Var beðinn um upplýsingar um unga leikmenn vegna veðmáls Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. maí 2024 20:01 Haraldur Árni Hróðmarsson er knattspyrnuþjálfari. arnar halldórsson Knattspyrnuþjálfari hefur lent í því að fá skilaboð þar sem hann var inntur eftir upplýsingum um stöðu leikmanna fyrir fótboltaleik barna og ungmenna í öðrum flokki en fólkið vildi upplýsingar fyrir veðmál. Hann óttast að börn verði fyrir óþægilegum þrýstingi í æskulýðsstarfi. „Þegar ég þjálfaði annan flokk sem eru krakkar á menntaskólaaldri var ég var við að það var verið að veðja á leiki hjá drengjunum sem ég þjálfaði á þeim tíma. Mér er minnisstætt þegar ég fékk skilaboð óvænt frá ansi mörgum mönnum sem ég þekkti og kannaðist við sem sendu mér skilaboð og spurðu út í stöðuna á liðinu mínu í þriðju deild annars flokks. Við vorum að fara að spila leik gegn einu af botnliðunum og þá finn ég fljótlega að það er verið að grennslast fyrir um hvort þetta sé leikur sem fýsilegt sé að veðja á, segir Haraldur Árni Hróðmarsson, knattspyrnuþjálfari. „Greinilega ekki bara mættir fyrir ástina á íþróttinni“ Svo rennur leikdagur upp og í stúkunni, þar sem vanalega voru einungis nokkrar hræður - foreldrar leikmanna og tveir til þrír félagar, var mættur hópur manna. „Þar voru mættir svona yfir fimmtíu karlmenn á aldrinum 25 til 30 ára sem voru greinilega ekki mættir bara fyrir ástina á íþróttinni, þannig það var mjög sérstakt og frekar óþægilegt.“ Skilaboðin sem Haraldur fékk fyrir leikinn innihéldu spurningar um heilsu leikmanna, hvort markahæsti leikmaðurinn myndi ekki örugglega spila og hvort margir væru meiddir. „Það var eins og menn væru að reyna að gulltryggja að ég myndi mæta með mitt sterkasta lið. Svo heyri ég eftir á að þetta snýst um að stuðullinn á að við vinnum með ákveðið mörgum mörkum var það sem menn sáu tækifæri í. Þannig þeir vildu ganga úr skugga um að ég myndi ekki hvíla leikmenn heldur keyra á þetta. Fljótlega renna tvær grímur á mann og maður svarar ekki svona skilaboðum.“ Strákarnir undir lögaldri „Þetta var mjög furðulegt þegar maður er að tala um stráka undir lögaldri sem voru að spila þennan leik, áhugamann sem var að dæma leikinn og við þjálfararnir flestir í hlutastörfum við þetta. Þannig þetta var áhugavert vægast sagt og er áhyggjuefni að þetta sé eitthvað sem menn sjá peninga í.“ Kollegar hans sem þjálfa yngri flokka kannist flestir við háttsemina. „Ég hef helst áhyggjur af því að krakkar sem eru að æfa íþróttir hjá hverfisliðinu, ánægjunnar vegna, séu settir í óeðlilega stöðu. Að þeir séu farnir óbeint að kosta menn peninga eða græða peninga fyrir einhverja aðra og í svona lýðheilsustarfi, eins og íþróttafélögin reka, þá fer þetta ekki saman.“ Fréttastofa hefur undanfarnar vikur fjallað um veðmálastarfsemi hér á landi. Veistu eitthvað um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Fjárhættuspil Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum Lögregla hefur ekkert eftirlit með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi þrátt fyrir að ríkislögreglustjóri meti sem svo að hætta á peningaþvætti og skattsvikum í gegnum síðurnar sé mikil. Dæmi eru um að íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum. 30. apríl 2024 21:11 Veðmálaauglýsingar með stærstu stjörnum landsins „fá að grassera“ Lítið sem ekkert eftirlit er með ólöglegum veðmálasíðum sem auglýsa grimmt hér á landi í trássi við lög. Þetta segir formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn sem sakar stjórnvöld um sinnuleysi. 29. apríl 2024 20:28 Börn veðji á sína eigin leiki Sálfræðingur segir mun fleiri leita til SÁÁ vegna íþróttaveðmála en áður, sérstaklega ungir íþróttamenn sem glíma við langt leidda veðmálafíkn. Dæmi séu um að veðmál hafi áhrif á íþróttaleiki hjá börnum. 4. apríl 2023 19:31 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
