samkvæmt heimildum fréttastofu fékk nemendafélagið tjaldið að láni frá Coolbet, sem og gefins fatnað, merktan fyrirtækinu, til að nota sem vinninga í lukkuhjóli. Þá klæddust nemendur fatnaði Coolbet í auglýsingu fyrir útileguna og hvöttu fólk til að fylgja veðmálafyrirtækinu á samfélagsmiðlum. Guðrún Inga Sívertsen er skólastjóri Verzlunarskólans. Hún segir framhaldsskólaviðburð þar sem gestir eru margir hverjir undir átján ára aldri og auglýsingar veðmálafyrirtækja alls ekki fara saman. Það sé galið að Coolbet hafi auglýst sig í útilegunni og hún hafði ekki hugmynd um aðkomu þeirra fyrr en eftir helgi. Skólinn kemur ekki nálægt skipulagningu hennar heldur er hún eingöngu á vegum nemendafélagsins. Guðrún Inga Sívertsen er skólastjóri Verzlunarskóla Íslands.Vísir/Egill Þrátt fyrir að fyrirtækið sé ekki skráð hér á landi, enda veðmálastarfsemi ólögleg, eru íslenskir notendur Coolbet sagðir þrjátíu þúsund talsins. @coolbetmerch 🇮🇸30.000 SINNUM TAKK🇮🇸 30.000 Íslendingar á Coolbet! Þakklæti er okkur efst í huga! Eins og Patti sagði þá fær 1 heppinn Íslendingur €3.000! Það eina sem þú þarft að gera er að veðja a.m.k. 1x á EM til að vera í pottinum🗳️ Ath! Það skiptir engu máli hver upphæðin er eða hvort veðmálið vannst eða tapaðist. Drögum út eftir helgi👀 - Veðbanki íslensku þjóðarinnar ♬ original sound - Coolbet Ísland Illa hefur gengið að ná utan um starfsemi veðmálasíðna á Íslandi. Ólöglegt er að auglýsa veðmálasíður en á samfélagsmiðlum eru auglýsingar frá þeim mjög áberandi. Fjölmiðlanefnd, sem hefur áður sektað fjölmiðla fyrir að auglýsa veðmálasíður, er ekki með eftirlit þar. Nefndin hefur þó áhyggjur af auknum sýnileika þeirra á samfélagsmiðlum og sendi Sýslumanninum á Suðurlandi erindi þess efnis í nóvember 2022. Sýslumaður á að hafa eftirlit með auglýsingum á samfélagsmiðlum. Einu og hálfu ári síðar hefur ekkert svar borist. Í desember 2022 skilaði starfshópur á vegum Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem var dómsmálaráðherra þegar hópurinn var settur á laggirnar, skýrslu þar sem kom fram að skerpa þyrfti á banni við auglýsingum á ólöglegri netspilun og tryggja að slíku banni væri fylgt eftir. Síðan hefur lítið gerst en athygli vakti þegar Áslaug mætti í viðtal hjá Coolbet rúmu ári síðar og spáði um úrslit í leikjum á HM í handbolta. Fréttastofa hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná tali af fulltrúum Coolbet á Íslandi en án árangurs. Fjölmiðlar Fjárhættuspil Stjórnsýsla Framhaldsskólar Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Tengdar fréttir „Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30 Veðmálaauglýsingar með stærstu stjörnum landsins „fá að grassera“ Lítið sem ekkert eftirlit er með ólöglegum veðmálasíðum sem auglýsa grimmt hér á landi í trássi við lög. Þetta segir formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn sem sakar stjórnvöld um sinnuleysi. 29. apríl 2024 20:28 Var beðinn um upplýsingar um unga leikmenn vegna veðmáls Knattspyrnuþjálfari hefur lent í því að fá skilaboð þar sem hann var inntur eftir upplýsingum um stöðu leikmanna fyrir fótboltaleik barna og ungmenna í öðrum flokki en fólkið vildi upplýsingar fyrir veðmál. Hann óttast að börn verði fyrir óþægilegum þrýstingi í æskulýðsstarfi. 10. maí 2024 20:01 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
Miðstjórnarferð Nemendafélags Verzlunarskóla Íslands er árlegur viðburður þar sem nemendur fara í útilegu og skemmta sér langt fram á nótt. Nemendur skólans eru á aldrinum sextán til átján ára og í ár var farið í Þrastaskóg í Grímsnesi. Um 600 Verzlingar og vinir mættu og borguðu 5.500 krónur fyrir. Í tjaldhafinu í Þrastaskógi skar eitt tjald sig úr. Það var tjald merkt veðmálafyrirtækinu Coolbet. Samkvæmt heimildum fréttastofu fékk nemendafélagið tjaldið að láni frá Coolbet, sem og gefins fatnað, merktan fyrirtækinu, til að nota sem vinninga í lukkuhjóli. Þá klæddust nemendur fatnaði Coolbet í auglýsingu fyrir útileguna og hvöttu fólk til að fylgja veðmálafyrirtækinu á samfélagsmiðlum. Guðrún Inga Sívertsen er skólastjóri Verzlunarskólans. Hún segir framhaldsskólaviðburð þar sem gestir eru margir hverjir undir átján ára aldri og auglýsingar veðmálafyrirtækja alls ekki fara saman. Það sé galið að Coolbet hafi auglýst sig í útilegunni og hún hafði ekki hugmynd um aðkomu þeirra fyrr en eftir helgi. Skólinn kemur ekki nálægt skipulagningu hennar heldur er hún eingöngu á vegum nemendafélagsins. Guðrún Inga Sívertsen er skólastjóri Verzlunarskóla Íslands.Vísir/Egill Þrátt fyrir að fyrirtækið sé ekki skráð hér á landi, enda veðmálastarfsemi ólögleg, eru íslenskir notendur Coolbet sagðir þrjátíu þúsund talsins. @coolbetmerch 🇮🇸30.000 SINNUM TAKK🇮🇸 30.000 Íslendingar á Coolbet! Þakklæti er okkur efst í huga! Eins og Patti sagði þá fær 1 heppinn Íslendingur €3.000! Það eina sem þú þarft að gera er að veðja a.m.k. 1x á EM til að vera í pottinum🗳️ Ath! Það skiptir engu máli hver upphæðin er eða hvort veðmálið vannst eða tapaðist. Drögum út eftir helgi👀 - Veðbanki íslensku þjóðarinnar ♬ original sound - Coolbet Ísland Illa hefur gengið að ná utan um starfsemi veðmálasíðna á Íslandi. Ólöglegt er að auglýsa veðmálasíður en á samfélagsmiðlum eru auglýsingar frá þeim mjög áberandi. Fjölmiðlanefnd, sem hefur áður sektað fjölmiðla fyrir að auglýsa veðmálasíður, er ekki með eftirlit þar. Nefndin hefur þó áhyggjur af auknum sýnileika þeirra á samfélagsmiðlum og sendi Sýslumanninum á Suðurlandi erindi þess efnis í nóvember 2022. Sýslumaður á að hafa eftirlit með auglýsingum á samfélagsmiðlum. Einu og hálfu ári síðar hefur ekkert svar borist. Í desember 2022 skilaði starfshópur á vegum Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem var dómsmálaráðherra þegar hópurinn var settur á laggirnar, skýrslu þar sem kom fram að skerpa þyrfti á banni við auglýsingum á ólöglegri netspilun og tryggja að slíku banni væri fylgt eftir. Síðan hefur lítið gerst en athygli vakti þegar Áslaug mætti í viðtal hjá Coolbet rúmu ári síðar og spáði um úrslit í leikjum á HM í handbolta. Fréttastofa hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná tali af fulltrúum Coolbet á Íslandi en án árangurs.
Fjölmiðlar Fjárhættuspil Stjórnsýsla Framhaldsskólar Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Tengdar fréttir „Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30 Veðmálaauglýsingar með stærstu stjörnum landsins „fá að grassera“ Lítið sem ekkert eftirlit er með ólöglegum veðmálasíðum sem auglýsa grimmt hér á landi í trássi við lög. Þetta segir formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn sem sakar stjórnvöld um sinnuleysi. 29. apríl 2024 20:28 Var beðinn um upplýsingar um unga leikmenn vegna veðmáls Knattspyrnuþjálfari hefur lent í því að fá skilaboð þar sem hann var inntur eftir upplýsingum um stöðu leikmanna fyrir fótboltaleik barna og ungmenna í öðrum flokki en fólkið vildi upplýsingar fyrir veðmál. Hann óttast að börn verði fyrir óþægilegum þrýstingi í æskulýðsstarfi. 10. maí 2024 20:01 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
„Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30
Veðmálaauglýsingar með stærstu stjörnum landsins „fá að grassera“ Lítið sem ekkert eftirlit er með ólöglegum veðmálasíðum sem auglýsa grimmt hér á landi í trássi við lög. Þetta segir formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn sem sakar stjórnvöld um sinnuleysi. 29. apríl 2024 20:28
Var beðinn um upplýsingar um unga leikmenn vegna veðmáls Knattspyrnuþjálfari hefur lent í því að fá skilaboð þar sem hann var inntur eftir upplýsingum um stöðu leikmanna fyrir fótboltaleik barna og ungmenna í öðrum flokki en fólkið vildi upplýsingar fyrir veðmál. Hann óttast að börn verði fyrir óþægilegum þrýstingi í æskulýðsstarfi. 10. maí 2024 20:01