Veðmálaauglýsingar með stærstu stjörnum landsins „fá að grassera“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. apríl 2024 20:28 Alma hefur áhyggjur af áhrifum auglýsinga veðmálasíða sem íslenskar stjörnur taka þátt í á samfélagsmiðlum. Lítið sem ekkert eftirlit er með ólöglegum veðmálasíðum sem auglýsa grimmt hér á landi í trássi við lög. Þetta segir formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn sem sakar stjórnvöld um sinnuleysi. Hér á landi eru happdrættis- og veðmálafyrirtæki leyfisskyld en einungis sex fyrirtæki má starfrækja hér á landi. Þrátt fyrir það hafa fjölmörg slík fyrirtæki sprottið upp hér, þeirra á meðal Coolbet og Betson. Coolbet er líklega sú veðmálasíða sem vekur hvað mesta athygli. Þrátt fyrir að hana megi ekki starfrækja hér á landi virðast Íslendingar starfa fyrir fyrirtækið sem heldur úti íslenskri síðu. Þrjú ár eru síðan Daði Laxdal, titlaður svæðisstjóri Coolbet á Íslandi sagði fyrirhugað að ráða hundrað nýja starfsmenn til fyrirtækisins: „Dauðafæri fyrir Íslendinga“ tístaði hann. Coolbet má heldur ekki auglýsa starfsemina á Íslandi en efni sem mætti flokka sem duldar auglýsingar eru áberandi. @coolbetmerch Það styttist í Coolbet Open í Bratislava🔥 Minnum á live undanmótið í kvöld kl. 19:00 á Hugar💰 ♬ original sound - Coolbet Ísland @gustib_1 viltu vinna miða á Þjóðhátíð? 🤩 notaðu #gustib kóðann og þú ert kominn í pottinn (færð 40% afslátt af pítsunum í leiðinni 🤩 takk Pizzan fyrir samstarf) ♬ Baianá (Sped Up Version) - Bakermat Tónlistarmenn, útvarpsmenn og áhrifavaldar klæðast ítrekað fatnaði merktu fyrirtækinu - í vinnunni og við skemmtanir. Í íburðarmiklu tónlistarmyndbandi Prettyboitjokkó eru samstarfsaðilar tilgreindir í upphafi myndbands. Coolbet er ekki þar á meðal en síða fyrirtækisins kemur oftar en einu sinni fram í myndbandinu. „Það er náttúrulega ekkert eftirlit, það er staðreyndin,“ segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, þegar hún var spurð út í eftirlit með starfseminni.Alma segir áhyggjuefni að þeir sem klæðast varningi merktu veðmálasíðunum séu oft fyrirmyndir barna- og ungmenna. @fm957 Fyrsta myndbandið er mætt! Hver er með bestu trailer-röddina? ♬ original sound - FM957 Fjölmiðlanefnd hefur ekki eftirlit með duldum auglýsingum á TikTok eða Instagram þar sem miðlarnir eru ekki fjölmiðlar. Almennt eftirlit er í höndum dómsmálaráðuneytisins sem Alma sakar um sinnuleysi. „Og á meðan fær þetta bara að grassera. Vandinn er það að ungmennin okkar þau koma til með að þurfa að borga fyrir það að stjórnvöld séu eins og hauslausar hænur.“ @herrahnetusmjor Höldum áfram að varast hættur internetsins. Ekki láta blekkjast. ♬ original sound - Herra Hnetusmjör Uppfært Íslenskar stjörnur hafa tekið TikTok myndskeið þar sem þær eru klæddar í klæðnað frá Coolbet úr birtingu eftir að fréttin birtist. Það sést að ofan þar sem ekki er lengur hægt að horfa á myndbönd að frátöldu einu frá Coolbet. Fjárhættuspil Fíkn Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Sjá meira
Hér á landi eru happdrættis- og veðmálafyrirtæki leyfisskyld en einungis sex fyrirtæki má starfrækja hér á landi. Þrátt fyrir það hafa fjölmörg slík fyrirtæki sprottið upp hér, þeirra á meðal Coolbet og Betson. Coolbet er líklega sú veðmálasíða sem vekur hvað mesta athygli. Þrátt fyrir að hana megi ekki starfrækja hér á landi virðast Íslendingar starfa fyrir fyrirtækið sem heldur úti íslenskri síðu. Þrjú ár eru síðan Daði Laxdal, titlaður svæðisstjóri Coolbet á Íslandi sagði fyrirhugað að ráða hundrað nýja starfsmenn til fyrirtækisins: „Dauðafæri fyrir Íslendinga“ tístaði hann. Coolbet má heldur ekki auglýsa starfsemina á Íslandi en efni sem mætti flokka sem duldar auglýsingar eru áberandi. @coolbetmerch Það styttist í Coolbet Open í Bratislava🔥 Minnum á live undanmótið í kvöld kl. 19:00 á Hugar💰 ♬ original sound - Coolbet Ísland @gustib_1 viltu vinna miða á Þjóðhátíð? 🤩 notaðu #gustib kóðann og þú ert kominn í pottinn (færð 40% afslátt af pítsunum í leiðinni 🤩 takk Pizzan fyrir samstarf) ♬ Baianá (Sped Up Version) - Bakermat Tónlistarmenn, útvarpsmenn og áhrifavaldar klæðast ítrekað fatnaði merktu fyrirtækinu - í vinnunni og við skemmtanir. Í íburðarmiklu tónlistarmyndbandi Prettyboitjokkó eru samstarfsaðilar tilgreindir í upphafi myndbands. Coolbet er ekki þar á meðal en síða fyrirtækisins kemur oftar en einu sinni fram í myndbandinu. „Það er náttúrulega ekkert eftirlit, það er staðreyndin,“ segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, þegar hún var spurð út í eftirlit með starfseminni.Alma segir áhyggjuefni að þeir sem klæðast varningi merktu veðmálasíðunum séu oft fyrirmyndir barna- og ungmenna. @fm957 Fyrsta myndbandið er mætt! Hver er með bestu trailer-röddina? ♬ original sound - FM957 Fjölmiðlanefnd hefur ekki eftirlit með duldum auglýsingum á TikTok eða Instagram þar sem miðlarnir eru ekki fjölmiðlar. Almennt eftirlit er í höndum dómsmálaráðuneytisins sem Alma sakar um sinnuleysi. „Og á meðan fær þetta bara að grassera. Vandinn er það að ungmennin okkar þau koma til með að þurfa að borga fyrir það að stjórnvöld séu eins og hauslausar hænur.“ @herrahnetusmjor Höldum áfram að varast hættur internetsins. Ekki láta blekkjast. ♬ original sound - Herra Hnetusmjör Uppfært Íslenskar stjörnur hafa tekið TikTok myndskeið þar sem þær eru klæddar í klæðnað frá Coolbet úr birtingu eftir að fréttin birtist. Það sést að ofan þar sem ekki er lengur hægt að horfa á myndbönd að frátöldu einu frá Coolbet.
Fjárhættuspil Fíkn Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Sjá meira