„Þegar ég þjálfaði annan flokk sem eru krakkar á menntaskólaaldri var ég var við að það var verið að veðja á leiki hjá drengjunum sem ég þjálfaði á þeim tíma. Mér er minnisstætt þegar ég fékk skilaboð óvænt frá ansi mörgum mönnum sem ég þekkti og kannaðist við sem sendu mér skilaboð og spurðu út í stöðuna á liðinu mínu í þriðju deild annars flokks. Við vorum að fara að spila leik gegn einu af botnliðunum og þá finn ég fljótlega að það er verið að grennslast fyrir um hvort þetta sé leikur sem fýsilegt sé að veðja á, segir Haraldur Árni Hróðmarsson, knattspyrnuþjálfari. „Greinilega ekki bara mættir fyrir ástina á íþróttinni“ Svo rennur leikdagur upp og í stúkunni, þar sem vanalega voru einungis nokkrar hræður - foreldrar leikmanna og tveir til þrír félagar, var mættur hópur manna. „Þar voru mættir svona yfir fimmtíu karlmenn á aldrinum 25 til 30 ára sem voru greinilega ekki mættir bara fyrir ástina á íþróttinni, þannig það var mjög sérstakt og frekar óþægilegt.“ Skilaboðin sem Haraldur fékk fyrir leikinn innihéldu spurningar um heilsu leikmanna, hvort markahæsti leikmaðurinn myndi ekki örugglega spila og hvort margir væru meiddir. „Það var eins og menn væru að reyna að gulltryggja að ég myndi mæta með mitt sterkasta lið. Svo heyri ég eftir á að þetta snýst um að stuðullinn á að við vinnum með ákveðið mörgum mörkum var það sem menn sáu tækifæri í. Þannig þeir vildu ganga úr skugga um að ég myndi ekki hvíla leikmenn heldur keyra á þetta. Fljótlega renna tvær grímur á mann og maður svarar ekki svona skilaboðum.“ Strákarnir undir lögaldri „Þetta var mjög furðulegt þegar maður er að tala um stráka undir lögaldri sem voru að spila þennan leik, áhugamann sem var að dæma leikinn og við þjálfararnir flestir í hlutastörfum við þetta. Þannig þetta var áhugavert vægast sagt og er áhyggjuefni að þetta sé eitthvað sem menn sjá peninga í.“ Kollegar hans sem þjálfa yngri flokka kannist flestir við háttsemina. „Ég hef helst áhyggjur af því að krakkar sem eru að æfa íþróttir hjá hverfisliðinu, ánægjunnar vegna, séu settir í óeðlilega stöðu. Að þeir séu farnir óbeint að kosta menn peninga eða græða peninga fyrir einhverja aðra og í svona lýðheilsustarfi, eins og íþróttafélögin reka, þá fer þetta ekki saman.“ Fréttastofa hefur undanfarnar vikur fjallað um veðmálastarfsemi hér á landi. Veistu eitthvað um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Fréttastofa hefur undanfarnar vikur fjallað um veðmálastarfsemi hér á landi. Veistu eitthvað um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Fjárhættuspil Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum Lögregla hefur ekkert eftirlit með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi þrátt fyrir að ríkislögreglustjóri meti sem svo að hætta á peningaþvætti og skattsvikum í gegnum síðurnar sé mikil. Dæmi eru um að íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum. 30. apríl 2024 21:11 Veðmálaauglýsingar með stærstu stjörnum landsins „fá að grassera“ Lítið sem ekkert eftirlit er með ólöglegum veðmálasíðum sem auglýsa grimmt hér á landi í trássi við lög. Þetta segir formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn sem sakar stjórnvöld um sinnuleysi. 29. apríl 2024 20:28 Börn veðji á sína eigin leiki Sálfræðingur segir mun fleiri leita til SÁÁ vegna íþróttaveðmála en áður, sérstaklega ungir íþróttamenn sem glíma við langt leidda veðmálafíkn. Dæmi séu um að veðmál hafi áhrif á íþróttaleiki hjá börnum. 4. apríl 2023 19:31 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum Lögregla hefur ekkert eftirlit með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi þrátt fyrir að ríkislögreglustjóri meti sem svo að hætta á peningaþvætti og skattsvikum í gegnum síðurnar sé mikil. Dæmi eru um að íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum. 30. apríl 2024 21:11
Veðmálaauglýsingar með stærstu stjörnum landsins „fá að grassera“ Lítið sem ekkert eftirlit er með ólöglegum veðmálasíðum sem auglýsa grimmt hér á landi í trássi við lög. Þetta segir formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn sem sakar stjórnvöld um sinnuleysi. 29. apríl 2024 20:28
Börn veðji á sína eigin leiki Sálfræðingur segir mun fleiri leita til SÁÁ vegna íþróttaveðmála en áður, sérstaklega ungir íþróttamenn sem glíma við langt leidda veðmálafíkn. Dæmi séu um að veðmál hafi áhrif á íþróttaleiki hjá börnum. 4. apríl 2023 19:31