Veðmálaauglýsingar með stærstu stjörnum landsins „fá að grassera“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. apríl 2024 20:28 Alma hefur áhyggjur af áhrifum auglýsinga veðmálasíða sem íslenskar stjörnur taka þátt í á samfélagsmiðlum. Lítið sem ekkert eftirlit er með ólöglegum veðmálasíðum sem auglýsa grimmt hér á landi í trássi við lög. Þetta segir formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn sem sakar stjórnvöld um sinnuleysi. Hér á landi eru happdrættis- og veðmálafyrirtæki leyfisskyld en einungis sex fyrirtæki má starfrækja hér á landi. Þrátt fyrir það hafa fjölmörg slík fyrirtæki sprottið upp hér, þeirra á meðal Coolbet og Betson. Coolbet er líklega sú veðmálasíða sem vekur hvað mesta athygli. Þrátt fyrir að hana megi ekki starfrækja hér á landi virðast Íslendingar starfa fyrir fyrirtækið sem heldur úti íslenskri síðu. Þrjú ár eru síðan Daði Laxdal, titlaður svæðisstjóri Coolbet á Íslandi sagði fyrirhugað að ráða hundrað nýja starfsmenn til fyrirtækisins: „Dauðafæri fyrir Íslendinga“ tístaði hann. Coolbet má heldur ekki auglýsa starfsemina á Íslandi en efni sem mætti flokka sem duldar auglýsingar eru áberandi. @coolbetmerch Það styttist í Coolbet Open í Bratislava🔥 Minnum á live undanmótið í kvöld kl. 19:00 á Hugar💰 ♬ original sound - Coolbet Ísland @gustib_1 viltu vinna miða á Þjóðhátíð? 🤩 notaðu #gustib kóðann og þú ert kominn í pottinn (færð 40% afslátt af pítsunum í leiðinni 🤩 takk Pizzan fyrir samstarf) ♬ Baianá (Sped Up Version) - Bakermat Tónlistarmenn, útvarpsmenn og áhrifavaldar klæðast ítrekað fatnaði merktu fyrirtækinu - í vinnunni og við skemmtanir. Í íburðarmiklu tónlistarmyndbandi Prettyboitjokkó eru samstarfsaðilar tilgreindir í upphafi myndbands. Coolbet er ekki þar á meðal en síða fyrirtækisins kemur oftar en einu sinni fram í myndbandinu. „Það er náttúrulega ekkert eftirlit, það er staðreyndin,“ segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, þegar hún var spurð út í eftirlit með starfseminni.Alma segir áhyggjuefni að þeir sem klæðast varningi merktu veðmálasíðunum séu oft fyrirmyndir barna- og ungmenna. @fm957 Fyrsta myndbandið er mætt! Hver er með bestu trailer-röddina? ♬ original sound - FM957 Fjölmiðlanefnd hefur ekki eftirlit með duldum auglýsingum á TikTok eða Instagram þar sem miðlarnir eru ekki fjölmiðlar. Almennt eftirlit er í höndum dómsmálaráðuneytisins sem Alma sakar um sinnuleysi. „Og á meðan fær þetta bara að grassera. Vandinn er það að ungmennin okkar þau koma til með að þurfa að borga fyrir það að stjórnvöld séu eins og hauslausar hænur.“ @herrahnetusmjor Höldum áfram að varast hættur internetsins. Ekki láta blekkjast. ♬ original sound - Herra Hnetusmjör Uppfært Íslenskar stjörnur hafa tekið TikTok myndskeið þar sem þær eru klæddar í klæðnað frá Coolbet úr birtingu eftir að fréttin birtist. Það sést að ofan þar sem ekki er lengur hægt að horfa á myndbönd að frátöldu einu frá Coolbet. Fjárhættuspil Fíkn Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Beðin um að tilkynna líkfundi Erlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Tala látinna á Spáni hækkar hratt Erlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Hér á landi eru happdrættis- og veðmálafyrirtæki leyfisskyld en einungis sex fyrirtæki má starfrækja hér á landi. Þrátt fyrir það hafa fjölmörg slík fyrirtæki sprottið upp hér, þeirra á meðal Coolbet og Betson. Coolbet er líklega sú veðmálasíða sem vekur hvað mesta athygli. Þrátt fyrir að hana megi ekki starfrækja hér á landi virðast Íslendingar starfa fyrir fyrirtækið sem heldur úti íslenskri síðu. Þrjú ár eru síðan Daði Laxdal, titlaður svæðisstjóri Coolbet á Íslandi sagði fyrirhugað að ráða hundrað nýja starfsmenn til fyrirtækisins: „Dauðafæri fyrir Íslendinga“ tístaði hann. Coolbet má heldur ekki auglýsa starfsemina á Íslandi en efni sem mætti flokka sem duldar auglýsingar eru áberandi. @coolbetmerch Það styttist í Coolbet Open í Bratislava🔥 Minnum á live undanmótið í kvöld kl. 19:00 á Hugar💰 ♬ original sound - Coolbet Ísland @gustib_1 viltu vinna miða á Þjóðhátíð? 🤩 notaðu #gustib kóðann og þú ert kominn í pottinn (færð 40% afslátt af pítsunum í leiðinni 🤩 takk Pizzan fyrir samstarf) ♬ Baianá (Sped Up Version) - Bakermat Tónlistarmenn, útvarpsmenn og áhrifavaldar klæðast ítrekað fatnaði merktu fyrirtækinu - í vinnunni og við skemmtanir. Í íburðarmiklu tónlistarmyndbandi Prettyboitjokkó eru samstarfsaðilar tilgreindir í upphafi myndbands. Coolbet er ekki þar á meðal en síða fyrirtækisins kemur oftar en einu sinni fram í myndbandinu. „Það er náttúrulega ekkert eftirlit, það er staðreyndin,“ segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, þegar hún var spurð út í eftirlit með starfseminni.Alma segir áhyggjuefni að þeir sem klæðast varningi merktu veðmálasíðunum séu oft fyrirmyndir barna- og ungmenna. @fm957 Fyrsta myndbandið er mætt! Hver er með bestu trailer-röddina? ♬ original sound - FM957 Fjölmiðlanefnd hefur ekki eftirlit með duldum auglýsingum á TikTok eða Instagram þar sem miðlarnir eru ekki fjölmiðlar. Almennt eftirlit er í höndum dómsmálaráðuneytisins sem Alma sakar um sinnuleysi. „Og á meðan fær þetta bara að grassera. Vandinn er það að ungmennin okkar þau koma til með að þurfa að borga fyrir það að stjórnvöld séu eins og hauslausar hænur.“ @herrahnetusmjor Höldum áfram að varast hættur internetsins. Ekki láta blekkjast. ♬ original sound - Herra Hnetusmjör Uppfært Íslenskar stjörnur hafa tekið TikTok myndskeið þar sem þær eru klæddar í klæðnað frá Coolbet úr birtingu eftir að fréttin birtist. Það sést að ofan þar sem ekki er lengur hægt að horfa á myndbönd að frátöldu einu frá Coolbet.
Fjárhættuspil Fíkn Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Beðin um að tilkynna líkfundi Erlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Tala látinna á Spáni hækkar hratt Erlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira